Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hver veit hvað!


YES

Loksins á ég eitthvað sameiginlegt með þessum snilling..sms - reikningar valda mér alltaf vandræðum þegar kemur að ég þarf að borga þá!
mbl.is Ronaldo með milljón í SMS-sektir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiku börnin hennar Evu...

Sick Kom að því að ömmustrákur varð veikur og þá er nú gott að hafa nokkra fullorðna á heimilinu þannig að það varð bara úllen dúlllen doff...hver á að vera heima hjá honum.   Katarína hefur verið í þvi hlutverki í tvo dag og ég komið svo heim um hádegi....já ekki allir svona heppnir að hafa móðursystur í kippum í kringum sig...en mamma hans á þrjár aðrar systur í næsta húsi sem líka er hægt að hóa í....auka sett af ömmum og öfum og frændur sem fara á taugum að vera nálægt þessum litla dreng.  Hann veit líka alveg hvernig hann getur fælt fólk frá sér..kann réttu orðin til að allir fái nóg og neita að passa eða gera annað skemmtilegt með honum.  Hann er haldin ömmusýki...segir það sjálfur í tíma og ótíma...heldur um leið að hann sé að vinna einhver stig inni hjá mér.InLove   Við erum semsagt tvö þrjósk saman...fáum til skiptis að velja myndband í tækið....Star wars og Hugh Grant...góð skipti segi ég.  

Tilitsemi...

Að skiptast á að tala...er það sem ég er að reyna að kenna nemendum mínum og að oft er gott að hlusta og hugsa um það sem aðrir eru að segja.  Þetta hef ég verið að reyna lengi, meðvitað...fer á kaffihús..afmæli eða fundi með það efst í huga að nú segir ég ekki neitt heldur verði góður hlustandi.  Þetta hefur oft verið mjög skondið að upplifa því að sjá þann sem er alltaf að reyna að ná orðinu hækka sig bara hærra til að ná orðinu.  Ég eins og margir aðrir hef gerst sek um að taka orðið að öðrum án þess að meina illt....bara jú frekja!

Núna minni ég mig stöðugt á að ég þurfi ekki alltaf að segja hvað mér finnst..og það er miklu skemmtilegra að fylgjast með atferli fólks.... þeim sem aldrei ná orðinu og hinum sem verða að ná því!

 

 JÖKULL1


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband