Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Einn dag í einu...

Mikil ró er yfir okkur hjónakornunum í dag..höfum setið út á palli með kaffibolla og rætt umkyrrð hugsanlegar aukaverkanir af lyfjameðferð og sumt af því sem við lesum vekur meira að segja upp hlátur þar sem nefnd eru til sögunnar einhver heiti á einkennum sem við höfum aldrei heyrt minnst á áður  Við erum að fara á fyrsta reit í lyfjameðferð og verðum að líta á það sem eitthvað nýtt .. eitthvað sem við höfum sannarlega ekki prófað áður.   Ekki neitt spennandi en samt..vissa um að þetta geri gagn.  Vikan mun  örugglega líða hratt því þó ég sé búin að salta ansi margt og setja minn mann nr. eitt þá eru það öll litlu málin sem samt eru ekkert lítill ... svo það að vera kennari....hvað á það að þýða að hafa skólaárið svona langt GetLost

Mínir menn á leið á fótboltaleik og ömmusonur að fara á samkomu með mömmu sinni og ég stefni á að ljúka einu svona litlu máli hér í tölvunni.

Þar til næst...hugsið á ljúfu nótunum til okkar

senda knús í pósti...

Shocking..misjafnt sem afleggjararnir mínir hafast að...brjálæðingurinn í Víetnam flakkar um ein og skoðarkata..hjólar land og þjóð og ég gat nú ekki annað en brosað þegar ég sá þessa mynd af henni ..enda stóð í texta ..þarna er ég  í hjólaferð með minn einkabílstjóra.   Síðast þegar ég vissi þá gat dóttla mín ekki hjólað og þá er bara ..að redda sér einkabílstjóra!

Verst þykir mér nú að geta ekki sælst eftir henni og gefið henni gott knús  en sent hana svo sömu leið tilbaka..því langþráður draumur er að rætast...sem ég vil nú ekki taka af henni...jamm ást í spilum heimasætunnar Heart.. stefnumót í Asíu...eins gott að hann láti nú sjá sig.

 Minn ektakarl aðeins farinn að vinna...og er eins og lítið barn því það er svo gaman að koma sér af stað á morgnana..og svo er mikið að gera í boltanum að hans tími er fullbókaður...og ekki fer ég að hægja á honum.  Næsta vika verður erfið svo gott er á meðan er.

Þar til næst.. 

 

 

 


..mín hugsun..

Þjóðhátíðardagur Norðmanna í dag og fyrir tuttugu og fimm árum kom ég yndislegri dóttur í heiminn  með lúðrasveit spilandi fyrir neðan gluggann í litlu þorpi í Noregi.  Hún hringdi í morgun með þá tilkynningu að það væri frábært að vera edrú á svona degi..svona degi..var svolítið ör enda mikið að gera í fundahöldum og samkomum um allan bæ!

Aðrir heimilismenn svolítið að tapa sér og ég þar á meðal.  Það er þetta að geta ekki hætt að hugsa..hugsa um eitthvað sem er lengst inni í framtíðinni en samt hoppar það alltaf upp aftur og aftur. Ég og prinsinn minn fórum í verslunarferð í morgun og gerðum skemmtileg kaup og ég sagði honum pínulitið leyndarmál...sem við tvö stefnum á..svona aðeins til að létta á honum því þessa dagana er hann að upplifa það að allir í fjölskyldunni eru á móti honum, sérstaklega pabbinn  þar sem hann er ekki oft í stuði eins og hann segir að fara út í fótbolta og svo er það ömmusonur sem gerir honum lífið leitt..eða er bara fyrir honum Crying  

Við ætlum að halda upp á daginn með stæl..án afmælisbarnsins en samt að halda upp á daginn..og morgundaginn en þá hefði litli strákurinn okkar orðið 11 ára...InLove

Þar til næst! 


Bullumrugl..

Nú þarf amma gamla að fara og redda sér sakavottorði til að geta haft ömmuson hjá sér.Halo  Ef þetta er nú ekki eins og það að fá að heyra draugasögu í björtu þá veit ég ekki hvað.   Ég spyr afhverju núna fyrst...hvað með síðasta hálfa árið sem hann hefur verið hér...sveibarasta rugl!   Ég þyrfti að fara að ráða mér engill sem tæki að sér að útvega alla þá hluti sem mig vantar til að gera lífið aðeins auðveldara...en þar sem ég er frek á orku mína þá ætla ég að reyna á það hvað þeir ganga langt í því að fá þetta vottorð.  Mín vegna má Barnaverndarfólkið ná í það sjálft..og ganga frá pappírum sem þeir þurfa svo málið gangi smurt og hreint í gegnum kerfið.  Hvaða rugl er það ef amma gamla vill gjarnan vera með strák og foreldrar samþykkja það...að eyða peningum og tíma í svona mál.   Get kannski ekki sagt svona mál því að sjálfsögðu er verið að vinna þarft starf en í mínum augum liggur þetta svo beint við....FootinMouth ...

