Taka tvö..

Taka til þýðir ekki bara tiltekt...heldur líka algjöra hreinsun eða tilraun til þess...er á fullu í þvíWink

Þegar upp koma vandamál þá sé ég allt í lausnum...en auðvita eru ekki til lausnir við öllu...og sætti mig við þáð held ég...Sideways

Ef það er gaman að einhverju þá veit ég líka að leiðinlegu hlutirnir eru þarna líka...bara á bið..en hugsa ekkert endilega um það á þeirri stundu..

 

Þegar ég bauð prinsinum á námskeið fyrir börn sem eíga foreldra með krabbamein þá horfði hann á mig og sagði...hvað er gaman við það...og hvað ég skildi hann.Heart

Ömmusonur var virkilega erfiður við múttu  sína daginn áður en hún fór á Vík...og þegar ég ræddi þessa hegðun við hann þá segir þessi elska...en amma við erum að losna við hana á morgun!          Allir mjög upplýstir á þessu heimili ...en í dag héldum við upp á fimm ára skoðun guttans..þykjustu afmæli með köku og pakka....en honum fannst það virkilega áhugasamt að fá sprautu og ljúka þessum verkefnum sem fyrir hann var lagt. 

Ektakarlinn á erfiða daga en það sem hann er að gera fyrir okkur en yfirleitt erum við í forgangi er svo mikilsvert að stundum ligg ég við hliðina á honum þegar hann er sofnaður...sem er æ fyrr á kvöldin...og strýk honum um vangaInLove

En svo er svo gaman líka í vinnunni..á þar tuttugu og fjóra einstaklinga sem vilja gera allt fyrir mig...og ég fyrir þau...og það er gaman að vera að fást við það sem kætir, eflir og kennir manni eitthvað nýtt á hverjum degi.     Sama að segja um heimasætuna sem er strax kominh á fullt í háskólanámið og tekur það virkilega alvarlega....ég er farin að skríða upp í til hennar til að heyra fréttir og rifja upp gamla tíma ...þegar ég þóttist ætla að verða kæri sáli líka. 

Þar til næst..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

einhvern tíma þegar ég var tiltölulega nýkomin af Vík, missti ég stjórn á skapi mínu við einkason fimm ára og sá stutti stappaði niður fótum og sagði afar pirraður "mamma, fórstu ekki í þennan skóla þarna til að HÆTTA að vera reið??" Þessir synir okkar eru svo innilega tengdir á okkur mæðurnar og sýna okkur enga miskunn þannig að ég gat ekki annað en brosað að kommenti ömmusinnarstráks þegar mamma var að fara.

til ykkar

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 3.9.2008 kl. 18:34

2 Smámynd: Tína

Baráttukveður og kossar til þín og þinna elsku hetjan mín. Hvernig gengur annars meðferðin hjá bóndanum? Hvernig líður honum fyrir utan þreytuna?

Ég vona svo sannarlega að einhverndaginn verði ég svo lánsöm að fá að hitta þig krúttan mín. Er nefnilega handviss um að ég geti lært margt af þér.

Hef þig í bænum mínum.

Tína, 4.9.2008 kl. 08:42

3 Smámynd: www.zordis.com

Elsku Inga María,

Það eina sem mig langar að gera er að faðma þig núna!!!

Fallega kona sem þú ert. 

www.zordis.com, 5.9.2008 kl. 00:48

4 Smámynd: Íris

Hugs og knús til þín frá mér. Vona að þessi pest fari úr mér svo ég geti farið að labba yfir götuna.

Íris, 5.9.2008 kl. 12:59

5 Smámynd: Tína

Ohhhhhhhhhhhhhh ég frétti að þið hefðuð komið við í búðina og ég var ekki þar Líttu/lítið endilega við heim til mín næst þegar þú/þið eruð á ferðinni. Það væri mér svo mikill heiður að fá að hitta ykkur.

Tína, 6.9.2008 kl. 18:51

6 identicon

Sæl elskulega frænka

þú ert svo jákvæð og dugleg.... hef verið að fylgjast með þér í gegnum bloggið...

sorry!!! ég veit að ég ætti frekar að koma í heimsókn.... það virðist eitthvað svo

langt frá Hafnarfirði....

en ég læt varða að því áður en langt um líður....

knús til allra

þín frænka

Steinþóra

Steinþóra frænka...... (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband