Staðreyndir lífsins...njóta

Mð þögninni ávinnst lítið, kannski það að hún gerir okkur veikari fyrir.  Alltof oft eða já yfirleitt tala ég mig í gegnum erfileika eða þúfurnar sem verða fyrir mér. Oft er sá sem hlustar alls ekki tilbúin fyrir það sem ég segi og ég tek oft ekkert tillti til þess.  Lífið er spurning um val og ákvarðanir og allar ákvarðanir eru réttar þegar við tökum þær en kannski ekki á eftir...þá réttlætir maður oft sínar ákvarðanir og lifir með þeim.   En við lifum ekki mörg í konfektkassa en við og við lendir maður þar og þá er um að njóta þess.

Þessa dagana er allt á rólegu nótunum og þá að sjálfsögðu er um að gera að nota tímann og leggjast í flensu, besti tíminn til þess, manneskjan sem aldrei er veik og þá er valinn þessi gæðatími.  Of veik til að lesa þá er ég veik segja margir! breki_a_baka_sina_fyrstu_koku_2_806035.jpg

Dagarnir fyrir flensu voru skemmtilegir, ömmusonur lærði að baka einn daginn og vandaði sig mikið við að sleikja deigið innan úr skálinni og kremið var tekið með sömu græðginni.                                          Svo var boðið til veislu og það var stoltur ungur maður sem gerði það.   Nú er hann líka að verða fullgildur skólastrákur, búið að innrita hann í grunnskólann og helst vil hann nú byrja á morgun enda búinn að hitta skólastjórann á fundi.  

Margar góðar minningar á ég um Sædýrasafnið..þar sem pabbi var ansi duglegur að fara með okkur systkinin og svo ég með minar elstu tvær.  Um daginn bauð ég múttu minni, örverpinu mínu og ömmusonunum tveimur í Húsdýragarðinn.  Ansi hált var úti svo langamman rölti þetta  meðfram girðingum..með öryggið á oddanum, þar sem ég var á fullu að leiða tvo litla álfa yfir svellinn en hún var ákveðin og röllangamma_a_fara_oruggu_lei_ina_806043.jpgti þetta á eftir okkkur.  Hvíti refurinn vakti mikla lukku sem og júgrin á einni kúnni sem þurfti risastóran brjósthaldara...svo hún stigi ekki ofan á brjóstið sitt...engin leið að kenna þessum drengjum að þetta væi nú ekki brjóst ...bara spenar .

Þegar heim var komin settist ég niður með heimasætunni og bað að hana að hugleiða hvenær ég ætti eftir að upplifa þetta með henni, dóttur hennar og barnabörnum.  Miklar pælingar fyrir unga konu sem er alltaf á leið út í heim...en við urðum sáttar við að það yrði þegar ég yrði svona 83 ára.....já ..þvi ef hún er 22 ára...eignast barn í fyrsta lagi segir hún eftir 8 ár, þá yrði það barn kannski að eiga barn eftir 30 ár, og til þess að barnið þess yrði Húsdýrahæft með langömmu sinni...mér....svona  4 ára....tjí.  Mamma mín er bara 72 ára...  Algjör forréttindi að eiga mömmu. husd.jpg

 

 

 

þar til næst..InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Satt segirðu að það eru algjör forréttindi að eiga mömmu. Mín kemur um helgina (hún býr í Stykkishólmi) og verður hjá mér til 25 mars. Ég man ekki til þess að hún hafi nokkurn tímann verið svona lengi hjá mér. Farðu vel með þig ljúfust.

Baráttukveðjur í þitt hús.

Tína, 5.3.2009 kl. 15:33

2 Smámynd: Ragnheiður

Flott myndin af bakaranum litla..

Það er frábært að eiga mömmu, mín er ekki lengur til viðtals og það var mikil breyting. Mér fannst ég verða allt í einu fullorðin og munaðarlaus og allt í voða. Hún lést 2002.

Ég hef ekki farið neitt í garðinn...síðan fyrir jól. Mér finnst hann ekki vera þar

Baráttukveðjur, flensan er hundleiðinleg

Ragnheiður , 6.3.2009 kl. 19:26

3 Smámynd: www.zordis.com

Mömmur eru yndislegar! Ég man eftr ferð í sædýrasafnið í Hafnarfirði, sá apana og ísbjörninn sem synnti í grænni slykju. Góðar minningar skapast af einföldum og fallegum samverustundum er gerir okkur fært að tengja fram og til baka allt lífið.

72 ára mamma, það er sko þroskuð mamma.

Knús til þín.

www.zordis.com, 11.3.2009 kl. 22:22

4 identicon

þú átt líka svo sæta mömmu :)

ingibjörg frænka (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband