ég óska þér gleðinnar...

já það er margt sem hægt er að njóta...og nú er ég engin Pollýanna.   Ég barasta elska að gera það sem mér finnst skemmtilegt og gefur mér mikið.  Eigingjarna ég!

Ég óska öllum þess að deila gleði með einhverjum sem þykir vænt um þá.....óska þér þess að geta brosað þó það engan veginn passi inn í umræðuna.   Yndislegar minningar eru þess virði.

Að láta heillast ...að vera ástfangin af raunveruleikanum....ekki forðast hann!

 í kvöld átti ég yndislega stund....dóttir mín hér heima er með enska vinkona sína og ég vildi að hún hitti sem flesta úr fjölskyldunni....hmm já....nærfjölskyldunni.   Tveir stjúpsynir, ein dóttir og ensk vinkona, ein tengdadóttir án sonar míns sem var að fara á sjóinn, einn prins sem var mjög upptekinn af Mann...fótboltaleik og hljóp út og inn til að fylgjast með og svo litli ömmusonurinn...ömmumömmusonurinn,  Minn ektakarl var hér jú líka en var svo spenntur því vinirnir úr old boys höfðu kallað á hann...og stoltið rauk...út á haf og hann ákvað að mæta.   Við erum rík...átta börn....tvo ömmusyni þar sem annar býr hér....tengdabörn  sem taka okkur eins og við erum og svo eru það þessu fyrverandi tengdabörn líka.   Við erum líka rík af tengdamömmum og pöbbum......já ríkidæmi það er ef við hugsum um börnin okkar og já ég er rík af fyrrverandi eiginmönnum og mæðrum stjúpbarna minna.   Sumum finnst þetta skrýtið en hugsum um það.....á

ákveðnum tímapunkti þá þótti okkur mikíð  vænt um þetta fólk...og við verðum tengd því......í gengun börnin okkar, barnabörn svo við skulum muna þessar tilfinningar.  En  OK ég furða mig oft á minni miklu hæfni að láta þetta allt púslast upp.. .en þetta fólk er bara svo gott fólk....enda um hvað annað að velja??

Vinur er sá sem veit allt  um þig og metur þig samt mikils......orð sem ég met mikilsWink

 

Heyri í skurðlækninum á morgun....svo er annar krabbalæknir í næstu viku. krabbi_910759.jpg Svo gott að hafa e-ð svona smá að gera í hverri viku...það ýtir alvarleikanum frá.   Segi samt eitt....allir  sem eiga í svona erfileikum...veikindum....krísu...tala um að eiga góða að...fjölskyldan stendur við hlið þeirra....HMMM  ..við eigum okkar börn..og erum á fullu við að stappa í það stálinu,....og við sækjum okkur hjálp...í vini og fagmenn.   Minn ektakarl er reyndar í alvarlegri afneitun...og mér finnst það í lagi. Ég hugsa um mig,....pínu um hann   InLoveForðast fólk okkur  vegna vandamála....sem eru ekki vandamál...þetta eru veikindi...en ekki langar mig að taka í hendina á fólki sem mætir á endanum í jarðaför en hefur ekki látið sjá sig eða látið heyrt í sér í ára.....tugi!  

 

 

 

InLove...þar til næst,,,,

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið eruð alltaf í huga mér þrátt fyrir að heimsóknirnar séu færri. Þið eruð flott fólk sem stendur með sínum.  Knús á þig og þína.

Þessi ólétta (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 10:56

2 identicon

Takk fyrir góðan pistil. Tek undir allt saman heilshugar!

Vilborg (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband