Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
26.10.2007 | 11:55
Símatímar
Heimilislæknirinn minn er með símatíma eins og ég nema hann er miklu vinsælli hjá sínum viðskiptavinum en ég. Simatíminn varir í hálftíma og ég beið í 20 mínútur! Mínum símatíma vari ég yfirleitt við að ná í einhverja foreldra eða stjórana í húsinum.
Ansi langt síðan einhver hringdi í mig..er það út af þvi að ég er svona leiðinleg...nei það fullyrði ég að ég er ekki. Líklega upplifa foreldra það að ef ég hringi ekki þá er allt í orden. En hvað er í orden í dag? Afhverju líta foreldrar ekki á símatímann sem einn kost til viðbótar við að ræða við kennara barns síns. Engar fréttir eru engar fréttir. En eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að hringja í foreldra..bara til að segja hvað allt gengur vel.
Margir kennarar í dag upplifa sig sem algjöran aukahlut þegar kemur að ákvörðunartökum innan skólans. Nýr nemendi í bekkinn...hvað það þarf ekki að láta umsjónakennarann vita neitt að því. Ef stuðningsfulltrúinn er fluttur til í annað starf innan skólans....hah kemur umsjónakennaranum það eitthvað við þó hann missi vinstri handlegginn sinn bara svona einn daginn og það án þess að fá einhverja deyfingu. Í þessu máli eru það ekki fleiri krónur í umslagið sem bæta starfið mitt.
Þar sem ég er enn í veikindaleyfi þá reyni ég nú eftir fremsta megni að útiloka þetta allt og jú ju mínir afleggjarar hjálpa til við það. Afríkumærin er að leggja af stað í þriggja vikna ævintýratúr og viðurkenndi það nú í gær að það væri betra ef ég gerði með henn gátlista til að pakka niður eftir...en ég er hér og hún í Suður-Afríku. Er samt ekki sátt við þá ákvörðun hennar að koma ekki heim fyrr en eftir jól...veit ekki hvernig hún fer að án sjúkraþjálfunar svona lengi...hvað þá okkar allra hér heima
hugs
Vinir og fjölskylda | Breytt 27.10.2007 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2007 | 18:06
Ef ég ætti eina ósk þá..
Með von í hjarta til dóttur minnar sem finnur ekki frið til að taka á sínum málum en hefur mikið til að hlakka til og gleðjast og ég veit að hún getur staðið þetta af sér.
Dagurinn í dag er dagurinn þinn
þú getur gert við hann hvað sem þú vilt
Gærdaginn áttir þú, honum getur þú ekki breytt.
Um morgundaginn veist þú ekki neitt.
En daginn í dag átt þú.... gefðu honum allt sem þú megnar,
svo einhver finni í kvöld.... að það er gott að þú ert til
hugs
16.10.2007 | 21:49
Allt á hreinu
Í dag átti ég stefnumót við elsta afleggjarann minn í Kringlunni...tími og staður á hreinu en nú ætlaði hún ekki að minna mig á tímann.
Ég ákvað að sanna mig og vera einu sinni réttum tíma og sýna þessari elsku að mamma kann þetta enn. Því eftir margra ára uppeldi þar sem klukkan stjórnaði öllu þá hef ég hætt að nota það apparat. Hún með allt á hreinu og klukkan stjórnar nú hennar lífi..þarf að panta bíl frá ferðaþjónustunni og þar er ekki mikið pláss fyrir að vera seinn..engar afsakanir teknar gildar.
Ég ákvað líka að vera fyrri til og ljúka því sem ég þyrfti að gera þannig að hún fengi tíma minn óskertan. Hún byrjaði að versla inn svo það væri búið og þá var ferðinni heitið á Kringlukránna þar sem snæða átti hádegisverð. Eitt augnablik minnti hún mig á ömmu mína sem var með allt svona á hreinu...og ekkert múður með það!
Franskar og eplakaka með rjóma og ís var á hennar matseðli og vildi hún helst að ég hjálpaði henni að matast því hún þurfti að ræða við mig um mikilvægt mál. Kann ekki þá tækni móður sinnar að gera allt í einu... tjí hugsaði ég...önnur Danmerkurferð.
Nei það var umræðan um það að hún vill skipta út föðurnafni sínu...27 ára ung kona sem þarf að sækja um leyfi hjá lífföður sínum um að skipta út nafni hans sem er skeytt við hennar. Hún er svo hrædd um að ég verði sár þegar fram líða stundir...því ekki ætlar hún að verða Ingudóttir...sem hún verður að sjálfsögðu alltaf.... nei góður maður ( minn fyrrv. ektamaður) fær þennan heiður hjá ungfrúnni. Hún er svo ákveðin að ljúka þessu máli að margir mættu taka hana til fyrirmyndar hvað hún er fylgin sér. En hún er kvíðin..treystir ekki á að lífffaðir samþykki þetta. Bullið við þetta allt saman er að þurfa að sækja um leyfi...fullorðin manneskja...!
Svo er hún með áhyggjur af systkinum sínum...sem er nú að skriða saman aftur...birtir að nýju hugsa ég....áhyggjur af jóladögum...hvort mannað verður í kjarnanum. Er þetta allt hugsaði ég.
Þar sem ég sat þarna á móti elstu dóttir minni þá fylltist ég miklu stolti..hún er með allt á hreinu..en samt ekki..þarf að treysta á aðra...en kemur sínum áhyggjum frá sér eins og um lítinn pakka sé að ræða..og þegar umræðan um þær er búin þá hefst næsti kafli.
Þegar heim var komið þá uppgötvaði ég að kvöldmatur fjölskyldunnar hefði verið í pokanum hennar..hringdi og auglýsti eftir honum...mín tjáði mér þá bara að koma mér yfir og leita í frystinum hún hefði sko ekki getu til að leita í frystinum. Ég sem ætlaði að dekra við kallinn sem varð nú að sækja sinn mat sjálfur.
hugs
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2007 | 17:30
Aftur og hvað svo?
Margt að gerast þessa dagana sem fær mig til að hugsa út í lífið almennt..ekki samt eins og það sé í fyrsta sinn en alltaf er það eitthvað sem minnir mig á hvað það er mikilvægt að meta lífið, sjá jákvæða þætti í öllu þessa neikvæða sem er í kringum mig. Mikið hugsað um það hvenær hætti ég að ala upp börnin mín, ekki mitt að taka erfiðar ákvarðanir fyrir þau þó oft sé það þannig að ég plástra á bágtið.
Móðir, hvar er barnið þitt,
svona seint um kvöld?
Móðir, hvar er yndið þitt?,
þokan er svo köld.
Þokan sýnir hryllingsmynd,
þvöl er stúlkuhönd.
Út úr þokunni líður kynjamynd
með egghvasst járn.
Þetta lag hans Bubba segir allt sem er á bak við mínar hugsanir..og það sem ég vil helst ekki hugsa um en það poppar upp aftur og aftur. 4 vikur í bið eftir plássi á Vog...biðin sem fer verst með alla. Tengdasonurinn að standa sig enn á ný og litlu prinsarnir hafa litla hugmynd um allt ruglið í kringum þá. Sem betur fer fyrir vini sem skilja og eru til í björgunaraðgerðir aftur og aftur.
Takk!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2007 | 14:30
Verkin dæma þig
Mér ofbýður þetta sukk á mönnum sem fengu kosningu inn í borgarstjórn. Þarna er augsýnilega nóg af peningum og náttúrulögmálið allsráðandi. Grunnsþjónusta við borgarbúa hlýtur að vera að allir borgarbúar búi við sama borð varðandi lífsgæði. Nægir þar að horfa til menneklunar á leikskólunum, þjónunsta innan grunnskólanna er lakari en áður og ummönnun aldraðra og öryrkja er sorgleg þar vantar fólk sem er menntað í málum þeirra. Afhverju er það svo að nóg er til að fólki sem vill vinna með peningana okkar en minna um að fólk vilji vinna nálægt fólkinu í landinu. Ég tek ofan fyrir Svandísi Svarsdóttur að hjóla svona í þessi mál og gefa þeim enga grið fyrr en hreinsun hefur orðið á borði ekki bara í orði!!
Elsta dóttir mín er búin að leita mikið að menneskju sem vill vera liðveislan hennar og þegar það hefur tekist þá er ég alltaf jafn undrandi að einhver fáist til starfsins því launin eru bara brandari og í flestum tilvikum á er viðkomandi að mennta sig innan fötlunargeirans. Heyrði frábært viðtal við Freyju á Bylgjunni á sunnudagsmorgun, sem er öllum stundum bundin við sinn hjólastól þar sem hún segist sjálf fá að ráða þær manneskjur sem vinna með hana, erfitt verk en þessu stýrir hún sjálf
Ein grátleg saga af kerfinu: Dóttir mín býr í sjálfstæðri búsetu eins og það kallast, ekki sambýli, en þjónusta er tiltæk 20 tíma á sólahring...já bara 20. Hún þarf alla hjálp ...kemst ekki fram úr rúmi, klæða sig, wc. ferðir, böðun, og meira og meira. En hún þarf enga hjálp við að hafa gaman af lífinu og það gerir hún stöðugt, stjórnar sínur græjum, tölvum og heimabíóinu með fjarstýringu úr hjólastólnum sínum. Ferðast þegar hún nær að safna fyrir sig og hjálparmönnum. Ekki hægt að vorkenna þessari stelpu En semsagt hún vildi láta setja upp betri dyrasíma. Var með síma eins og flestir þar sem lyfta þarf tóli og ýta svo á taka til að hleypa inn..nei þetta gekkk ekki upp svo fyrst var sett upp kerfi þar sem hún gat opnað úr stólnum sínum og þá fyrir hverjum og einum.
Hún fær dyraat eins og aðrir og svo er til fólk sem misnotar sér svona aðstæður fólks og það hefur hún fengið að finna fyrir. Svo hún sótti um til TR að fá betra tæki þar sem hún geti séð þá sem koma,,,myndsíma. TR var til í að borga 25% í síma og uppsetningu en það ódyrasta var þá að dóttir mín borgaði 45000. Þar þurfti hún samt að opna með fingunum til að heyra rödd viðkomandi...en ekki séð það og það var bara ekki nógu gott svo hún tók besta tilboðið þar sem hún sér viðkomandi í tölvunni sinni um leið og er hringt á bjöllunni fyrir utan og getur þá ráðið hvort hún hleypir inn eða talar við viðkomandi. Tækni sem hentar hennar fötlun og hún getur stjórnað sjálf. Þarna borgaði dóttir mín 200.000 í þessu apparati öllu. Góðir aðilar styrktu hana og þar með gat hún látið drauminn rætast um að vera örugg á sínu heimili. Þetta fannst fólki sem vinnur hjá TR bruðl...
Ef einhver þekkir einhvern sem hefur áhuga að vinna með fatlaðri ungri konu þá endilega benda á hana dóttur mín. Vinnan felst í því að fara með henni í Kringluna, á kaffihús, bío eða hanga heima og kjafta og horfa þar á danskar myndir. Ákjósanlegt ef viðkomandi hefði áhuga á danskri menningu.
Svona í lokin..hélt ég væri að verða betri,,,veit varla hvar samt en ég fór í jarðaför hjá fyrrum tengdapabba mínum, hlýjum og örlátum manni sem gerði allt fyrir alla og eftir á þá var augsýnilega of erfitt að sitja svona lengi í sömu stellingunni.
Heyrði í forfallakennaranum mínum líka í gær og hann er búinn að segja upp Þetta fer að verða spennandi skólaár fyrir stjórnendur er reyndur maður sem unnið hefur bæði kennslustörf, verið stjórnandi og kennt í unglingadeild er að gefast upp á skólastarfi eins og það er í dag. Ég hér heima og hef lúmskt gaman af...mínir yndislegu nemendur gera aldrei neitt..algjörir englar...en gera hann andsnúnan kennslu!! Kíkji í atvinnuauglýsingar svona við tækifæri..hmm.
knús
Vinir og fjölskylda | Breytt 11.10.2007 kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.10.2007 | 11:14
Litlu börnin mín orðin stór!
Móðureðlið er sterkt afl og það er ekki neitt sem maður vill frekar en að vernda börnin sín...en börn verða ekki alltaf börn heldur sjálfstæðir einstaklingar með sínar skoðanir á lífinu. Nú eiga litlu börnin mín tvítugs afmæli..og ég verð að vera svolítið upptekin af því að þau eru orðin fullorðin.
4 og 5 merkur voru þau við fæðingu en nú er gæinn orðinn hátt i 2 metrar og prinsessan kvartar yfir að vera of lágvaxin. Nei við fáum ekki allt sem við viljum í lífinu en hún er þó að láta drauma sína rætast og þó það sé sagt við hana í Afríku að hún sé varla belju virði þá mundi ég gefa ansi margar beljur fyrir að geta kysst hana og knúsað í tilefni dagsins! Bæði eiga við sína fötlun að stríða.. og taka sínar ákvaðrðanir og verða sjálf að taka afleiðingunum.Prinsinn minn ætlar að baka köku fyrir stóra bror og vill setja kerti á...hmm já fyrir hann er þau sko ekki orðin neitt fullorðin.
vi ses!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2007 | 16:44
Katarína
3.10.2007 | 14:25
Reiðtúr á strút..hvað næst?
Nú verður bara allt bleikt í einhvern tíma vegna átaks um að vekja almenning til umhugsunar um brjóstakrabbamein og ég hvet ykkur til að lesa www.bleikaslaufan.is
Mér gengur bara ágætlega held ég að leika sjúkling en afleggjarar eiga e-ð erfitt með það. Minn ektakarl dekrar við mig eins og hans er von og vísa...og held að þetta sé eitthvað sem hann sér í hillingum. Hafa mig í rúminu allan daginn, slappa og sjúskaða. Hann er að fara í sína myndatöku á föstudag en skapið hjá honum undafarnar vikur hafa einmitt sagt mér það að hún væri á leiðinni. Hann fær vonandi niðurstöður sama daginn. Litla systir kom færandi hendi með margsskonar varning og allt í grænum lit. Fékk froska sokka sem æpa á mig allan daginn því þeir eru svo skrautlegir..en ég er ekkkert að reyna að kyssa þennan frosk! Nú hlakka ég bara til að geta gefið mér tima til að hitta stoltið mitt, elsta afleggjarann á kaffihúsi og þurfa ekkert að vera að flýta mér..hún er í því að senda mér myndir og þætti sem ég á að horfa á. Heimasætan í Afríku...ohh það sem hún er að prófa...ég fór að skellihlæja af lýsingum hennar á strútareiðtúr sem hún og vinkona hennar prófuðu en mér er það ómögulegt að gera tengilinn hennar virkan hér á síðunni,,,en held áfram að reyna.
knús