20.11.2009 | 18:18
Hlýja sem umvefur okkur
Ekki hægt neitt annað en áfram gakk. Minn ektakarl flutti heim síðasta mánudag og það voru engin læti við það...hann bara kom eins og hann hefði farið í aðgerð deginum áður. Engin hjólastóll og þarf sko enga hjálp við eitt eða annað. Við hérna hin sem höfum átt okkar dívur þennan tíma sem hann var inni, umvafinn fólki sem gerði allt til að honum liði betur...klórum okkur í höfðinu og hugsum já nú byrjar lífið bara upp á nýtt eða hvað? Ekki alveg en samt, við förum í skólann og hann fer í sínar æfingar rétt á eftir. Málin sem engin (ég) vildi ekki sinna...en voru á tossalistanum það er búið að fara í þau á fullu nú síðustu daga og ég er bara frekar ánægð þó vinkonuhittingur hafi ekki verið mikill, en nudd og verslunarferð með fíklinum. Henni líður vel, ætlar sér að vera áfram þarna inni á Kotinu og koma oftar hér við og sinna múttu sinni og ömmusyninum.
Hjartað mitt enn í tætlum eftir alla þessa hlýju og montið yfir að eiga þennan karl og þessa stráka og hvað allir vilja vera vera góðir við okkur. Tætlurnar mjakast saman en bara hugsunin um hlýjuna kemur tárakirtlunum af stað... ég á líka stelpur sem eru svoleiðis að standa sig, í meðferð, í skólanum eða lifa lífinu lifandi. Ekki hægt að taka það af okkur...við erum að standa okkur og okkur líður bara vel með það....hvað sem hver gerir!
..þar til næst
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 22.11.2009 kl. 23:00 | Facebook
Athugasemdir
Sendi mínar bestu óskir til ykkar.
Ásta Einarsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 11:38
Yndislegt, njóttu og njóttu!
Vilborg (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.