Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Á sjó...

Picture 004Allir ansi glaðhlakkalegir á þessari mynd sem var tekin fyrir klukkustund...og jú hvað kætir fólkið svona...stóri drengurinn að fara á sjó!  Ekki það að allir séu svona fegnir að losna við hann heldur það að hann lét svo vel af sér og lék það vel að þetta væri draumastaðan sem það og er í dag.   Hann pakkaði niður...við foreldrarnir en eitt skiptið splæstum í sjógalla en í þetta sinnið var það afmælisgjöf svo tók hann sitt hatt og lagði í hannWoundering

Hvað gerir maður annað en bara að taka þátt...systir hans á fullu í náminu...próf í almennri sálfræði á næstu grösum og ég...estoy estudiando, no disturbar!

Var í staðlotu..eintóm heilaleikfimi þar...um helgina en litli ömmusonur kom líka í heimsókn þannig að nóg var að sýsla fyrir alla.  Þessi kella skellti sér meira að segja í sunnudagsskóla  og rifjaði þar upp gamla slagara...og svo bauð minn ektakarl okkur á Gosa kallinn eftir hádegi.   Systkinahittingur svo hjá múttu þar sem stóri bror mallaði ofan í mannskapinn.  Mamma á svolítið erfitt núna þar sem bróðir hennar er nýgreindur með krabba, liggur upp á deild í sama herbergi og pabbi gerði....Henni finnst líka erfitt að hann heitir sama nafni og minn ektakarl..og báðir að herja sínar orrustur.

Farin að læra aðeins heima en ekki nóg til að heimasætan fyllist stolti af kellunni en hún kennir mér samviskusamlega nokkrar sagnir á dagInLove ...ég verð einhvern tímann góð.

Þar til næst...


eitt skref....og svo annað..

Lífið er eitt undarlegt fyrirbæri....og ef hver manneskja vissi hvað biði þess....er ég ekki viss um að brosið yrði uppi við daglega...en samt þetta er allt mjög broslegt.   Afhverju að græta það sem er að....eða ekki að!  Hver segir að það sem er að...eða ekki telst til eðlilegs hlutar í lifi sérhvers manns sé eitthvað agalegt eða erfitt.  Hver metur það sem er erfitt og það sem er mér erfitt er ekki endilega erfitt fyrir þig.  Ef ég vissi t.d fyrir fram hvað tíma ég hefði til að að framkvæma vissan hlut þá annað hvort gerði ég eitthvað því eða ekki....segir það sig ekkiWhistling    Það eru nokkrir hlutir sem ég á eftir að framkvæma og eru á óskalistanum...og með því að forgangsraða og raða svo aftur upp af þeim lista þá færast þessir hlutir framar en samt standa út af hlutir sem mig langar að gera en samt ekki en tel mig þurfa að gera þá svo ég verði sátt við mig sem manneskju. Eins og í náminuí dag var talað um að ef þú ættir að raða tíu hlutum í níu skúffur þá sér hver maður að í einhverja skúffuna fara tveir hlutir...þetta er það sem er eðlilegt að búast við.

Minn ektakarl bara hress eftir vikuna..ekki mikið um vinnu vegna rigningar en nóg að sýsla fyrir hann og eins að eiga kellu sem er í því að láta vita um fundi með stuttum fyrirvara og að auki að skella sér í nám,,,,eitthvað sem svona ektakarl gleymir í daglegu amstriInLove

Litli prinsinn minn hitti hjúkkuna í skólanum í gær og þau ákváðu að vera leynivinir..hún fór yfir það með honum hvað hún vissi og hann fyllti svo í eyðurnar....stolt mamma sem horfði á strákinn velja hvaða leið hentaði honum best... Heart

Fíkillinn enn inni og ekkert enn með það ..hún ætlar að láta þetta ganga og fara svo á Dyngjuna sem er fyrir konur í meðferð..hún er að standa sig.  Ekki það sama að segja með bróður hennar sem er að naga af sér handlegginn af stressi vegna þess að hann er ekki að greiða til af skuld og yfirvofandi handrukka heimsókn að fara með hann.  Hann hefur alla burði til að gera þetta upp það er bara að ákveða hvernig hann vill standa að því.

 Ömmusonur vill enn draga dýnuna að rúmi ömmu sinnar og engin leið að fá hann til að sofa í sínu nýja rúmi....og í myrkrinu heyrist öðru hvoru...amma hvar er hendinn þín...viltu breiða  yfir mig amma. 

