Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Hæfileikarík kella..hetjan mín!

katarína og barnkatarína og vatn

 

 

 

Tvö ólík hlutverk sem Katarína er sérfræðingur í, heilla börnin og svo dæmalus óheillakráka eða hvað..er vatnið ekki dýrmæt í Afríku.  Þarna var hún að reyna að hella úr 5 lítra kút í hálfs lítra flösku og allt fór yfir hana. ...þarna þekki ég mína stelpu InLove  Er búin að bóka flug fyrir hana heim 17.des. svo ég get ekki tekið hana heim með mér vegna þess að hún þarf að sinna fleirum þarna úti en hún ætlar samt að reyna að sinna mér eitthvað.  Verst að hún missir af að mála piparkökur með litla bror en hann kvartar undan því að búa á eina heimilinu sem engin gerir e-ð jólalegt með barninu sínu..honum!

Reyni því að standa mig vel í því eins og öðru en ömmustrákur er svaka spenntur og syngur jólalög út í eitt ásamt því að segja mér hvað ég eigi að kaupa handa honum.  Ætlum líka aftur að leita uppi Tóta tannálf en hann er í spes uppáhaldi hjá ömmu og ömmusyniHeart

Hafið það sem allra best!

Hugs 


Heimasætan á leið í heita sturtu

 Yngsta dóttirin er fundin...komin til Jóhannesarborgar og ætlar að vera þar í viku.  Búin að fá nóg af að sofa efst á dýraskítshrúgum...og það að komast ekki í sturtu....en tæpt er það að hún hafi tíma til að hitta mig í London. W00t  Hlakka samt svo til að vera með systu minni og leita upp ævintýri!!!

Mæður þurfa að hafa þrenn augu. Ein til að sjá í gegnum lokaðar dyr, önnur í hnakkanum og svo auðvitað þessi á sínum venjulega stað til að horfa á barnið sitt þegar það gerir eitthvað af sér, augun sem segja: "Ég skil þig og mér þykir vænt um þig," án þess að mælt sé orð frá vörum.
Erma Bombeck.

Fékk þessi orð send í dag frá vinkonu sem veit af erfileikum annara fjölskyldumeðlima....sem á einhvernhátt eru endalaus...ömmusonur fluttur inn og bara það eitt getur gert lífið ansi flókið.  Oft gott að minna sig þá á að þetta er bara sagan endalausa..eitt ævintýri og eins gott að lifa  og taka þátt í því.  Sögur geta oft verið langar og alltaf e-ð nýtt sem droppar upp.

hugs 


Týnd og tröllum gefin...

Hver dagur telur...er dýrmætur og ég er að reyna af öllum mætti að njóta hans. 

Með tvo stráka upp í rúmi, annan sem segist vera strákurinn minn á meðan ömmukarlinn segir "amma ég er drengurinn þinn,,   en báðir elska það að liggja upp í rúmi með mér  og jólamynd í tækinu

smeil 4

.

 

Bíð enn eftir að heyra í heimasætunni í Afríku...týnd í svörtustu frumskógum og veit ekki enn að mamma gamla er að koma til London að sækja hana. komin tími á að hún fái einhvern með sér á röltið og taki að sér að halda á töskunum hennar.    Bíð spennt eftir fréttum og öskrum í símanum....yes mamma ertu að koma.

Jólaserían var sett upp eftir að margir bloggvinirnir töluðum um hlyju og yl í hjartað eftir þann gjörning?..og viti menn.....hlýjan kom og hugguleg heitin!

                         KATARÍNA.....hvar ertu ?InLove

            

 

 

                                                                        
 

 


Allir sem brosa

ohhh Kata systirJæja ferðalangur!  Við frænka þín ætlum að koma til London að sækja þig og hjálpa þér að komast heim á ný.  Tímbært að setja upp brosið og njóta þess sem maður hefur og það er nú ansi margt sem er að gerast hér í kringum mig.  InLove  Góð vinkona fær húsnæðið lánað á morgun til að halda hönnunarsýningu á afurðum sínum svo ég ákvað að bjóða kellum til mín sem hafa brosað til mín síðustu vikurnar....úpps þær eru margar svo ég hlakka mikið til....piparkökur og jólaglögg í boði.

SmileTounge

 


Afleggjarar...köflóttir núna!

Stundum eru vonbrigðin það mikil að líkaminn bregst á furðulega hátt við öllu áreiti.  Áreiti sem margir aðrir mundu kannski ekki kalla neitt neitt!   Kannski þetta séu ekki vonbrigði...frekar sorg í margföldum skammti eins og að fá fast spark aftur og aftur í magann og vera aum lengi..lengi á eftir.  Marblettirnir jafna sig svo á nokkrum dögum og á einhvern hátt er maður ekki samur á eftir.  Ég leggst í hýði....vill ekki tala við neinn og allir eru mjög leiðinlegir í kringum mig.  En sem betur fer fyrir alla þá á einhvern hátt finn ég mig aftur í öllu ruglinu og er til í baráttuna á ný.  Hún er mjög veik stelpan mín og aftur og aftur upplifi ég það að það er ekkert sem ég get gert til að henni batni.  En ég get gert margt annað og það ætla ég að reyna að gera. 

Kraftakarlinn minn var heimsóttur í dag....farinn að búa með vinapari sínu og þarna voru þeir vinirnir í sófanum með sitthvora fjarstýringuna ...í Playstation ...eins og ég upplifi oft með yngsta son minn og vini hans nema þarna voru ungir menn... 12 ár á milli þeirra bræðra en þetta geta þeir gert saman og skemmta sér vel.  En gott mál þvi þarna reynir á og ekkert elsku mamma það er ekkert til í isskápnum. Halo 

Ömmustrákurinn er hér og verður líklega áfram svo ég tók upp fyrri iðju að fara í sund eftir kvöldmat við mikinn fögnuð sonar míns. Þeir hlaupa þarna um eins og á heitu sumarkveldi á meðan ég ilja mér í heita pottinum.  Svo gott að koma  heim á eftir þar sem minn ektamaður er búinn að kveikja á kertum og tilbúinn með nýtt ævintýri fyrir þreytta drengi á meðan ég pikka  þessa færslu inn.

 Heimasætan í Afríku er að upplifa þvílík ævintýri..er yngst í tuttugu manna hóp..og örugglega sú eina sem er fötluð í hópnum...Shocking úpps þetta vill hún ekki heyra....en miða við allt það sem reynir á hana þá held ég að margur ófatlaður maðurinn væri búinn að gefast upp..heyr heyr mín kæra!   Stelpan ætlar eftir ferðina að fara á flakk til Jóhannesarborgar en flýgur ekki til London fyrr en 3.des.  Ferðaplanið er hún með á sinni heimasíðu en tengillinn er hér til hliðar inn á hana.  Á morgun ætla ég á fund míns yfirboðara og biðja um frí til að ná henni heim.  Ég kem og næ í þig stelpa.

Prinsessan danska.....elsta dóttir mín...yndið mitt fallega eins og ég sagði við hana í gær...og hún sagði í alvöru mamma...er ég falleg. HeartHeart  Frábært að koma við hjá henni og stelast í molana hennar..og fá aðeins að dekra við hana.....en ekki að hún kalli það dekur að tannbursta hana og nugga hita í kaldar fætur.  Verst að það sé ekki farið að framleiða hjólastóla með hitahlífum og vindblæstri þegar þess er þörf.  Hún kvartar yfir að ég sé ekki nógu dugleg við að skrifa hér því hér finnst henni gott að fá fréttir af systkinum sínum....kella sem hringir oft í mig...en vill svo lesa um systkini sín...já einfalt og gott.

Með von um einfalda og góða daga

Hugs

 

 

 


Skrýtnir dagar

crasyNú er heimasætan lögð af stað í ævintýraferð sem stendur yfir í 3 vikur..ekkert símasamband...en elsku mamma..ef þú færð sms frá þessu númeri þá verður þú að hafa samband við höfðuðstöðvarnar og ath. með mig.  Já já hugsaði ég ..þá er bara eins gott að ég fái ekkert sms!  Hvar þessi kella fær þetta þor og þessa elju að takast á við þetta erfiða verkefni.  Allir búnir að segja að hún hefði ekki þá líkamlegu burði til að fara í þessa ferð..en hvenær hlustar hún á þá..og eins gott að þeir skilji hana ekki eftir í miðju klettaklifrinu eða selji hana fyrir eina belju eins og tíðkast á þessu svæði.

Systir hennar komst að á Vogi sem er yfirfullt að venju og nú er bara að sjá til hvað hún er tilbúin að leggja á sig til að ná bata á ný....en í þessum málaflokki eins og öðrum eru vandamálin mörg en lausnirnar fáar.  

 Vinnan hafin að nýju hjá mér og mér sýnist á öllu að það þurfi mikla tiltekt á svæðinu.....reyndar á öllu svæðinu en e-ð þarf nú að fara að gerast svo allt besta fólkið fari ekki að yfirgefa skipið.  Fer að sjá það í hillingum að fara í Húsdýragarðinn mörgum sinnum í viku..LoL einmitt!  Er gott kaffihús þar?

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband