4.10.2008 | 15:49
Rétta leiðin
Engar fréttir eru bara góðar fréttir..og orkan hefur farið í það að halda öllu á floti.
Minn kæri frændi lést eftir stutt og erfið veikindi og í hjarta mínu gleðst ég yfir því að það er hægt að fá að deyja...þegar öll reisn er farin og þjáningar orðnar það miklar að viðkomandi er ekki hann sjálfur vegna verkjalyfja. En þarna fór maður sem vildi ekki lifa lífinu upp á aðra kominn...en mikið mun ég sakna hlátursins og brandararana um alla í kringum hann
Mesta álagið þessa dagana eru aðilar út í bæ sem endilega vilja vera að eyða tíma okkar í að spjalla um allt og alla...vissi bara ekki hvað margar stofnanir byrjuðu á Barna...e-ð fyrr en þessa dagana. Vona virkilega að öll börn fái þessa athygli sem ömmusonur minn fær og ef okkar mál þurfa svona mikinn tíma....vááá...er það furða þótt við lesum um sorgleg mál sem ekki hafa fengið umfjöllun einhverjar nefndar út í bæ vegna tímaskorts....halló....nefndin var kannski með mig á heilanum! Nú er ég samt bún að lesa allar reglur og lög um svona mál...en að ég eigi að svara þeirri spurningu á blaði hvaða reynslu ég hafi af barnauppeldi...og var ég þá búin að skila skýrslu um öll mín mál....þá mun það taka einhverja einstaklinga marga daga að lesa yfir þá reynslusögu!
Minn kæri ektakarl bara hress...vinnur og þrífur hér á fullu..virkilega kúgaður eigninmaður að
margra mati og margir ekki að skilja það hvað hann hefur gaman að því að þrífa baðherbergin Hann hittir doksann sinn í næstu viku þar sem verður farið yfir framhaldið.... ..einn skammtur eftir og svo myndataka. Þetta er það nýtt lyf að enn er verið að prófa sig svolítið áfram með það hér á landi en minn maður hefur hitt aðra heilakrappameins..einstaklinga sem eru á allt öðrum skammti en hann...sem gerir hann svolítð órólegan.
Fíkillinn minn komin úr meðferð..á áfangaheimili og búin að vera dugleg a pakka sínu saman og flytja sitt dót. Hún setur markið á að vera þarna í hálft ár og taka eitt skref í einu....ekki einn dag..heldur eitt skref! Ömmusonur ánægður með að fá að hitta hana oftar og ég er þarna komin með nýtt hlutverk en það er að vera nr.2 þegar mamman er á staðnum. Geri það fyrir litla karlinn að fá að upplifa það að hafa mömmuna sína sem aðalnúmerið.
Sjómaðurinn er enn á sjó....búnn að koma tvisvar í land og fara aftur...meira en hann hefur gert áður ...og hann er jákvæður..þó sjóveikin hafi verið að gera út af við hann
Ég sjálf er að vinna í tossalistunum mínum þar sem margt skrýtið og skemmtilegt hafði rampað á ...og júlí listinn er búinn og er komin langt með ágúst snepilinn. Hlutir sem skipta máli en samt ekki nógu mklu til að ég leggi allt undir. Merkilegt hvað ein draumaferð til Ísafjarðar getur truflað mitt daglega líf ...en hún var einmitt á ágúst listanum sem ég er að vinna að....og rættist vonandi núna í vetrafríi skólans.
Þar til næst...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:58 | Facebook
Athugasemdir
Vildi senda þér risa pepp og knús mín kæra,farðu vel með þig
Líney, 4.10.2008 kl. 16:50
Það er greinilega nóg að gera hjá þér kona! Ég væri til í smá ferð til Ísafjarðar og skutlast í Hnífsdalinn ...
Gangi ykkur vel í baráttunni!
www.zordis.com, 4.10.2008 kl. 18:02
Semsagt allir duglegir á þínum bæ, það er frábært!
Kærleikskveðja til þín ...
Maddý (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 18:02
..ég reyni ..alltaf að setja mig í fyrsta sætið..takk Líney!
Zordís....töluðum við e-ð um Hnífsdalinn....er á leið þangað.
já Maddý mín....er svo að reyna að njóta þess!
Inga María, 4.10.2008 kl. 20:06
Samhryggist þér vegna frænda þíns en eins og þú segir þá er brottför úr þessu lífi oft líkn.
Gott að heyra að allt gengur vel hjá þér og þínum.
Knús
kidda, 5.10.2008 kl. 12:10
innlitskvitt og kærar kveðjur
Sigrún Óskars, 5.10.2008 kl. 22:35
Halló dúllan mín og hetja. Gott að heyra að allt sé í áttina hjá ykkur og vonandi kemur bara gott út úr heimsókninni hjá doksa. Ofsalega falleg myndin af körlunum þínum en ég geri fastlega ráð fyrir að þarna sé þinn ektakarl og baðherbergishreinsari ásamt ömmu syninum.
Vantar ekki einn duglegan á þessum báti sem sonur þinn er á?? Ég veit um einn ef svo er
Samhryggist þér innilega með hann frænda þinn en orð þín um hvíld og líkn er hverju orði sannara. Stend mig sjálf oft að því að öfunda þá sem látnir eru en tek svo hausinn út úr rassgatinu og held áfram.
Kærleiksknús á þig hjartað mitt og bið fyrir baráttukveðju til ektakarlsins
Tína, 10.10.2008 kl. 04:25
Við minntumst ekki á hann en njóttu þín og þinna fyrir vestan!
Como va los estudios?
www.zordis.com, 18.10.2008 kl. 06:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.