Þar til næst....Kissing


læra meira og meira...

læraÉg er þessi sem er komin upp í fjórðu tröppu..með allsskyns aðstoðarmenn til að komast á toppinn!

Þarf helst að prófa sem flest og núna er það Verslunarskólinn og mín komin í spænsku þar í fjarnám..með einni góðri frænku og vinkonu sem mun örugglega leiða mig í gegnum þetta og svo á ég alltaf hauk í horni þar sem heimasætan mín er...sem brosir út í annað af uppátæki múttu sinnar.  Ekki er það nú svo að ég hafi ekki nóg að gera...en þetta vil ég gera og þá er það nú svo að þá er tíminn yfirleitt nægur.   Viðurkenni það alveg að þegar ég skráði mig var ég búin að gleyma viðbótarnámi í KHÍ sem hefst í næstu viku..en það er ekki eins spennandi og að læra spænsku og það er alltaf hægt að hætta...við...er það ekki?

Framtíðarplön prinsins eru líka að búa erlendis..svo þá verð ég að vera tilbúin..vera á hliðarlínunni fyrir hann líka ef hann kýs það.

Fíkillinn enn í meðferð og segist vera trimmstjóri hópsins..hita mannskapinn upp ogmonkey_404 gera teygjuæfingar.  Ein heimsókn leyfð á tímanum og það verður ekki fyrr en eftir rúma viku.  Ömmusonur ekki mikið að tala um hana en hann er e-ð ómögulegur eftir þennan tíma..vill ekki sofa í rúminu sínu...dregur dýnu alveg að minni hlið og skríður upp í um leið og hann vaknar!   Það er stundum fjör hér um miðjar nætur og alveg synd að minn ektakarl sofi það allt af sér.  Prinsinn gengur nefnilega í svefni og ég er í því að elta hann um allt hús og jafnvel þrífa upp eftir hann!  eina nóttina var hann kominn inn í eldhús og var þar í  róleg heitunum að kasta af sér vatni..bara si svona!     Er að hugsa um að setja upp web cam til að allir fái nú að upplifa fjölskylduskemmtunina sem hér fer fram.  

Ektakarlinn í góðu standi...lota fimm hefst í næstu viku og hann er alltaf jafn ákveðinn í að þetta sé að renna sitt skeið.  Vinnur allan daginn og þó dagarnir séu misjafnir þá finnst okkur báðum tíminn liða alveg fáranlega hratt...þessi meðferð er alveg að vera búinn.  saman

 

 

 


Taka tvö..

Taka til þýðir ekki bara tiltekt...heldur líka algjöra hreinsun eða tilraun til þess...er á fullu í þvíWink

Þegar upp koma vandamál þá sé ég allt í lausnum...en auðvita eru ekki til lausnir við öllu...og sætti mig við þáð held ég...Sideways

Ef það er gaman að einhverju þá veit ég líka að leiðinlegu hlutirnir eru þarna líka...bara á bið..en hugsa ekkert endilega um það á þeirri stundu..

 

Þegar ég bauð prinsinum á námskeið fyrir börn sem eíga foreldra með krabbamein þá horfði hann á mig og sagði...hvað er gaman við það...og hvað ég skildi hann.Heart

Ömmusonur var virkilega erfiður við múttu  sína daginn áður en hún fór á Vík...og þegar ég ræddi þessa hegðun við hann þá segir þessi elska...en amma við erum að losna við hana á morgun!          Allir mjög upplýstir á þessu heimili ...en í dag héldum við upp á fimm ára skoðun guttans..þykjustu afmæli með köku og pakka....en honum fannst það virkilega áhugasamt að fá sprautu og ljúka þessum verkefnum sem fyrir hann var lagt. 

Ektakarlinn á erfiða daga en það sem hann er að gera fyrir okkur en yfirleitt erum við í forgangi er svo mikilsvert að stundum ligg ég við hliðina á honum þegar hann er sofnaður...sem er æ fyrr á kvöldin...og strýk honum um vangaInLove

En svo er svo gaman líka í vinnunni..á þar tuttugu og fjóra einstaklinga sem vilja gera allt fyrir mig...og ég fyrir þau...og það er gaman að vera að fást við það sem kætir, eflir og kennir manni eitthvað nýtt á hverjum degi.     Sama að segja um heimasætuna sem er strax kominh á fullt í háskólanámið og tekur það virkilega alvarlega....ég er farin að skríða upp í til hennar til að heyra fréttir og rifja upp gamla tíma ...þegar ég þóttist ætla að verða kæri sáli líka. 

Þar til næst..


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband