þú komst við hjartað á mér...

 Ef minn karl hefur bara ekki kennt íslenskum karlmönnum að gráta, þeir voru ófáir sem sögðust hafa þurrkað tár þegar minn karl gekk inn á völlinn..og eins í lokinn.  Lifi Þróttur er e-ð sem ég hef vanist en að full stúka syngi Lifi Siggi, það kom við hjartað á mér, það kom við hjartað á mörgum.   Þetta var dýrmætt og stund sem minn karl mun nota sem drifkraft í það sem koma skal.   Vinir hans Sigga eiga heiður skilið fyrir hugsunina sem liggur að baki svona verkefnis.  Það er oft sagt að þar sem Þróttarar komi saman...þar er fjör!

 Hann gefst seint upp og og núna í kvöld þegar ég kom við hjá honum þá gekk hann þar um ganga án hækju.   Þreytist að vísu fljótt og erfitt að segja hvað hefur áhrif á hvað, lyfjameðferð, endurhæfing, læra að hugsa hlutina upp á nýtt. 

getImg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Dagarnir líða og það er brjálæðislega mikið að gera og heilmargt sem ég ekki geri en nú styttist í það að minn ektakarl komi heim svo það þýðir ekkert að vera að þykjast lengur, suma hluti þarf að framkvæma.   Verst hvað mér finnst gaman í vinnunni...það eru forréttindi að gera hluti sem þér finnast skemmtilegir og þar er sko mikið fjör og mörgu að sinna að kannski er ég að fela mig þar.  Hef ekki hugsað það...tek helgina í það!  

Hef ekki orð yfir hvernig mér líður en kærar þakkir  fyrir stuðningin, knúsin og mætinguna á leikinn!

InLove..þar til næst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var stórkostleg stund á sunnudaginn.

Knús á ykkur frá mér og öllum hinum á heimilinu.

Fæðingarorlofskonan (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband