Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
31.7.2008 | 17:04
þvottur
Nei þetta er öllu rólegra líf þegar fíkilinn er kominn inn og ég get reynt að veita mínum ektamanni einhverja athygli. Langar reyndar að veita engum athygli, liggja bara upp í rúmi og lesa, mitt er valið og enn tek ég þá ákvörðum að fara á fætur.
Vikan sem minn ektakarl tekur lyfin þá er hann bara þreyttur, vinnur til hádegis og kemur þá heim og leggur sig, fer svo eitthvað að dútla en vika tvö þá er allt miklu verra, mikil ógleði, mikill pirringur og þreyta.
Prinsinn og ég erum að finna taktinn í öllu álaginu, reynum að hugga okkur saman og ræða málin. Stjúpsonurinn er hjá okkur enn sem er frábært og held bara meira að segja að fýla það...að hafa böggandi stjúpu yfir sér...líka gaman fyrir þá bræður að vera saman og læra að taka tillit til sérþarfa hvors annars...en slæmt getur það verið þegar ömmusonur er kominn í slaginn!
En nú er pása...ömmusonur farinn til pabba síns og við öll hætt við að fara til Siglufjarðar....ætlum að örverpast hér heima og reyna að gera sem minnst nema akkúrat það sem við nennum og viljum.
Góðar fréttir af Danafaranum ..og af heimasætunni í Víetnam er það að frétta að hún..ojabjakk..át snák eða slöngu...hjartað og alles en var áður búin að prófa engisprettur...og hmm..voffa! Er núna búin að láta alla nágranna vita að gæludýrin þeirra verða í hættu þegar hún kemur heim.
Þar til næst
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.7.2008 | 23:56
í skotgröfunum
Veit að ég er á fullu ofan í djúpri holu þar sem allir moka yfir mig en ég tók þessa ákvörðun um að fara þarna ofan í....og vinn mig upp...ask...hafi það!
Ef ég ætti eina ósk þá væri óskin sú að hafa fleiri hendur en hér eru aðeins of margir einstaklingar sem þurfa faðmlag og styrk að ég er varla að standa mig.
Fíkillinn min komst ekki að á Vogi í vikunni, henni var vísað í fangageymslur því þar ætti svona veik manneskja heima. Skil alveg að þeir vilji að hún sanni sig en ef svona veik manneskja getur það sjálf og án hjálpar þarf hún þá nokkuð að komast þar að eða aðrir yfirleitt. Kerfið er ekki hannað fyrir aðra en þá sem eiga aðra að, einhverja sem eru til í að borga þúsund krónurnar fyrir mínútu samtal dag eftir dag upp á Vogi ...já til að sanna sig og til að skutla sér upp á Vog til að láta sjá sig. Sjáið þið veikan fíkill taka strætó fram og tilbaka til að láta sjá sig og sanna sig. Auðvitað mundum við vilja sjá það gerast en ekki er það ég sem er að sækjast eftir því að hún komist þar að. Hún er að gera það sjálf og þarf aðstoð við það.
Svo má ekki gleyma kerfinu þar sem maður þarf að þekkja mann til að komast fyrr að!
Er núna reyndar farin að efast um að geðheilsa mína haldi yfir öllu ógeðinu sem ég hef heyrt í samræðum mínum við hana, ógeð sem flestir vilja loka augunum fyrir en þarf að taka á en ekki eins og það sé eitthvað nýtt bara ég að vakna aftur inn í gamla draum.
Eins var ég að velta þvi fyrir mér að ég treysti eiginlega engum lengur til að tala við, lögreglu eða ráðgjöfum. Þetta kemur alltaf aftan að manni aftur.
En í skemmtilegar sögur, hetjan mín er að fara til Danmerkur í fyrramálið og þar er manneskja með allt á hreinu og veit hvað hún vill. Fór til hennar og hélt að ég ætti að pakka niður fyrir hana en nei nei hún var búin að redda því og vildi bara fá að tjatta við múttu sína. Reynar er seinkun á fluginu sem gerir mína frekar stressaða en hún fær að sofa lengur út..horfa á það jákvæða.
Þar til næst
Vinir og fjölskylda | Breytt 28.7.2008 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.7.2008 | 23:22
Halda í vonina
21.7.2008 | 09:12
Meira af kóngulóarbitum
Verð að setja þetta myndband hér inn en góð vinkona sendi mér slóðina.
Heyrði í heimasætunni í Víetnam í morgun. Hún er aftur komin í sjálfboðavinnuna en á eftir að fara eina ferð og hitta vinahóp einhversstaðar inn í frumskógi.. og segist öll vera útbitin af kónguló..þannig að líklega fæ ég hana í bitum heim. Hlakka svo til að fá að faðma hana!
20.7.2008 | 10:36
Lifum í samræmi við það sem okkur er gefið
Þriðja lota í lyfjameðferð að byrja og við hittum doksann í vikunni sem leið. Hann virtist ánægður með hvernig minn ektakarl tæki lyfjunum og þá horfði hann á aukaverkanir sem eru þolanlegar og það er það sem er að gera minn mann svolítið ruglaðan. Allir tala um þvílíkar aukaverkanir af lyfjum og það sést langar leiðir að viðkomandi er veikur. Minn maður mjög slappur og utan við sig en það er ekki fyrir alla að sjá. Hann hittir marga sem spyrja um veikindi og sumir tala um hvað hann líti nú vel út og minn maður segist oft vera í vandræðum við að segja hvað sé að honum...og þá notar hann oft orðið...bara..bara æxli eða bara í lyfja meðferð. Við ræddum svolítið um hugtökin æxli og krabbi og það að ef við nefnum æxli þá virkar það mýkra á marga en ef við segjum krabbamein. Svo nú á ég ektakarl með heilakrabbamein!
Hér eru þrjár kynslóðir minna manna að horfa á prinsinn spila fótboltaleik á Akranesi og daginn eftir spilaði stjúpsonurinn bikarleik hér í voginum og á aðalvellinum...og hann skoraði eina markið í leiknum. Mín hoppaði af kæti því ég er að rembast við að vera góða stjúpan, gefa honum gott að borða og dæla í hann visku minni um allt og ekkert. Kalla það góða fjárfestingu.
Fíkillinn minn ætlar sér augsýnilega alla leið..og þá verstu sem er hægt að spinna upp svona eins og eftir handriti af lélegri bíomynd. Þar er það sori landsmanna sem koma við sögu, lögreglan og handjárn, lyfjaflokkarnir eins og þeir leggja sig og svo er reynt að skrölta upp á Vog svona til að minna á sig. Ég er í hlutverkinu ungamamma því ef henni dytti i hug að kíkja hingað þá vil ég ekki að neinn ungur maður opni fyrir henni og sjái ástandi eins og það er verst.
Hetjan mín er á leið til Danaveldis og spenningurinn er að fara með hana...vika í þetta en hún er byrjuð að pakka og búin að panta eina kaffihúsaferð með múttu sinni áður.. Hún er yndisleg. Brjálæðingurinn minn í Víetnam er tröllum gefin, símalaus en ætti að vera farin að undirbúa heimferð. Er á leið í HÍ...sálfræðiskor sem ætti að vera búbót fyrir þessa fjölskyldu ....gott ef einhver væri til að mennta sig í nuddi...og koma við á pallinum hjá mér svona við og við.
Þar til næst...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.7.2008 | 00:19
Ekki meiri drullu...
Helgin var góð....að minnsta kosti er ég komin með góða æfingu í að klæða í og úr regnngöllum....í og úr sundskýlum og knúsa svo alla áður en farið var að sofa. Vil samt panta minni vætu næst þar sem litlir drengir sækjast í mold og drullu....bara eins og það á að vera.
Hverjir eru bestir.....VIÐ öskra þessir frábæru prinsar. Þeir settu á svið frjálsíþróttakeppni þar sem ég varð að vera tilbúin með vinninga fyrir fyrsta og annað sætið....auðvitað laumaði amma gamla vinningum fyrir þriðja sætið en það frumkvæði féll ekki í góðan jarðveg hjá hinum sem svo virkilega lögðu sig fram í keppninni en voru ekki að flækjast fyrir!
Mitt lið var ekki með marga vinninga í víkingaleiknum og ég er viss um að systkini mín eru að æfa sig núna fyrir næstu lotu. Það var alveg sama í hvaða liði ég var í....ég gat ekki hitt spýturnar.
Minn ektakarl gerði sitt í að reyna að fá stig fyrir tilþrif en það dugði lítið. Þá er betra að hann sitji bara við grillið og láti sem hann sé að fylgjast með steikingu...og veðurathugunum með vissu millibili
Hér sofa núna sjö sprellar...elsti sonurinn fékk..já hann fékk að koma heima í nokkra daga á meðan pabbi hans fer á flakk og viti menn drengurinn tvítugur..mætti í vinnuna í morgun sem hann réð sig í fyrir um 7 vikum. Kraftaverk gerast og kannski í þetta sinni gerast þau hægt! Stjúpsynir og ömmusynir eru hér um allt hús og svo er prinsinn minn kominn upp í á milli mömmu og pabba.
Ég hlakka til að sjá þá allflesta trítla af stað í vinnu í fyrramálið...ég ætla að njóta dagsins!
Þar til næst
10.7.2008 | 09:43
no more tears
Stefnan tekin á að hætta þessari sjálfsvorkun því þetta lagðist á alla heimilismenn og minn ektakarl mátti nú ekki við því. Hann er að upplifa mikla þreytu og á erfitt með að sætta sig við hvað hann þarf að hvíla sig mikið. Við hittum doksann í næstu viku og þá viljum við vita hvað kom út úr vefjarannsókninnim en e-ð vill doksinn fara í felur með það. Mitt í allri eymd minni þá rakst ég á kæra sála niður í bæ...sála sem ég hitti um fyrir 4 árum. Gleði..gleði var að hann(hún) er tekinn til starfa aftur og gaf mér þarna tíma Viti menn ef fer bara ekki að birta upp við þetta.
Á morgun fer ég með börn og bú í sumarbústað, mútta mín fær að fljóta með ef hún lofar að halda sig á mottunni varðandi strákana en litli ömmusonur kemur með. Að fara með mömmu og svo þessa flóru af drengjum hefur alltaf verið mér erfitt en hún veit núna að ég sendi hana heim ef þetta gengur ekki upp. Ektakarl og stjúpsonur bætast svo í hópinn og mega vera frjálsir eins og fuglinn og fara þegar þeim sýnist svo...en systkini mín ætla að koma og nú er það víkingaleikurinn sem hertekur fjölskylduna og mitt lið verður að vinna
vi ses
9.7.2008 | 00:35
svört þoka
Að finna til, engjast, öskra, gráta og um leið óska eftir að heyra frá fíklinum sínum er það ömurlegasta ástand sem ég veit um..veit varla neitt verra en ég hef með tíð og tíma lært að slökkva á þessari tilfinningu. Nei nú lýg ég....ég set hana á bið og bíð! Ekkert sem ég geri eða ekki geri skiptir hana máli eða lagar ástandið. Hún hringir og lætur vita, smá innskot úr þessum heimi sem hún lifir í og ekki fyrir nokkurn mann að skilja. Ég legg mig virkilega fram í því að loka þessari skúffu sem hennar mál eru í en þarf oft að minna mig á að setja lás á aftur og aftur.
En svartir eru draumarnir þessa dagana
6.7.2008 | 15:59
leiðinlega fyrst..svo er bara gaman!
Prinsarnir voru og eru ánægðir að ég hafi yfirleitt skilað mér heim...sáu að kella hafði tekið það rækilega til í fataskápnum að það var ekkert þar sem benti til að ég ætti heima hérna..svo var flugið fellt niður á föstudagskvöld og það héldu þeir að sjálfsögðu að væri að mínu undirlagi.
Ferðin var frábær, skemmtilegasta fólkið, mikið talað og jú mikið sem ég ekki skildi og þá varð það danskan sem var verst, fáranlega mikið hlegið, veðrið frábært og hótelið eins og góður sumarbústaður og upplifunin var eins og að vera í skátabúðum. Þú vinnur vinnana þína svo máttu skemmta þér, eta og drekka að vild. Held svei mér að þessi ferð hafi styrkt mína upplifun að kennarar eru skemmtilegasta fólkið, hvort sem þeir eru frá Íslandi eða ...Grænlandi. Hlakka bara til að endurtaka þetta.
Minn ektakarl segist halda að hann sé of heimskur til að fatta hvað eru aukaverkanir og hvað ekki og það að vera þreyttur, syfjaður, höfuðverki stanslaust og með magaóþægindi að það séu varla óþægindi til að tala um. Rosalega á ég nú jákvæðan og duglegan karl sem tekur á málunum þannig að um erfitt verk sé að ræða, það þarf að vinna það svo þá er best að vera ekkert að smjatta of lengi á því. Hlakka til að byrja loksins í sumarfríi og ömmusonur að byrja á sundnámskeiði þar sem við prinsinn verðum á hliðarlínunni.
Pakka vandamálunum niður í lítil hólf, opna eitt og eitt í einu þannig verða þau viðráðanleg.
Knús!