20.10.2009 | 23:20
konur í stígvélum...
Veit ekki hvað á að segja um mann sem stendur upp úr hjólastólnum sínum og gengur inn á stofu til skurðlæknisins....kallinum(góða) sem skar of langt og olli þessari lömun sem er að hrjá minn ektakarl Skurðlæknirinn bara svekktur vegna ástandsins á mínum manni og hristi höfuðið aftur og aftur á milli þess sem þeir sögðu hvor öðrum fótboltafréttir. Auðvita skar hann ekkert of langt...en eins og hann segir þá er þetta allt í lagi ef hann hefur náð öllu...en mér finnst það ekki skipta máli...hann gerði sitt starf sem var að fjalægja æxlið og við vissum að þetta gæti gerst...engin bein skýring á lömuninni miða við myndir sem teknar voru eftir aðgerð. Þessi heimsókn endaði á því að minn ektakarl faðmaði lækninn og sagðist senda honum boðsmiða á völlinn. Hvað er hægt að segja um svona kalla?
Í fyrrmálið er það MRI myndatakaog nú fer hann baka til vegna hjólastólsins...og við urðum sátt um það að láta Jakop kallinn hringja í mig með niðurstöður...var e-ð eftir eður ei af þessu skemmda vínberi?
Minn ektakarl bara feginn að ég fari ekki með honum...ég er víst frekar erfið og spyr of margra spurninga en það er ekkert að spyrja um í fyrramálið bara góðar konur sem sjá um minn karl.
Á Grensás eru líka margar góðar konur en hann segir það ýktar sögur um að það sé gaman að fara með tveimur kvenmönnum í sturtu....og alls ekki neitt spennandi við það. Þær klæddar í regnagalla og háum hvítum stígvélum við að spúla hann...jamm svona lýsir hann þessu! Væri nú spennandi að eiga þetta á filmu þar sem hann er alveg að ráða við þetta sjálfur og getur þá seinna hlegið að þessu..sem hann nú gerir í dag líka. Annars gengur dagurinn út á það hjá honum að æfa sig að ganga fram og aftur þarna um gangana. Um síðustu helgi þá fór hann og skrapp og tippaði með vinum sínum og mér skilst að þeir einir hafi unnið 13 rétta...kom aðeins við hér en sonur hans...vöðvabúntið sæta gat aðstoðað pabba sinn við þetta allt.
Nú er borðstofuborðið selt...og verið að breyta stássstofunni í svefnherbergi ...bíð eftir vetrarfríinu svo ég geti farið að gera e-ð að viti.
þar til næst....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 20.10.2009 kl. 23:28
innlitskvitt
þú ert algjör hetja - maður lærir "helling" á að lesa bloggið þitt - gangi þér vel
Sigrún Óskars, 20.10.2009 kl. 23:42
Knús og baráttukveðjur til ykkar Inga mín.
Helga Bryndís (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.