Ömmustrákur  gengur fyrir..og hér á þessum bæ er mikil tilhlökkun að byrja á nýjum leikskóla og eignast vini sem hægt er að hoppast til og leika.  Frænkan á næsta bæ er besti vinurinn og í dag...í playmobil leiknum þá voru karlarnir  að eignast barn og þá var það amman í leiknum sem tók á móti barninu...segið svo ekki að maður hafi áhrifInLove

Þar til næst 


Með stein í maganum

kramið hjartaLyfjameðferð framundan...næsta hálfa árið.   Er hægt að undirrbúa sig fyrir það...eða lætur maður þetta bara hellast yfir sig eins og hvað annað.  Ég sem hef verið upptekin af því að taka  einn dag í einu en  þarf núna  að hugsa um næstu mánuðina  og forgangsraða upp á nýtt. Er búin að ákveða að minnka við mig vinnuna og en ekki hvort ég færi mig um stað...geri það næstu daga.

Það sem við vildum helst aldrei hugsa um fyrir þremur árum það er orðið að veruleika!

Minn ektamaður tekur þessu með stóískri ró...er aðeins farinn út að ganga og í gær var fyrsti dagur í langri langri hátið hjá þeim feðgum...Landsbankadeildin að byrja og að sjálfsögðu fóru þeir á leik hjá sínum mönnum.  Þróttur - Fjölnir.. og gula liðið vann!  Ef til væri heilsuhæli fyrir konur eins og mig þá væri ég búin að panta mér meðferð en þangað til þá læt ég mér nægja að panta sumarhús í löngum bunum ..fyrir styttri ferðir og svo horfi ég til þess að eiga góða vini út á landi sem vonandi taka á móti mér með bros á vör.  

Þar til næstInLove


Dramaprinsessan mín

Get ekki staðist það að segja aðeins frá hetjunni minni...mínum elsta afleggjara..og hennar frábæru draumum sem hún gerir allt til að láta rætast.  Fyrir viku vissi ég að takmarkið væri eitt...að hitta á goðið sitt..Friðrik Danaprins.  Eins og oft áður hristi ég bara höfuðið yfir hugmyndum hennar en hún sagði þá bíddu bara...ég á eftir að hitta hann!! Á undanförnum árum hefur hún verið með Danaveikina Crying sem lýsir sér þannig að það er eins og hún sé með óráði...dreymið augnaráð, klæðist rauðu og bara eitt tungumál í boði...já rétt...vi snakker danskGrin  En alltaf tekst henni það..að safna og biðja um styrki hér og þar og út fer hún með aðstoðarmenn..og drekkur í sigég og Friðrik danska menningu í nokkra daga.  Konungsbornu börnin hans Friðrik eru líka í guðatölu og hún sendi þeim gjafir þegar þau fæddust..og viti menn fékk þakkarkort frá Amalíuborg.   Viss geðveiki segi ég...en hún lætur þetta rætast og eins og sjá má á mynd...þá hitti hún þessa elsku og er eins og hengd upp á þráð þarna af stressi.   Held að prinsinn hafi smellt á hana koss.....og hún mun aldrei þvo sér framar.InLove  Hún hringdi áðan og sagði að mbl. væri að koma og taka viðtal  við sig vegna áhugans á prinsinum....hmm Heart  og eins tók útvarp Saga viðtal við hana sem fer út í loftið á föstudag um fjögurleytið.  

Stolt siglir fleyið mitt...hún er hetja þessi kona!

 

 


Heima

Það var ánægður maður sem settist upp í bílinn hjá mér í morgun....á leið heim.  Dekrið er nú litið hjá frúnni við hann því ég skaust úr vinnu að ná i hann og fór strax aftur að kenna Blush   Hann aftur á móti var með plan...ætlaði að ganga út í bakarí og fá sér kleinu, kókómjólk og moggann!!

Svo að það er ekki hægt að sjá á honum að hann hafi verið að láta krukka í sig...hlakkar til að eflast og ná upp fyrra þreki.

Prinsinn sagðist hlakka svoo til að koma heim því pabbi biði eftir honum með e-ð gott og hann vissi alveg hvað það væri ...sem ég veit að er snúður.  

Sumir þurfa ekki mikið til að gleðjastInLove


Sigurbros

Allt annað hljóð í mínum manni í dag..búið að taka  umbúðir af skurðinum og hann byrjaður á fullu að ganga upp og niður stigana þarna...já og reyna við nammisjálfsalann!
Í gærkveldi var hann enn í miklu rússi en þetta er allt annar maður í dag...og segist vera farinn að hlakka til að koma heim og byrja gönguferðirnar á ný.   Hann byrjar svo í lyfjameðferð í kjölfarið fljótlega til að ná hámarksárangri...og það verður þá í pilluformi.
Þegar hann fór í geislameðferðina fyrir þremur árum þá fékk hann hámarksskammt sem líkaminn þolir þannig að ef hann fær geisla núna þá verður það í mesta lagi tvö skipti.

Prinsinn hitti á pabba sinn sofandi í gær...og leist ekkert á broderinguna og vill meina að doksinn hefði átt að vanda sig betur.Wink
Við tvö fórum svo í kvöld með hamborgara og franskar til hans en þegar hann er farinn að kvarta undan matnum þá er allt á góðri leið.

Ömmusonur fór til pabba síns...áður voru pabbahelgar hvíldar- og tími til að gera allt....í mínu fyrra lífi...en e-ð hefur náttúran ruglast þegar ömmur fara að fá þennan fiðring.....en ég sit á mér og geri ekki neitt.

Víetnamfarinn hringdi inn þær fréttir að hún hefði verið að enda við að borða kakalakka...steikta í sósu..og mamma ég bara verð að prófa allt. 

 Hvað er allt....og ekki svara þessu sagði ég!   Hún fer krókaleiðir að hamingjunni þessi elskaHeart og segist vera svo ánægð í vinnunni þar sem hún er að gefa mikið af sér til barnanna en hún er ekki enn búin að ákveða um framhaldið.

Brosið sem þú sendir frá þér kemur aftur til þín. Indverskt spakmæli.

 

 


Andartök..


Ef sólin gæti nú brætt allar efasemdir á brott....þá væri gott að fá fleiri svona daga.

Prinsinn var ákveðinn að taka þátt í Fjölnishlaupi í dag og vinna til verðlauna fyrir pabba sinn.  Yndislegt að heyra þá vinina tala um að skokka þetta saman og enginn mátti stinga annan af....svo komu þeir heim með gull, silfur og brons.  Frábærir strákar sem sögðust meira að segja hafa stungið skólastjórann sinn af...geta það sem þeir ætla sér.

Líðanin hjá mínum ektamanni hefur ekki verið góð í dag...miklir verkir og flökurleiki að fara með hann.  Hann er kominn í svítuna sína og vill helst sofa þetta allt af sér.  Vill ekki hafa neinn hjá sér..öll lykt fer í hann og hann nennir ekki að hlusta á neinn..hvað þá tala.

Ég hef því eytt mestapartinum af deginum út á palli..sól og fuglasöngur og skemmtilegir nágrannar sem stoppa við.

 Góð vinkona kom hér við...og sagði sögu af starra sem flaug inn um gluggann hjá henni í morgun sem hún sagði  sanna þá fullyrðingu sína að meira segja fuglar halda að hún búi í hreiðri ...e-ð sem hún er búin að kvarta við sinn karl lengi.  Kötturinn á heimilinu  hélt að nú væri bara veisluhöld og svaka eltingaleikur hófst í þessu ...litla rými.   Nei ferfætlingurinn fékk ekki steik í matinn í þetta skiptið..en ég bíð spennt eftir fleirum svona skemmtilegum uppákomum frá þessu heimili. En fyrir viku þá læstist unglingurinn þar sig inn á baðherberginu..læsingin bilaði..og í stað þess að brjálast og brjóta upp hurðina þá lagði hann sig bara þangað til þetta uppgötvaðist af öðrum heimilismönnum.  Hann fær þolinmæðisverðlaunin hjá mér þetta árið. 

Lofaði prinsinum að hann gæti hitt pabba sinn á morgun...hann sefur í pabba plássi þar til hann kemur heim en hann segist hafa lofað föður sínum því...og ég læt sem ég trúi því.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband