Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
29.6.2008 | 10:47
Meira flakk
Það er að renna upp fyrir mínum manni að þessai vanlíðan er komin til að vera og ekkert hægt að gera í því annað en að leggja sig oft og lengi. Hann er líka frekar pirraður yfir litlu vinnuúthaldi og vill meina að hann verði bara að fara fyrr að sofa til að ná upp fyrra þreki. Mikið væri ég nú ánægð með þá lækningu.
Hann telur vikurnar og það er uppörvandi að hann horfir þó fram á við þó líðanin sé svona slæm. Prinsinn kvartar mest undan skilningsleysi vinnanna á veikindum pabbans og vill að ég setji upp skilti hvenær og hvenær ekki er leyfilegur umgangur á efri hæðinni svo hann þurfi ekki alltaf að vera að útskýra þetta.
Boltinn heldur líka mínum manni við efnið og nú þarf að hjálpa prinsinunum að skipuleggja e-ð sumarmót sem hann vill halda hérna úti á lóð og minn ektakarl góður í því og setur sjálfan sig örugglega í dómarahlutverkið. Prinsinn og vinir hans búnir að útbúa miða sem þeir dreifa til allra þeirra sem þeir vilja að taki þátt og eru þannig staðnir að mismunun innan hópsins sem mútta gamla varð að skipta sér af. En þetta er skemmtileg hugmynd hjá þeim og vonandi að hún gangi bara upp en þetta er minn prins búin að vera upptekin af síðan í apríl...hugsa og skipuleggja!
Ekki mikið að frétta af hinum afleggjurunum mínum. Fíkillinn minn sem er mikið búin að vera með Guði og Jesú kemur öðru hvoru við en þessi fræði eru að fara með hana þvi það er svo mikið um skyldur og fundahöld að tveir litlir drengir verða svolítið útundan. Gott mál ef þetta gerir gott en ég heyri á henni að hún er ekki neitt ánægðari, finnur að þetta dregur hana svolítið út í horn frá öllum öðrum og hún þarf að fara að forgangsraða en bara það hræðir hana.
Elsti sonurinn er enn á sömu blaðsíðunni í lífinu...bls. þar sem stendur já ég þarf að fara að finna mér vinnu og á næstu bls. já ég þarf sko að fara að finna mér vinnu, bókin er gölluð og hvert fer maður þá með hana? Hann býr í góðu yfirlæti hjá föður sínum og þangað berast ekki umslögin með ósk um greiðslu um hitt og þetta og verst að ég er ekki með arinn En samt sakna ég þessa ruglukolls og kannski sakna ég þess að geta ekki verið honum erfið en vonandi vaknar hann upp!
Heyri ekkert í Víetnamfaranum annað en að hún bara bitin af kónguló, hún var rænd og að pabbi hennar hafi reddað málunum. Hún liggur llíklega á einhverri ströndinni í hengirúmi og lætur fara lítið fara fyrir sér því nú styttist í það að vinurinn komi frá USA.
Elsti afleggjarinn gerir það gott og er búin að safna fyrir sinni ferð til Danaveldis, góðir menn úr Kiwanis klúbb hér í hverfinu komu færandi hendi heim til hennar sem mér finnst alveg frábært því það að fara heim til hennar fær fólk oft til að sjá hlutina öðru vísi, þú sérð að þarna býr mikið fötluð kona og að þarna er ekkert verið að fela. Hún er hátt uppi núna þessi kella af ánægju og gleði.
Ég er fara að yfirgefa mína karlmenn og fara á kennararáðstefnu í Danmörku í fimm daga. Minn ektakarl sér fram á tíma þar sem hann fær að ráða öllu en um leið og hann segir þetta veit hann að ég er búin að gera töflu yfir athafnir strákanna, með matinn til í frystinum og meira að segja búin að redda honum hjákonum til að leita til með öll sín mál. Hann sér fram á góða tíma og er held ég ánægður yfir því að ég sendi ekki strákana eitthvert annað...treysti á hann þótt minnið sé ansi gloppótt. Getur meira að segja vel verið að listinn gleymist og maturinn enn í frystinum en þetta hefði ég aldrei skipulagt bara fyrir ári en ég reyni að gera lífið léttara þannig að allir verði ánægðari en sé ekki um að það gangi upp
Þar til næst
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.6.2008 | 19:57
Já..ég er að vinna...
Erfitt er að vera alltaf að svara því afhverju minn karl...er að vinna...jú hann er í lyfjameðferð við heilaæxli en það er ekki enn full vinna að vera sjúklingur fyrir hann og eins er þetta eitt af því skemmtilega sem hann gerir. Hann færi líklega ekki í vinnu klukkan átta ef Landsbankadeildarleikirnir færu fram á morgnana...og þar með verða dagarnir svolítið langir fyrir mann sem þarf alla sína orku til að takast á við þetta. Hann kemur reyndar heim þessa vikuna um eitt og leggur sig....finnur sér eina og eina sudoku til að glíma við ef hann er þá ekki farinn upp á þak að bardúsa e-ð!
