Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
30.9.2007 | 22:41
Er endilega allt gull sem glóir?
Aum og þreytt eða þreytt og mjög aum...er að reyna að ákveða mig en já nú er skartgripaskrínið horfið. Doksi minn horfði á mig hugsi þegar ég spurði hann hvort ekki væri ætlunin að sjá vel um þetta skrín sem hefur hýst mína demanta. Hmm jú við skoðum þetta vel og þú færð niðurstöður eftir svona tvær vikur. Ég hugsa vel til hjúkkunar sem gaf mér...hmm..líknandi sprautu við verkjum...hinar vildu allar troða í mig töflum og sjá svo til...og anskoti þurfti ég sjá lengi til...og svo kom hún aftur á vakt! Þetta er allt að koma núna...þurfti aðeins að pústa út þegar ég kom heim. Villingurinn hafði haldið teiti kvöldið áður en ég kom heim... já þið megið rasskella hann.. lyktin var ógeð fyrir mig með mína ógleði en samt hafði minn ektamaður þrifið það mesta...svo ég tók eitt stk. létt kast yfir drenginn. Lagði mig svo ...þurfti aðeins að hugsa hlutina upp á nýtt..vaknaði full af orku sársvöng og heimtaði minn mat. Frekja..en svona var þetta á spítalanum, kom bakki með mat og þrátt fyrir ömulega líðan þá tók ég bita og bita og hugsaði þetta sem orkufyllingu.
Nú hlakka ég til að kíkja í pokann sem vinkona mín gaf mér með öllum slúðurblöðum mánaðarins, eitt á dag kemur skapinu...kannski í lag. Þessi elska kom með ávaxtkörfu fulla af blóðauðgandi vitamínum og öll þessi nýju blöð, fór í apótekið og breiddi síðan yfir mig og sagði mér að fara að slaka á. Harður nagli sem glóir af góðmennsku ef hún veit að einhver þarfnast þess.
vi ses
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2007 | 21:40
Skrýtnar sögur
Róleg heit...hvað er það? Upplifi það oft eins og ég sé í erfiðri fjallgöngu...mikil áreynsla og það eina sem ég kemst að er hvar er lautin. Lautarferðir þegar ég var yngri snerumst um okkur systkinin og það sem mamma hafði útbúið í nesti. Í gær var erfið brekka.....mikið álag í vinnunni, sonurinn kominn heim með fullt af spurningum, prinsessan ekki að skilja það að ég væri ekki komin yfir til að sækja gjöfina mína, ömmustrákuri á vergangi og svo kom símtal frá Afríkunni um að heimasætan hefði slasað sig. Um leið og allir þessir voru að reyna að ná tali á mér var ég að undirbúa viðtöl við foreldra, fara yfir bókhald með samstarfskonum mínum, setja annan í starfið og reyna að gleyma því hvað væri framundan Það tókst í gær! Get hlegið af því núna að mitt í öllu ruglinu í gær þá þurfti ég að tala við minn fyrrverandi vegna heimasætunar að þá hringdi ég fyrst í minn ektamann og skellti svo á hann þegar ég fattaði að ég var ekki að tala við rétta manninn. Já svona er að fylgja ekki beinu...sléttu línunni í lífinu..þá fær maður svona erfiða fjallgöngu öðru hvoru. Daman í Afríku hafði (bara) skorið sig ansi illa á glerbroti á einni tánni að ekki var hægt að loka sárinu og hún á ferðalagi í sveitaþorpi fyrir utan Cape town. Mamma þetta bjargast sagði hún..og ég verð að treysta því.
Góð vinkona í vinnunni sagði mér að vera stillt við læknana því allir muna eftir óþekku börnunum..hmm og ekki vil ég láta þá muna eftir mér.ónei! Einn bjór með vinkonu og bókhaldið kláraðist í kvöld..vantar bara einn stimpil. Freistandi að fara að gera eitthvað meira en held að ég sé á besta staðnum...upp í rúmi með guttann minn sofnaðan við hliðina á mér.
hugs!
21.9.2007 | 16:28
Söknuður
Nú þegar styttist i það að sonurinn komi heim þá hellist yfir mig þessi tilfinning um að hinn helmingurinn af honum eigi lika að koma heim. Kannski tengist þetta bara kviða...um að allt eigi að vera i lagi hjá henni og það er svo langt i hana. Hún tekur strætó og þarf svo að ganga ansi langt i vinnuna og svo aftur tilbaka i gegnum ekkert of gott hverfi...og er því að hugsa um að skipta um vinnustað.
Hef helgina til að njóta mín...slaka á og hafa Brekaling i fanginu í kvöld....eftir helgina kemur víst ný vika...með nýjum áherslum
vi ses!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2007 | 16:55
Vog i Afríku !
Litla hetjan mín...hin vogin mín... er farin að vinna í skóla fyrir einhverf börn og segir það vera svolítið yfirþyrmandi. Það er nu ekkert skrytið...en vona samt að hún geti líka skemmt sér...og hlegið þarna með hinum sjalfboðaliðunum...oho það var svo gaman hjá okkur aður en hún fór út. Ég get ekki hringt i hana og siminn minn neitar mér um að senda henni sms.
Vika i aðgerð og min að gugna á þessu...ef það væri bara hægt að fá eina töflu og óó-ið farið!
Knus
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2007 | 17:41
Já hlæja bara meira
Stjörnuspá
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2007 | 18:12
Góðir timar
Bjartir tímar framundan hjá afleggjurunum minum..og kannski kominn tími til. Prinsessan að fara i sina fimmtu ferð til Danaveldis með aðstoð og gott folk sem styrkir hana eina ferðin enn...nóg til af góðu fólki og ekki gefst mín upp þó erfitt sé! Námsmaðurinn er að fara á kostum með unga fólkinu í FB...hálf skammast sín fyrir að skila heimavinnu á réttum tima og furðar sig á hvað unglingar eru latir...hm hún sem var að skríða yfir mörkin. En það er frábært að henni finnst þetta líka gaman og hún skemmtir sér yfir furðulegum kennurum og enn skrýtnari nemendahóp. Dugleg kella !
Kraftakarlinn minn er að ljúka afplánun og kemur heim til mömmu eftir 10 daga....hann hlakkar mest til að fá sér að borða þegar hann vill...ganga í ísskápinn um miðja nótt og fá sér snarl og knúsa múttuna sína oft og lengi. Veit ekki hversu dugleg ég verð að fylla á ísskapinn en hann fær sinn eigin skáp í bílskúrnum sem honum finnst geðveikt.. Systa hans er i Afríkunni..og að lesa bloggið hennar þá fer svona léttur hrollur um mig...en hún er að lika að láta drauma sína rætast...og þroskast bara allvel í gengum þetta. Hún býr þarna hjá eldri konu..í rammgirtu húsi og sjálfboðavinnan átti svo að hefjast eftir helgi.. Litla prinsinn..örverpið og dekurboltinn en það kalla systkini hans hann...skoðar kortabækur á fullu og fylgist grannt með systur sinni. Hann hlakkar lika mikið til að fá bróður sinn heim.. en allt vesenið í kringum hann..hefur prinsinn ekkert verið upptekinn af...en talar samt um að hann voni að bróðir sinn hætti að vera villingur. Stjúpsynirnir eru að gera það gott í fotboltanum en sá eldri er með systur sinni í FB en báðir eru að fara til USA....að versla...svo ég verð að fara að gera óskalista. Svo eru það ömmustrákarnir..knúsararnir mínir...hlaupa alltaf i fangið á mér og gefa mér klemmukoss. Vilja báðir koma til ömmu en prinsinn minn á stundum erfitt með að ná athyglinni..og á erfitt með þetta . Ég fer i námið mitt....veikindaleyfi og alles... eftir 2 vikur og fer að verða tilbúin að hanga svona heima...er að viða að mér bókum og spólum. En get ekki sagt að ég hlakki til.
Knús
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2007 | 17:09
Ekki gleyma múttu
Kellingin sást inni á msn..inu..var það ekki..og systa hennar lét mig vita að stúlkan væri á lifi!!Eins talaði hún svo við föður sinn áðan..talaði hann í kaf..hvaðan sem hún hefur þann hæfileika.Knús
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2007 | 16:36
Hugrakka heimasætan min!
Þarna er hún einhversstaðar litla kellingin mín. Suður Afríka here I come. Hún pakkaði niður á siðustu timunum og minn maður keyrði hana svo út á flugvöll á laugardagsmorgun..en hvar er hún nú. Planið var að fljúgja til London -Madrid -Jóhannesarborg- og komast til Cape town..semsagt í gær..hún er þarna neðst á þessu korti...eins suður og hún kemst. Meðan ég var að farast úr stressi á efri hæðinni þá var hún bara i rólega gírnum og á endanum gafst ég upp og fór niður til að yfirfara handtöskuna hennar. Hafa reglu á óreiðunni! Knúsaði hana svo fast og lengi en vissi að það þýddi ekkert fyrir mig að skutla henni á völlinn..sniff..sniff. Þarna ætlar hún að una sér við sjálfboðavinnu og þá helst að leika trúð...í alvöru. Sagðist ekki vera viss hvenær hún komi komi aftur en líklega fyrir jól Litli bror lét hana lofa sér að fara ekki nálægt ljónum og alls ekki í sjóinn en hann gaf henni bland í poka sem ferðafélaga. Svo nú bíð ég bara eftir að heyra i henni...annað kemst ekki að...en er líklega sest að á góðum kaffibar og ekkert að stressa sig á þvi að múttan hennar vill vita hvort hún sé komin á áfangastað.Ef þetta er ekki hetja.. huggs
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)