31.8.2009 | 21:39
..hvert liggur leiðin
Einhvern tímann hefði ég sagt það er komið nóg en í botnlausa hítina er alltaf hægt að setja aðeins meira ...og alltaf er tekið við. Er eiginlega fyndið að ég á unga aldri hafi langað í ellefu börn..heilt fótboltalið! Já það er hægt að skemmta sér yfir mörgu og eins fáranlegt og það er þá er alveg yndislegt að fá hláturskast yfir vitleysunni í kringum sig. Í dag á ég fótboltaliðið ef ég set ektakarlinn í markið...
Ekki margir heldur sem fá að upplifa það að kjólalína sé skírð eftir sér...og að meistari vinkvennanna hafi komið færandi hendi með ...og klætt mig upp í kjólinn minn, sérhannaðan á mig! Hvað er annað hægt að gera en að knúsa svona vini! Kjólinn heitir sem sagt Inga!
Tveggja eyja sýnin...verður þessa sumar minnst.....Vestmannaeyjar og Hrísey...já allt getur gerst og langt langt í burtu sé ég það alveg gerast að ég komi mér fyrir í værðinni sem ríkir þarna fyrir norðan, hugsa um hanana og hjörðina þeirra með ölduniðinn fyrir utan gluggann. Önnur frábær vinkona dró mig nauðuga með sér norður...og þó ég hafi sprungið í Borganesi yfir kátum drengjum í aftursætinu sem olli því að þessi létta kella hafi arkað inn í verslun þar í bæ og keypt eitt stykki af ferða dvd...og ferðinni var bjargað...enda var það planið að allir fengju e-ð fyrir sinn snúð. Hefði aldrei trúað því fyrirfram að mig langar þangað aftur...eitt stykki sundlaug, veitingastaður og svo eintóm náttúra...og jú einn berrassaður karl í næsta húsi sem vissi ekki af okkur en prinsarnir ætluðu af límingunum yfir því hvað við hlógum yfir þessu...minn maður sagði hann vera með heila rottu í klofinu og að ég ætti að skammast mín yfir að glápa svona yfir þessu...hann með kíkirinn í andlitinu.
Ömmusonur byrjaður í skóla...og eftir fyrsta daginn sagðis hann ekkert skilja í þessum kennurum ..vilja bara tala um reglur og reglur og meiri reglur. Ég fékk ekkert að læra! Vá...ertu þá ekki strax búinn að læra margar reglur spurði vongóð...nei bara eina....ég kann að fara í röð og ég var búinn að læra það í leikskólanum en amma ég var bara skammaður einu sinni Frábært sagði ég...og tók þennan kút í fangið og hrósaði honum yfir hvað allt hefði nú gengið vel og ömmumömmu hjartað var vongott um framhaldið. Prinsinn minn ekki eins ánægður...en koma tímar og koma ráð.
Fíkillinn enn á sínum stað...aðeins farið að rofa til í þokunni í höfðinu á henni þó símalínur gangi nú enn á milli HRAUNSINS og hennar. Á en í nógu basli með sig og sína erfileika að litlir drengir...eiga nú ekki mikið pláss enn þá. Allt getur gerst og kerfið vill að ég fái hjálp til að undirbúa mig undir það að litli karlinn hér fari til múttu sinnar.... hann sem fer ekki lengra en í næsta hús þá hringir hann til að vita hvað ég sé að gera.....
Indlandsfarinn komin heim og viti menn ég er farin að sofa betur. Hún er tiltölulega í góðu lagi...og byrjar í skólanum á morgun... Tvibbinn hennar enn á sjónum og alltaf jafn gaman að gera að aflanum sem hann kemur með heim..hvað þá bjóða til veislu!
Minn elsku ektakarl fer í myndatöku núna í vikunni...ég sem hélt í það að það væri ekki fyrr en í næstu viku...eins og það skipti máli. Hér er ekki mikið sofið á nóttinni og hann í mikilli afneitun um hvað veldur því. Ég krossa svo oft putta að það er sjálfkrafa að það gerist ef ég heyri um veikindi eða erfileika. Ég er viðbúin öllu...tilbúin í allt og er búin að fara yfir ansi margt í huganum eða draumum um hvað getur gerst og hvernig ég höndla það. Létt að segja svona en viðbragsstig líkamanns og huga vinnur verkið svolítið fyrir fram. Prinsarnir okkar...já við eigum reyndar fimm prinsa sem allir finna fyrir ástandinu...mismikið þó en á meðan ég hef orkuna og löngunina þá er ég kletturinn hér í stóru fjölskyldunni okkar en eins gott líka að vinir séu til sem eru til staðar....fyrir mig og mitt röfl.
... Þar til næst
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
já þar til næst
Ragnheiður , 31.8.2009 kl. 21:45
innlitskvitt
Sigrún Óskars, 31.8.2009 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.