Tíminn og við

Erfitt getur verið að eiga pabba sem er svo oft utan við sig að hann man ekki hvað var sagt við hann fyrr um morguninn eða er að skilja það að  lítill karl er bara 10 ára og á ekki að vera að hugsa um mál sem eru langt fyrir utan hans tilfinningarþroska.  Prinsinn minn hugsar mikið ...stundum of mikið , skilur mikið en er engan vegin að sætta sig við svona pabba oft á tíðum.. en svo koma góðar stundir þar sem allt þetta óþægilega hverfur í skuggann og lífið er frábært og þá er það drengur með sjálfstraustið í lagi sem skín í gengum allt saman. Í raun og veru er hann löngu búinn að ýta því til hliðar afhverju pabbi hans er svona, þetta er búið að vera til staðar helminginn af hans lífi.  Fáranlegt að hugsa tilbaka, hugsa um tímann sem liðinn er og samt er eins og þetta allt hafi gerst í gær.   Alltaf er það e-ð sem minnir á, þegar minn ektakarl er sérstaklega illa fyrirkallaður og mikið um höfuðverkaköst...þá koma pínu hnútar og eins það að sjá hann upplifa það að hann sé svo minnislaus. Það er erfitt. Minn ektakarl sem gleymdi aldrei neinu, verri en fíllinn, er núna með litla svarta bók þar sem allt/flest er skrifað niður. 

Fyrir löngu síðan las ég tilvitnum sem hljóðaði einhvern vegin svona.....það sem verður að gera er yfirleitt hægt að gera og þetta hef ég margsannað og ætla að halda áfram að sanna það.

InLoveþar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

nákvæmlega Inga, maður gerir bara það sem þarf að gera ! ég virðist hafa hent þér út sem bloggvini - þú varst alltaf að flækjast tvöföld á listanum mínum, hélt ég gæti eytt öðru - en er búin að biðja þig aftur :)

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:11

2 Smámynd: Ragnheiður

Það versta sem maður gerir er að standa með börnum í vonlausum sporum og eiga svo eftir að útskýra það.

spánnýtt spakmæli, búið til á staðnum, bara fyrir þig og mig

Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 22:12

3 identicon

Knúskveðja, ég hugsa til þín og þinna manna oft og magna til þín styrktarstrauma...  Næsta myndataka hérna megin 1. apríl.

Vilborg (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 10:18

4 Smámynd: Tína

Þín fjölskylda vissi hvað hún var að gera þegar hún valdi að hafa þig sem máttarstólp. Guð geymi þig fallega kona

Tína, 21.3.2009 kl. 09:58

5 identicon

Rakel Hetjan þin (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband