Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
24.1.2008 | 14:15
Félagsheimili og fjör
Leiðin til þroska er skemmtileg og alltaf e-ð sem kemur manni á óvart..því er ekki að neita að sumu mundi jú kannski vilja sleppa....en ef þetta allt eykur þroska þýðir það ekki að ég sé ansi þroskuð?? En þetta er svona og ég þarf ekkert að vera að erfiða við að breyta þvi heldur bara halda áfram að reyna að hafa gaman af þessu öllu..og það að hlæja af þessu öllu það er á við besta meðal.
Allt í einu á ég nýtt barn...eða hvað..því elsta dóttirinn skipti út föðurnafni sínu og er núna komin með sama föðurnafn og tvíburarnir í fjölskyldunni. Ekki allir ánægðir með þá þróun skilst mér en hún kallar allt það fólk bara aula. Elsti sonurinn kom á hnjánum og bað um húsaskjól á meðan hann reynir enn að koma undir sig fótunum og þá var ég bara ekki tilbúin að taka erfiðar ákvarðanir og er enn með þetta á ís...en hann er að standa sig og hefur lúmskt gaman að að heimilið er orðið eins og áfangaheimili...útivitartími og alles! Eiginmaðurinn talar um að svenherbergið sé orðið eins og samkomusalur og viti menn...enn er nóg pláss og þar sem hann sofnar snemma þá geta mýsnar farið að leika sér og þá er minn besti í símanum að ráðskast um heimilismenn og þeirra vandamál. Katarína stóð sig frábærlega við að vera túlkur þegar við vinkonurnar tókum á móti ítölskum og spænskum kennurum og sýndum þeim land og þjóð. Hún var líka gerð að heiðursborgara í Padova og henni boðið húsakjól og hjálp við hvað eina. En núna er hún að skipuleggja ferð til Víetnam og það í fjóra mánuði....hjálpi mér !
Ömmustrákur er kominn með rúmið sitt í hornið hjá ömmu en skriffinskan hjá Barnavernd og fleirum í kringum svona mál eru leiðinleg..og leiðinlega hluti geri ég helst ekki. Ef fólk vill hitta mig þá gjöra svo vel að koma til mín því ekki tek ég frí frá kennslu til að sinna svona málum...líklega ekki nógu áhugaverð fyrir ljónynju eins og mig. Nóg að gera í vinnunni...mikið álag og gæðin minnka með hverri kennslustund sem kennarar bæta á sig. Er að komast á þá skoðun að leggja allt batteríið niður að byrja að nýju. Þjónustumiðstöðin í hverfinu sagði já við umsókn minn i um kæra sála...en hvað annað hægt að gera við konu eins og mig
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.1.2008 | 23:11
Margt, mikið og flókið
Ömmustrákur heldu mér alveg við efnið..og passa vel upp á það að eg fari snemma að sofa.. með honum sko...og hann í afaplássi!
Við áttum frábært frí...huggustundir með öllum börnunum voru margar,,,og ljúfar. Eldri sonur minn bauð mér að horfa á mynd þar sé ég á v´sit að leika aðahlutverkið... að honum finnst. Freaking friday heitir hún og þið verðið að kíkja á hana ða sjá mig kynbombuna taka mín góðu köst á þá sem ekki hlýða. Þarna er augsýnilega verið að taka hluta af mínu lífi...og tif taf,,,bíómynd komin út.
Næsta helgi fer í það að fara með köllunum mínum á Manchester leik...og lagt verðu í hann a´föstudag. Báðir áttu þeir afmæli, annar 45 ára og prinsinn 9 ára þarna úti. Ömmusonur fer þá til pabba og litla bror en þetta á að erfitt fyrir okkur bæði þvi við höfum aðlagast ansi vel.
Svo er ég nú alltaf að gera e-ð sem kryddar mitt líf...og eins og er þá eru það félagsstörfin sem heilla..vona að það verði einhver spenna þar í gangi. Lífið er alveg dásamlegt ef maður tekur einn munnbita í einu. Gullmolarnir í kringum mig enn fleiri....nú tala ég um nemendur mína..en hjá þeim birtir oft upp hjá þegar ég hitti þá, duglegir nemendur með metnað, áhuga að gera vel og oft á tíðum bráðskemmtilegir
Frétti það líka í dag að spurningarlið skólans hefði unnið í gærkveldi...jam ekki við öðru að búast ...mínir eldri nemendur
Nóg að gera á morgun....taka svolítið til í óreiðunni en það er visst kerfi á henni...hjá mér þó það sé stillt á random upp í höfði.
knús og hug
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)