21.11.2008 | 23:30
hvað er það með vonina
Von...hvað er von..von um e-ð...betra eða von um að allt verði betra..von um að þetta óþægilega hverfi og von um að maður geti gleymt..von um morgundag.
Hver dagur býður upp á svo margt skemmtilegt..annað ekki og margt af því kemur upp í hendurnar á manni en annað hefur maður val um. Að læra að meta hið smáa...er líka e- sem læðist að manni og með tímanum eru það þessir litlu hlutir sem gera allt.
Ónot í maga og að hafa e-ð á tilfinningunni..e-ð sem erfitt er að festa hendur á en svo kemur það...í gær hringdi síminn.. og dapurleg rödd segir ... mamma mín ég er fallin.. en ég er komin inn á Vog. Já einmitt segi ég eins og þetta hafi akkúrat verið það sem ég beið eftir. Eftir klukkutíma hringir síminn aftur og nú er það grátandi rödd....mamma mín..ég get þetta ekki..ég get þetta ekki.
Það var aum kerla sem leit á ömmuson sem beið í dyrunum, spenntur eftir að fara á æfingu og ég beit í það súra og hugsaði...assskotin, ég ætla ekki að hugsa ekki um þetta og saman fórum við á æfingu þar sem þessi litli gutti fór að æfa fyrir mót sem er í fyrramálið. Seinna....eftir margar veltur í rúminu..berjast við að hætta að hugsa þá hringdi síminn aftur og nú sagði flatneskjuleg rödd, hæ mamma mín..vildi bara segja þér að ég er komin út..og er búin að fá minn skammt...ég lagði bara á!
Ég er uppfull af von....þarf ekkert að halda í hana en sumir dagar mega eiga sig og morgundagurinn kemur með sitt. Sá litli að fara á sitt fyrsta mót og svo stefnum við að fá kökulykt í húsið....
...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æj sjálfur í neðra !!
Það er í þessi skipti sem "mamma mín" verður nánast skammaryrði urrrrgggg!!!!
Ég finn óbragðið í munninum,áhyggjurnar og allann pakkann, samt er minn í lagi, fínu lagi en þetta er bara örþunn lína.
Kökulykt í húsið og fyrsta mótið er yndislegt.
Ragnheiður , 21.11.2008 kl. 23:54
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 22.11.2008 kl. 18:21
hugsa til ykkar
vinkonan (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 10:42
Allir góðir styrki þig og þína.
Ásta Einarsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:28
Elsku Inga María. Sendi þér gusu af kærleikshugsunum og fullt af von; á meðan líf er þá er ennþá von.
Vilborg (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.