22.6.2009 | 10:58
Sofið með maurum
Allt gott í hófi mundu margir telja en heimasætan þarf að sjálfsögðu að taka allan pakkann. Dustar fötin sína á morgnana í leit að kakkalökkum en maurar gera sér það að góða að fá að lúlla hjá henni á nóttinni.
Hennar starf þarna úti er að taka viðtöl við foreldra sem eiga börn sem þau selja í vinnu í verksmiðjur yfir daginn en hafa áhuga á að bjóða þeim e-ð annað tækifæri ef það gefst. Hún tekur líka viðtöl við börnin og það kemur skýrt fram hvað þau eru að hugsa, átta ára gömul og það er fjölskyldan sem þau eru með í fyrirrúmi og jú þau vilja fara í skóla en þá er það oft hugsunin að læra e-ð sem kemur fjölskyldunni að notum. 300 rúbíur fær fjölskyldan i verksmiðjunum en þessi samtök bjóða 100 rúbíur ef þau leyfa barninu að fara í skóla. Ef einhver hefur áhuga að styðja þetta starf þá endilega hafið samband við heimasætuna mína katarn87@gmail.com og hún svarar ykkur af miklum áhuga. Á blogginu hennar kemur þetta svo skýrt fram í viðtölum hennar við börnin.
Herbergið hennar er vinsælt um þessar mundir hér heima, sjómaðurinn hefur skotið sér þar inn og svo er fíkílinn minn að bíða eftir plássi á Kotinu og hefur verið hér með annan fótinn. Við hin bíðum spennt eftir næstu dögum en prinsinn er að fara á Eyjamót og við ætlum öll að fylgja honum og styðja..
Allir semsagt að standa sig vel....í öllu sem þau eru að gera..ég dusta af mér rykið inn á milli...fór með elsta afleggjaranum mínum í bæinn í gær, á Jómfrúnna þar sem við ákváðum formlega að stefna á Eurovison að ári. Osló og Alexander verða sem sagt fyrir léttu áfalli þegar við mætum á staðinn. Hjúkkan hún systa mín ætlar að koma með okkur þannig að við ættum að vera í góðum málum.
..þar til næst
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 25.6.2009 kl. 12:35 | Facebook
Athugasemdir
Mega fleiri frænkur koma með?
Ingibjörg (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 16:35
Emailid er katarn87@gmail.com
Eg er fyrst og fremst ad sinna fjaroflun svo haegt se ad senda bornin i skola i haust. Tad kostar 5700 kr ad senda 1 barn i skola iheilt ar ad innifoldum skolagjoldum, buningum, skolabokum og mat i sumum tilfellum. Tetta eru yndisleg born sem thra fatt heitar en ad komast i skola. Endilega hafidi samband ef tid hafid erjar spurningar eda ahuga a ad stydja tetta framtak, allur studningur mjog vel teginn!
Katrin (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 10:03
Glæsilegt framtak hjá þér Katrín. Efast ekki um dugnaðinn í þér ef þú ert vitund lík móður þinni. Gangi þér vel sem ég er nokkuð viss um að þér vegni.
Kærleiksknús til þín Inga mín og njóttu Eyja!
www.zordis.com, 26.6.2009 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.