5.9.2009 | 23:45
Æxlisskömin....skemmda vínberið!
Á heilamynd sáust ....the black holes....tómarúm þar sem fyrri æxli höfðu verið og jú heilavefur líka sem er nú farinn. Skrýtið að það er hægt að missa svona parta...flest allt virkar eðlilega. Þarna er æxli að vaxa...æxli á þriðja stigi líklega, inn í tómarýmið þannig að það þrýstir ekkert á og hann ætti ekki að finna fyrir þessu. Spurning um hvort þetta væri þá ekki líka að vaxa inn á við....var ekki hægt að svara. Þetta er enn innan geislasvæðisins...og þessi læknir vill ekkert gera...sjá til eftir þrjá mánuði en um leið vitum við öll að það eina sem gerist í stöðunni er að þetta vex og í næstu myndatöku verður þetta orðið stærra. Minn ektakarl vill treysta á sinn lækni svo rosalega gott að vera í afneitun ekki verða neitt erfiður en ég vil fá meiri pælingar og hitta annan lækni. Pantaði tíma hjá öðrum í næstu viku...og minn maður er sáttur við það!
...góður dagur í dag...báðir prinsarnir tóku þátt í Grafarvogshlaupi fyrir sinn skóla og unnu gullið.
Þar til næst
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Alveg sammála þér, fá annað álit og þess vegna það þriðja. Það má ekki hleypa þessu af stað.
Knús
Ragnheiður , 6.9.2009 kl. 12:12
Til lukku með drengina og vonandi að þið fáið svör! Óhægt að bíða þegar svo mikið er í húfi. Gangi ykkur vel og um að gera að leita að frekari álitum því við erum öll mensk ... Það bezta við jarðlífið ...
www.zordis.com, 6.9.2009 kl. 23:59
styð álit annars læknis - þegar fleiri fara að skoða hlutina þá koma fleiri hugmyndir og aðrir möguleikar.
gangi ykkur vel
Sigrún Óskars, 7.9.2009 kl. 11:20
maður fór til læknis og læknirinn sagði "þú ert of feitur", maðurinn sagði "ég vil annað álit" þá svaraði læknirinn "þú ert líka ljótur"
knús og krem, einn dag í einu
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 9.9.2009 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.