Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
23.11.2008 | 18:13
Spara kraftinn segir þjálfarinn
Hér er ömmusonur að teygja á ...áður en átökin hefjast!
..Nú fer að koma að honum...og spenningurinn leynir sér ekki. 60 metra spretthlaup og langstökk var framundan
Hér er hann á fullri ferð í 400 metra hlaupi og varð fjórði í sínum riðli. Þjálfarinn var búin að leggja línurnar með að spara kraftinn fyrri hringinn og minn maður mundi það og gaf svo allt í seinni hringinn
Stoltur ungur maður með sitt á hreinu.
21.11.2008 | 23:30
hvað er það með vonina
Von...hvað er von..von um e-ð...betra eða von um að allt verði betra..von um að þetta óþægilega hverfi og von um að maður geti gleymt..von um morgundag.
Hver dagur býður upp á svo margt skemmtilegt..annað ekki og margt af því kemur upp í hendurnar á manni en annað hefur maður val um. Að læra að meta hið smáa...er líka e- sem læðist að manni og með tímanum eru það þessir litlu hlutir sem gera allt.
Ónot í maga og að hafa e-ð á tilfinningunni..e-ð sem erfitt er að festa hendur á en svo kemur það...í gær hringdi síminn.. og dapurleg rödd segir ... mamma mín ég er fallin.. en ég er komin inn á Vog. Já einmitt segi ég eins og þetta hafi akkúrat verið það sem ég beið eftir. Eftir klukkutíma hringir síminn aftur og nú er það grátandi rödd....mamma mín..ég get þetta ekki..ég get þetta ekki.
Það var aum kerla sem leit á ömmuson sem beið í dyrunum, spenntur eftir að fara á æfingu og ég beit í það súra og hugsaði...assskotin, ég ætla ekki að hugsa ekki um þetta og saman fórum við á æfingu þar sem þessi litli gutti fór að æfa fyrir mót sem er í fyrramálið. Seinna....eftir margar veltur í rúminu..berjast við að hætta að hugsa þá hringdi síminn aftur og nú sagði flatneskjuleg rödd, hæ mamma mín..vildi bara segja þér að ég er komin út..og er búin að fá minn skammt...ég lagði bara á!
Ég er uppfull af von....þarf ekkert að halda í hana en sumir dagar mega eiga sig og morgundagurinn kemur með sitt. Sá litli að fara á sitt fyrsta mót og svo stefnum við að fá kökulykt í húsið....
...
13.11.2008 | 11:54
björg í bú..
Að fá eitt svona stykki á eldhúsborðið vakti ekki mikla lukku hjá öllum heimilismönnum en húsmóðirin gerði að greyinu og sá fyrir sér heljarins veislu með vinum og vandamönnum. Sjómaðurinn dró sem sagt björg í bú en neitar alfarið að læra að flaka eða gera að þessum skepnum....og ekki vill hann leggja sér þetta til munns!
Sjómennskan hefur kennt honum mikið og ryður hann úr sér fróðleik um skepnur hafsins eins og hann hafi ekki gert neitt annað alla tíð.
9.11.2008 | 00:01
skömmin sefur...
MRI mynd segir allt með kyrrum kjörum og við ýtum þessu máli út af dagskrá þá í þrjá mánuði...nóg af öðru skemmtilegu til að sýsla með. Skammtíma...minnið ekki upp á sitt besta sem gæti verið kostur fyrir marga en ég efast oft um mína geðheilsu. Minn ektakarl vill oft meina að ég hafi bara aldrei sagt þetta eða gert hitt...og hann hafi bara ekki átt að ná í soninn þangað.. alveg sama hvað hann hafi skrifað niður í minnisbókina sína! Þetta ýtir oft undir skemmtilegar umræður yfir borðum hér um hvort foreldrið er nú ruglaðra.
Fíkillinn minn, dóttir mín hefur átt það erfitt í sinni glímu og við sem áhorfendur erum á línunni þessari sem er örþunn en þolir óumdeilanlega mikið. Ekkert sem við getum gert...ekkert nema faðmað hana og fundið ókyrrðina sem í henni býr og þó faðmlagið sé fast ...svo fast..þá heldur það ekki í hana. Hún er ekki falinn en asssskoti nálægt því og hún fann að hún var að tapa völdum og bað um hjálp. Hún er nú ...vonandi á góðum stað sem vinnur með henni í þessari tröppu sem hún var komin í og vonandi að hún komist í þá næstu..hún verður að komast í þá næstu!
....
Vinir og fjölskylda | Breytt 13.11.2008 kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)