Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Ekki kveðja árið...þakka fyrir árið!

Afhverju æsa fjölmiðlar sig alltaf upp og telja okkur almúganum trú um nauðsyn þess að kaupa flugelda af björgunarsveitum.  Þetta eiga að vera auglýsingar en eru settar í dulargerfi sem fréttaefni.    Hvað með hávaðan,draslið og alla aðra mengun sem af þessu hlýst.   Málstaðurinn að styðja útkallsveitirnar okkar....og kaupa ekki af svikurunum sem eru að safna fyrir nýjum jeppum í flotann.

Það er ekki langt síðan flugeldar voru framleiddir hér á landi...og eru kannski enn.   Það eru um tuttugu ár síðan stórslys varð í verksmiðju á Akranesi...þar sem fólk dó.  Vitum við e-ð um það hverjir eru það sem framleiða þetta drasl sem við eyðum stórfé í....engin hugsar um það.   Frá þvi að ég man eftir mér..þá hef ég aldrei haft gaman að þessu....fara út og kveðja árið....afhverju árið.....?     Margir í kringum mig segja að ég sé ekki skemmtilegasta manneskjan á þessu kveldi....en svona er ég...ég er ekki sú sem fer út..dúðuð og segi váá´´aaa...við hverju skoti sem karlinn skýtur upp.  Held samt  að ég hafi einhver áhrif þetta árið..og ekkert verður verslað.   Allt í lagi að hugsa svolítið út í þessi mál.  Veðurspáin er ekki góð....svo vonandi!

monkey_smile


Vonin er stillt...

Vika liðin síðan heimasætan kom heim.. og stjupdóttirinn komin frá Danmörku með kærastan og það er eins og hvirfilbylur hafi gengið yfir heimilið...fylgir líklega fleirum í heimili og þetta ástand minnir mig oft á jarnbrautastöð.  Hér áður fyrr var þetta viðvarandi ástand en núna er erfitt að kenna gamalli konu..mér...að taka upp fyrri siði.  Ég er líklega orðin vön of góðu...hafa kallinn til að dekra við mig..og einkasonurinn dúllast á milli okkar!  Mikill galli hjá mér að vera að stjórnast í öllum en ég þurfti að taka yfir þegar ég heyrði veikindasögu af danska tengdasyninum.....og sendi kallinn beint með hann upp á slysó þar sem hann fékk meðferð undir eins.  Heimasætan ákvað að fara strax að vinna og þar sem ætlunin er að læra sálfræði þá ákvað hún að hafa samband við leikskóla og jú allir vildu þeir hana en Hagkaup bauð betur...og þar er hún frá 10-10....og ferðataskan, óhrein föt og allt annað bíður betri tíma!

Þar sem ömmusonur hefur haft búsetu hér undanfarið þá hafa hlutverkin á heimilinu aðeins breyst og allir hafa þurft að aðlagast.  Mamma hans enn í meðferð en fær að koma heim annað kvöld, borða með okkur og knúsa okkur öll.  Núna í kvöld kom föðurafi ömmustráksins...en það eru heimsóknir sem ég tek inn á mig....er ömmusonur þeirra en þau sjá hann aldrei nema á afmæli og um jól.  Segi alltaf að þetta sé það besta sem faðir hans hefur gert fyrir drenginn....það er að láta hann í friði á meðan hann er í neyslu.  Koma tímar  og þá betri tímar.    Hann fékk risa pakka frá þeim og ég leyfði honum að opna hann með frænda sínum og þeir eru á fullu í lögguleik hér á gólfinu.....kannski von til þess að stráksi sofi lengur en til sex í fyrramálið.   Hin ömmusonur er hjá pabba sínum og gisti líka hér í fyrradag...og þá var kátt í höllinni.

Í dag fékk ég svo fallegar gjafir frá vinkonum og enn fallegri kort frá þeim.....í bókinni sem ég fékk er á fyrstu blaðsíðunni....Ekki fer ég að leggjast niður og láta erfileikana troða mig niður og á disknum sem ég fékk er lagið fallega When I think of angels.   Ég á eftir að knúsa þessar kellur vel og lengi....því þetta fór inn að steinhjartanu í mér.  HeartHeart...og hitaði gleymd svæði upp.

knús 


Ugla sat á kvisti....og það varst þú!

Loksins....kella komin frá Afríku og þarna áttum við stefnumót og ég gaf svangri ungri konu að borða!   Hún hafði..það liggur við að ég segi að sjálfsögðu..verið rænd.  Öll kort, myndavél nr.3 og peningar á veitingastað þar sem hún átti eftir að greiða fyrir matinn .  Hún gistir hjá vinkonu í London og ísskápurinn tómur og þarna kom ég með kort handa henni að heiman svo hún gat farið að gera upp skuldir sínar.

DSC02005Frábær tími hjá okkur systrum með dottlunni minni í London...stóri bróðir hafði pantað borð fyrir okkur á Argentísku steikhúsi og nammi namm...annað eins hef ég ekki prófað.  Leikhús og verslað...er hægt að hafa það betra..og ég meira að segja með slökkt á símann mestan tímann.   Ef einhver fer svo að vorkenna sér yfir þungum töskum, peningaleysi..smá slysum.. þá segi ég og hvað með það. Hetjan mín sem er spastík hægra megin í líkamanum...tröslast þetta..upp og niður stiga og oftast nær segir hún að einhver góður kemur og hjálpar henni..oftast nær..hmm...dettur...hrasar..slasar sig og er rænd.  En er að lifa lífinu..gera það sem hún vill gera...og oft gera eitthvað gott fyrir aðra.  Stolt mamma!

Hinir afleggjararnir mínir eru enn....líka að gera múttu sína gráhærða.  Ömmustrákur aftur kominn í hús en mamma hans vildi meiri hjálp og sem betur fér þá fékk hún hana en ekki lokað á hana.  Kemur ekki fyrir jól...þarf að vinna miklu meira í sínum málum og fær vonandi tækifæri og er með vilja til þess.  Segi stundum að ég þyrfti að flytja í burtu..þar sem ekki væri hægt að ná í mig...líklega á eyðieyju.  En ég ræð hvað ég tek að mér og ekki þannig að mitt val ræður ríkjum....eigingirnin mín og ég er ekkert að reyna að vera ómissandi.  Lífið alltof dýrmætt til þess.   Góðir vinir gera líka kraftaverk og það er nóg af þeim. 

HugsInLove


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband