21.10.2009 | 23:14
Æxlið farið....
Æxlið farið en eitthvað sem Jakop doktor kallar þykkildi , gæti kannski skýrt einhverja truflun á blóðflæði og taugartruflun í kjölfarið á því. Þetta var það sem skurðlæknirinn hélt að gæti komið fram. Gott mál...og nú er það lyfjameðferð sem hefst næsta mánudag. Við segjum bara jibbí við því!
Prinsinn vill ekkert tala um pabba sinn, ekkert sem er óþægilegt en ég er þrjósk og mig langar svo að honum líði betur...búin að fá teymi til að hjálpa mér í skólanum en heimavinnan hans er að fara með okkur tvö. Þetta var áður gæðatími en núna fyrir hann er ekki gaman að hafa mömmu sína í símanum þar sem miserfiðir aðstandendur vilja ræða málin, í tölvunni, breyta húsnæðinu í huganum, pæla í hvenær væri best að sjá kallinn sinn og þess á milli kíkja yfir öxlina á honum um leið og ég hræri í pottunum.....já ég eldaði í fyrsta sinn í gær í þrjár vikur.
Ömmusonur aðeins rólegri en ramminn þarf að haldast í kringum hann og það gerir hann....það gengur bara fyrir.
Kvöldið endað með púrtvínsglasi....með góðri vinkonu sem hélt hér hjá mér opið hús þar sem hún var að kynna kjóla og peysur sem hún hefur hannað og saumað...og fullt af skemmtilegum konum komu við......og vinkonan kemur aftur á morgun að þrífa.
Þetta var allt yndislegt og ég þurfti á þessu að halda.
.....þar til næst
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:18 | Facebook
Athugasemdir
Takk kærlega fyrir mig ljúfan mín. Það er alltaf jafn yndislegt að koma til þín því maður er svo velkominn.
Segðu svo Breka að ég kíki aftur í heimsókn en vonandi verður hann í buxum þá svo hann geti nú heilsað upp á mig
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 23:34
Gott að æxlisófétið er komið í ruslið, lyfjameðferðin á ábyggilega skila góðum árangri. Hvernig er annars með fólkið þitt, gætu ekki einhverjir skotist með súpu í potti og annað þess háttar til þín í matinn, svona til að létta undir eftir megni? Hef heyrt að í útlöndum þurfi kona ekki að elda mat vikum saman þegar erfiðleikar steðja að, nágrannar og ættingjar á fullu að elda mat sem má hita upp eftir hentugleikum. Bjó reyndar sjálf í útlöndum einu sinni á slíkum tímum, ættingjalaus þar náttlega, en þá fékk ég vinkonu að heiman til þess að koma og vera hjá okkur í þrjár vikur til að passa börn, sjá um þvott og mat og heimili svo að ég gæti sinnt Mínum á spítalanum.
Vilborg (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 12:29
Vilborg er með þetta. Þetta er einn fárra siða frá ameríku sem ég myndi vilja að við tækjum upp hér. Að fólk færi eldaðan mat þegar erfitt er..
Gott að æxlið er farið, nú er það að batna og upp á leið
Ragnheiður , 22.10.2009 kl. 14:26
Já stelpur ...býð ykkur í mat þegar þið verðið þreyttar og viljið prófa e-ð nýtt!
Annars á einn fyrrverandi tilvonandi tengdason....pabbi ömmusonanna sem kemur oft hér við, hendir mér út og hjálpar mér við að færa þunga hluti og tengja rafmagn. Þessi ungi maður fékk ein jólin frá mér bókina Herra ómögulegur....sem og hann var og er....og hann veit það þessi elska! En ef þið lesið bókina þá getur þessi maður allt og gerir margt án þess að hugsa.
Inga María, 22.10.2009 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.