Ógleði og máttleysi að pirra hann en allt er þetta samt enn í minna magni en hann sjálfur bjóst við. Þeir feðgar valhoppa hér út um dyrnar...dressa sig upp eins og um miðjan vetur..og fara spenntir af stað og í kvöld var það Vals leikur og svo er það seinni hálfleikur hjá stjúpsyninum..og við ömmusonur ætlum reyndar líka að kíkja á þessa föngulegu pilta
Fyrir þá sem eru á ferðinni næstu daga..þá á ég Baileys ostakökur á lager...fyrir pallakaffi og hugguleg heit!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2008 | 18:29
Óargardýr...
Allt gekk upp og við komin heim...mannlífsrannsóknar...kennslan gekk vel en ég beit í það súra að hann sonur minn kemur nú ekki í stað vinkvenna sem eru sérfræðingar í þessum leik. Ofnæmi að gera prinsinum mínum grikk þarna úti og stöðugar blóðnasir sem erfitt var að eiga við...og svo þegar Portúgal tapaði í EM..þá var allt lífið hjá honum að hruni komið! En við gerðum margt og mikið en það skemmtilega var að á föstudagsmorgun samkvæmt læknisráði þá varð ég að halda stráksa innan dyra..og hann fékk þann draum uppfylltan að fara í verslunarleiðangur..og það var sæll drengur sem gat hringt í stóra bróður og sagt honum að hann væri búinn að kaupa ekta Vapor fótboltaskó...eins og snillingurinn Ronaldino notar. Væntanlegur eigandi kom síðan hjólandi um miðnætti til að ná í þessa skó því það var leikur á Neskaupsstað...og þar skoraði hann síðan eitt mark og lagði upp þrjú! Draumaskór eða hvað
Minn ektakarl hefur það ágætt..fyrir utan það að hundur beit hann hér fyrir utan í gær...sem þýddi blóðprufu og síðan stífkrampasprautu. Já margir geta hlegið af þessu því við erum búin að vera nágrönnum okkar ansi erfið varðandi hundahalds..eða lausra hunda því ömmusonur er alveg drullhræddur við þessi óargardýr..og erfitt er að koma þessum boðum inn. Mínn maður að vera góði pabbinn í götunni..og er að gefa strákunum ís þegar þessi litli töskuhundur kemur æðandi að honum og nær að bíta hann tvisvar í kálfann. Góða stjúpa dóttur minnar bjargaði málum..en ég sendi minn mann þangað yfir vitandi það að hún er með þekkinguna. Get ekki verið sammála henni Rósu Ingólfsd. þar sem hún segir í 24 stundum að ekki sé gott að hafa fyrirverandi menn ..búandi nálægt sér....þetta eru bara forréttindi og bara kostir eins og ég sé það!
Önnur lota að hefjast í lyfjameðferð og að sjálfsögðu..gengur það áfram vel.
þar til næst....
17.6.2008 | 19:43
Væntumþykja...og hlýja
Stórfjölskyldan kom hér saman og fyllti hvert pláss....yndislegur dagur til að minnast pabba þar sem við borðum saman og gengum svo öll út í garð. Fjögur ár liðin...og alltaf á mamma erfitt á þessum degi og þá er gott að geta safnast saman og tekið utan um hana og verið til staðar. Ef pabbi hefur fengið að ráða þá er þetta dagurinn.... allir eru í fríi og allir geta komið saman ...og alltaf bætist í hópinn þó mínir afleggjarar láta nú ekki sjá sig frekar en endranær.
Leynifélagið leggur í hann í fyrramálið...verðum samkvæmt dagskrá prinsins í dýragarðinum eða í Svíþjóð um þetta leytið á morgun. Loksins fæ ég að prófa það að taka litla viðskiptatösku inn með mér í flugið og þurfa ekkert að bíða eftir farangri....lítill hlutur..en fær mig til að hlakka til!
Minn ektakarl er búinn að vera að laumupúkast með litla bók...skrifandi allt og ekkert niður í hana og eftir smá forvitni frá mér þá viðurkenndi hann að hann vildi ekki gleyma neinu þessa daga...meðal annars það að fara með ömmuson á leikskólann í fyrramálið...svo mín var bara sniðug og setti áminningu í símann hjá honum sem pípir nokkrum sinnum á dag til að minna á skemmtilega hluti....eins og það að brosa....slappa af og hlakka til....við erum bara í þrjá daga.
12.6.2008 | 17:28
Leynifélagið
Prinsinn minn og ég stofnuðum leynifélag...sem við ein erum í..og markmiðið eitt að njóta þess að vera til og minna hvort annað á hvað við erum æðisleg og jú minna aðra á það líka. Good mood er leyniorðið og nokkrir fundir hafa verið haldnir undir sæng þar sem við hvíslumst á hvað væri skemmtilegt að gera í þessu félagi á meðan aðrir heimilsmenn eru að reyna að sofna.
Fyrsta verkefnið sem við ætlum að hella okkur í er að fara í Koben í næstu viku..og eyða heilum degi í tívolíinu og jafnvel skella okkur til Sweden. Ömmusonur fer til pabba síns á meðan..og minn ektakarl sér fram á góða tíma einn í kotinu. Þreyta farinn að láta á sér bera hjá honum en næsti lyfjskammtur er ekki fyrr en eftir að við komum heim úr þessari leyniferð....en hann mætir í vinnu á hverjum morgni þó hann segist ekkert vera að gera þar..nema vera fyrir!
vi ses
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.6.2008 | 08:32
undarlegt allt saman
Prinsinn á fótboltamóti síðustu helgi og við karl og kerling með einn unga fórum á svítuna...sumarbústað KÍ á Flúðum..og keyrðum svo bara á milli. Allir þreyttir enn og vilja helst sofa bara út í eitt. Minn ektakarl tiltölulega hress...en svolítið utan við sig og var stöðugt þarna í bústaðnum að reka tærnar í og endaði með eina klofna..
Ég ákvað í síðustu viku að láta koma aðeins við brjóstin á mér....já já hvað.....bjóst við að gæinn mundi nú segja váaaaa frábær miðað við aldur og fyrri störf. En ég fæ sjáldan svona óskir uppfyltar en samt hann vildi hitta mig aftur....en reyndar senda þessa elskur í myndatöku, ómun og láta svo stinga á annað þeirra. Ill meðferð með gamla spena er það ekki? Fer nú á eftir í þetta verkefni og vona að ég fái fylgdarkonur úr vinnunni ...konur sem ég hef oft og mörgum sinnum rekið í krabbameinsskoðanir á síðustu árunum með góðum árangri...
Ég talaði um það í siðustu færslu að barnaverndarmál væru komin í geymslu hjá mér...en nei nei fékk aðra sendingu um ósk um fleiri upplýsingar um okkur karl og kellu...nú vilja þeir fá lofræður frá frændfólki og vinnuveitendum um okkur og vissu sína um hjúskaparmál okkar. og vita allt um skuldastöðu!!! Ég er eiginlega búin að vera i hláturskasti síðan ég fékk þessa ósk. Sem auðvita mína minningaræðu og læt aðra kvitta undir og þakka mínum sæla fyrir það að hafa dregið karl upp að altari fyrir fáeinum árum. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur
Þar til næst...
1.6.2008 | 19:36
Þeytisprettur.....
Já nú er vikan..vikan sem ég hélt nú að mundi skjóta mig á kaf liðin..og allir í lagi held ég. Pillurnar fóru vel í minn karl, höfuðverkur að gera honum lífið leitt en aðrar aukaverkanir í minni kantinum. Er kvefaður en er samt farinn á völlinn eina ferðina enn. Minn ektakarl farinn að halda dagbók svo ég geti skemmt mér við það að lesa hvað hann er að hugsa svona rétt á meðan hann hangir svona heima...en þetta eru hans orð.
Ömmusonur var í aðlögun þessa vikuna og amma gamla var eins og jójó út úr vinnu og í aftur nokkrum sinnum á dag. Þetta hefði nú ekki verið mögulegt nema vegna yndislegra nemenda og skilnings á mínum vinnustað. 'Eg sinnti málum Barnaverndar og tel mig hafa lokið þvi máli....að sinni!
Ég rak elsta soninn að heiman fyrir viku og fór hann til pabba síns en sagan segir að málin séu þar ekki í góðu máli enda ekki um lækningu að ræða heldur bara að ég vildi hann út héðan áður en minn maður byrjaði í lyfjameðferðinni. Hann var á leið í vinnu en eins og í góðu handriti þá er hann ekki byrjaður í henni.... svarar ekki síma og ekki hringir hann í múttu sína
Aðrir afleggjarar..hmm eru uppteknir við það að hringja í múttu sína og hefja símatalið á vandræðum sínum eða því að ég þurfi að redda einhverju eða gera e-ð....og múttan ekkert mikið glöð með þetta.
Ég, prinsinn og ömmusonur erum búin að vera rosalega dugleg þessa vikuna...kynnast heilum her af góðum konum á nýja leikskólanum...guttinn er búinn að læra að hjóla þar sem amma hleypur með honum um allt hverfið og þykist halda í jakkann svo hann trúi á sína getu.. mjög brosleg sjón! Erum búin að setja sumarblóm í potta.., erum búin að taka til í fatahrúgunni þeirra og heill bunki sem bíður þess að fá nýja eigendur...affrystum frystirinn á tólf mínútum með hárþurkkuna að vopni. Ömmusonur gisti svo hjá pabba sínum síðustu nótt og prinsinn fékk að gista hjá vini svo þá varð kátt í höllinni eða eins og einn góður göngutúr til góðra vina.
þar til næst...