Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

svarthvíta hetjan

                                                                Svarthvíta hetjan mín

                                                     slekkur á hugsunum.grensas_019.jpg

Áfram áfram hvín

í kallinum í nýju buxunum

það nýjasta er ..að fara aftur á bak

á reiðskjótanum og nota þá lömuðu.

Hún skal er markmiðið og hún hlýðir.

(hún= vinstri löpp)

   

InLove....ses


Stunur og sársauki

Muna framvegis að taka ekki of mikið að sér....en ef þú gerir það þá verður þú að treysta á að annað fólk geri sitt!

Minn ektakarl kom hingað heim og var svo ánægður, hökti út um allt. Kom reyndar að læstu húsi en settist að hjá nágrannanum þar sem ég varð að finna hann.   En minn maður hefur alltaf verið frekar hvatvís og ekki mikið fyrir að hugsa hlutina áður en framkvæmt er...og það gerðist núna...hann var  aðeins að monta sig og stóð upp án hækju og datt.  E-ð sem var nú búið  að undirbúa okkur fyrir að margir gerðu og við að ræða saman um að hann mundi ekki gera ....en nei nei...gamlir hundar geta ekki lært. Hann þagði líka yfir afleiðingunum allan daginn og valdi það svo eftir mikla umhugsun að stynja aðeins þegar hann var komin upp í rúm.  Jú jú ég hefði getað misskilið þessa stunur og sofnað með bros á vör en e-ð sagði mér að ég hefði nú ekki verið búin að vinna mína vinna til að þessar stunur kæmu fram svo ég stóð upp og fór að yfirheyra minn karl.   Þá gat hann varla talað fyrir sársauka, vildi ekki auka á erfiðið hjá mér en gat sig ekki hreyft fyrir eymslum í baki.  Minn ektakarl fór beint á Slysó...grunur um rifbrot og þaðan á Grensás.   Já og ég tek ekki á móti honum um helgina....hann verðu að læra að hugsa fyrst...framkvæma svo.  hopes.jpg

Hjartað mitt í brotum og sálarlífið frekar höktandi en við hér heima reynum að halda utan um hvort annað og teljum oft upp á tíu áður en e-ð er sagt sem ætti að vera ósagt.

Minn ektakarl byrjaði sína lyfjameðferð í vikunni , er að bíða eftir svina/froska sprautunni...þar sem veikindi eru að fara með minn vinnustað og ég dáist af rólyndi hans.  Þekki hann ekki af öðru en dugnaði svo það kemur ekki á óvart en rólegheitin....þar er ég að kynnast nýrri hlið.

 

 Sideways..þar til næst


Margt af viti

panicTossalistinn var styttur um helling í morgun, tölvan og síminn mikið þarfaþing og ég svo ánægð með árangurinn.   Held að það sé rétt að ég er með nokkrar hendur og get gert margt í einu...en leysi reyndar bara eitt vandamál í einu...hitt er bara reddingar.

Á morgun fær minn ektakarl að koma heim og sofa hjá mér....gleði gleði!   Svefnherbergið að verða til á neðri hæðinni og síðustu nótt fékk minn fyrrverandi tengdasonur með litla ömmusoninn að gista þar og þá lofaði ég þessum litla að hann fengi afmælisveislu hér hjá bróður sínum ...já líka á morgun.  Fíkillinn, mamman fær ...úpps fær líka að koma við í afmælið og hetjan mín ætlar að skella sér líka yfir.  Sá litli yfir sig ánægður, amman búin að lofa playmobil köku sem er ekkert mál þar sem mörg góð bakarí sjá um svoleiðis þjónustuHalo...svo eru góðar vinkonur frábærar þegar svona kellur eins og ég taka aðeins of mikið að sér!   Hér verður semsagt hjólastólarallý og læti í smá tíma en svo fær minn ektakarl að skríða í hornið sitt.  Hugguleg heiti og róleg heit annað kvöld....þar sem ég geri mitt besta að vera róleg og góð við minn karl!

  hvíla

 

þar til næst...InLove


Æxlið farið....

Æxlið farið en eitthvað sem Jakop doktor kallar þykkildi , gæti kannski skýrt einhverja truflun á blóðflæði og taugartruflun í kjölfarið á því.  Þetta var það sem skurðlæknirinn hélt að gæti komið fram.  Gott mál...og nú er það lyfjameðferð sem hefst næsta mánudag.  Við segjum bara jibbí við því!

Prinsinn vill ekkert tala um pabba sinn, ekkert sem er óþægilegt en ég er þrjósk og mig langar svo að honum líði  betur...búin að fá teymi til að hjálpa mér í skólanum en heimavinnan hans er að fara með okkur tvö.   Þetta var áður gæðatími en núna fyrir hann er ekki gaman að hafa mömmu sína í símanum þar sem miserfiðir aðstandendur vilja ræða málin,  í tölvunni, breyta húsnæðinu í huganum, pæla í hvenær væri best að sjá kallinn sinn og þess á milli kíkja yfir öxlina á honum um leið og ég hræri í pottunum.....já ég eldaði í fyrsta sinn í gær í þrjár vikur.Joyful

Ömmusonur aðeins rólegri en ramminn þarf að haldast í kringum hann og það gerir hann....það gengur bara fyrir.  

Kvöldið endað með púrtvínsglasi....með góðri vinkonu sem hélt hér hjá mér opið hús þar sem hún var að kynna kjóla og peysur sem hún hefur hannað og saumað...og fullt af skemmtilegum konum komu við......og vinkonan kemur aftur á morgun að þrífa.  

Þetta var allt yndislegt og ég þurfti á þessu að halda.

.....þar til næstHeart

 


konur í stígvélum...

Veit ekki hvað á að segja um mann sem stendur upp úr hjólastólnum sínum og gengur inn á stofu til skurðlæknisins....kallinum(góða) sem skar of langt og olli þessari lömun sem er að hrjá minn ektakarlGetLost Skurðlæknirinn bara svekktur vegna ástandsins á mínum manni og hristi höfuðið aftur og aftur á milli þess sem þeir sögðu hvor öðrum fótboltafréttir.  Auðvita skar hann ekkert of langt...en eins og hann segir þá er þetta allt í lagi ef hann hefur náð öllu...en mér finnst það ekki skipta máli...hann gerði sitt starf sem var að fjalægja æxlið og við vissum að þetta gæti gerst...engin bein skýring á lömuninni  miða við myndir sem teknar voru eftir aðgerð.  Þessi heimsókn endaði á því að minn ektakarl faðmaði lækninn og sagðist senda honum boðsmiða á völlinn.  Hvað er hægt að segja um svona kalla?

Í fyrrmálið er það MRI myndatakaog nú fer hann baka til vegna hjólastólsins...og við urðum sátt um það að láta Jakop kallinn hringja í mig með niðurstöður...var e-ð eftir eður ei af þessu skemmda vínberi?

Minn ektakarl bara feginn að ég fari ekki með honum...ég er víst frekar erfið og spyr of margra spurninga en það er ekkert að spyrja um í fyrramálið bara góðar konur sem sjá um minn karl.

Á Grensás eru líka margar góðar konur en hann segir það ýktar sögur um að það sé gaman að fara með tveimur kvenmönnum í sturtu....og alls ekki neitt spennandi við það.  Þær klæddar í regnagalla st_igv.jpgog háum hvítum stígvélum við að spúla hann...jamm svona lýsir hann þessu!  Væri nú spennandi að eiga þetta á filmu þar sem hann er alveg að ráða við þetta sjálfur og getur þá seinna hlegið að þessu..sem hann nú gerir í dag líka.   Annars gengur dagurinn út á það hjá honum að æfa sig að ganga fram og aftur þarna um gangana.  Um síðustu helgi þá fór hann  og skrapp og tippaði með vinum sínum og mér skilst að þeir einir hafi unnið 13 rétta...kom aðeins við hér en sonur hans...vöðvabúntið sæta gat aðstoðað pabba sinn við þetta allt.

Nú er borðstofuborðið selt...og verið að breyta stássstofunni í svefnherbergi ...bíð eftir vetrarfríinu svo ég geti farið að gera e-ð að viti.

þar til næst....InLove

 

 


Höfðinginn minn

14. október 2009

Höfðinginn minn

Það er ekki að sjá að hér hafi verið opnað þrisvar sinnum ..sama Títanium hliðið tekið út og sett svo aftur eftir að hafa gramsað og leitað af æxlisfrumum. Útkoman var áfram 3.stigs æxlisfrumur og eftir myndatöku í næstu viku þá verður ákveðið með lyfjameðferð.
Þetta er ekki létt verk...en minn ektakarl hamast við æfingarnar og á markmiðsfundi í morgun var ákveðið að hann kæmi í dagsheimsókn um helgina og helgina eftir fengi hann að gista....mikið grátið og erfiðast er þetta fyrir prinsinn okkar sem á erfitt með að skilja það að pabbi hans eigi kannski ekki eftir að nota aðra hendina þó hann geti gengið með hækju. Flækjurnar sem ég flétta mig inn í eru endalausar og stuttur þráðurinn gangvart kefinu....og þá er gott að vera í vinnunni og hugsa um 25 einstaklinga þar. bara bilun

 

En þetta gengur......Sideways


hugs...hugsa..hugsanir í flækju

Er að prófa mig aðeins...finna mig hvar ég vil vera...

http://teygjustokk.blogspot.com/

þarf aðeins meiri kennslu...og eins hvað verður um efnið mitt hér?


einn duglegur

Nú verða framfarirnar myndaðar þannig að hann og við getum minnt okkur að að öll lítil skref skipta máli.

 þar til næst...InLove


Ný reynsla eða er hringurinn að lokast?

Þegar þú finnur til..þá finn ég til, svona er þetta líklega  með okkur öll og það er erfitt að horfa á ektakarlinn minn og sjá vanlíðan hans yfir  ástandinu á sér eins og hann kallar það.   Við grínumst með það að það sé eins gott að við erum vön hjólastólunum en um leið þá fer það inn að hjartarótum á mínum karli að ég....hann hugsar alltaf um mig...skuli aftur fá þennan kafla inn í mitt líf.  En sá kafli er í sem betur fer enn í mínu lífi, mín elsta dóttir er í hjólastól og hún er hetja....hringir reyndar dálítið oft í hana múttu sína en veit um leið að ég svara ekki alltaf. 

Minn ektakarl er fluttur yfir á Grensás og byrjaður í endurhæfingu þar, með  sama sem enga tilfinningu vinstra megin í líkamanum en samt eitthvað að koma....getur ekki hreyft fingur en aðeins lyft fæti og kippt hendinni við.  Algjör sigur og það er montinn maður sem sýnir okkur þetta.  Ég mæti í mina vinnu, hagræði reyndar aðeins þannig að ég geri eiginlega bara það sem skemmtilegt er...og ég sem segi að það eigi ekkert endilega  að vera gaman í skólanum....en OK....skemmtilegt fyrir kennarann!  Tek einn klukkutíma í einu...ef  þetta gengur þá og tárin fara ekki að hrynja niður á nemendur mína...þá held ég áfram....en smá spor í einu.   En það er lika flókið að allt í einu vantar einn í fjölskylduna en hann er ekki farinn fyrir fullt og allt.....þannig að við getum þakkað það.   

Fíkillinn minn sem er enn á Kotinu var að fara að vitna ..hvað sem það er nú....eitt kvöldið og ég spurði  hana hvort ég mætti ekki koma með og segja nokkur orð um  mína reynslu af henni og hennar málum.  Fíkillinn minn spurði mig þá....mamma ætlar þú að vitna um það hvað Guð hefur gert fyrir þig?   Nei alls ekki svaraði ég....ég ætlaði einmitt að segja hvað hann hefði ekki gert...og fíkillinn sagði þá hlæjandi ,,einmitt...mér datt það í hug!

Við förum mismunandi í gegnum þetta

Þar til næst......Heart


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband