13.11.2008 | 11:54
björg í bú..
Að fá eitt svona stykki á eldhúsborðið vakti ekki mikla lukku hjá öllum heimilismönnum en húsmóðirin gerði að greyinu og sá fyrir sér heljarins veislu með vinum og vandamönnum. Sjómaðurinn dró sem sagt björg í bú en neitar alfarið að læra að flaka eða gera að þessum skepnum....og ekki vill hann leggja sér þetta til munns!
Sjómennskan hefur kennt honum mikið og ryður hann úr sér fróðleik um skepnur hafsins eins og hann hafi ekki gert neitt annað alla tíð.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
OJOJOJ ekki eru þetta girnilegar skepnur og lyktin var ógeðsleg ..... Mér finnst ég stundum heppnasta stelpa í heimi ég á bestu og fallegustu fjölskylduna ..sterkustu og fyndustu :) Ég virkilega elska ykkur ÖLL .
Fíkillinn ;) (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 19:32
Sætt kommentið hér að ofan
en hann er ekki fríður kvikyndið. Ég borða hann stundum en finnst hann ekki það góður að ég reyni að kaupa mér hann sérstaklega. Helst ef ég fer út að borða með kallinum.
Knús og kær kveðja
Ragnheiður , 13.11.2008 kl. 20:36
Ohhhhhh hvað ég hefði viljað vera viðstödd með mína myndavél.
Maddý (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 23:44
I love you ég elsa þig jeg elsker dig
Rakel Hetjan þin (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 03:09
Flottir fiskar og frábært hvað drengurinn er ánægður með sjómannslífið
Vinkonan (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 08:57
Fallegt sem dóttir þín segir hérna fyrir ofan. En mikið hjartanlega er ég sammála henni að þetta er ekki girnilegasta skepnan. Mér finnst þú bara hörkunagli að borða þetta yfir höfuð!!
Verði ykkur að góðu og góða helgi
Tína, 15.11.2008 kl. 12:58
...já þessi fisktegund er ekki fyrir alla að hreinsa...og ég sem er frekar klíjugjörn...en þar sem allir tala um að þetta sé dýrasti fiskur á veitingastöðum þá þykist ég flott og býð upp á þetta. Verður gaman að upplifa aðra eta þetta....í kvöld sýni þeim myndir af skepnunni á eftir!
Inga María, 15.11.2008 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.