Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
26.5.2009 | 15:57
Indland fær að njóta.
Eina ferðin enn kyssi ég heimasætuna, brjálæðinginn minn og kveð og segi henni að fara varlega. Prófatörn lokið hjá henni og það er ekki að spyrja að hún stóð sig stórkostlega. Nú á að skoða Indland og vinna þar á heimili fyrir geðfatlaða og kynnast fólki sem hefur þessi sömu áhugamál og hún, skoða, ferðast og upplifa nýja hluti . Kalkútta verður heimili hennar næstu mánuði en hún stefnir á það að halda áfram námi í haust þannig að hún kemur aftur heim
Afleiðingar kóngulóarbitsins sem hún varð fyrir í síðustu ferð, Víetnam, er enn að angra hana en hún segist vona að hitinn þarna úti virki vel á húðina...verst að ég geti ekki troðið mér ofaní þennan risabakpoka sem hún fer með bara til að fá að bera á hana öðru hvoru krem sem á að stilla kláðann.
Frábært að geta líka farið út og lokað þessari hurð á milli sín og systkina sinna sem oft geta verið henni erfið, tvíburabróðir hennar og já fíkillinn eiga mjög svo erfitt með að skilja það hvað hún geti verið að eyða tímanum í lærdóm og hvað þá þessi ferðalög.
7.5.2009 | 11:15
Kyrrstaða
5.5.2009 | 23:30
Óskageislar
Það getur verið svo gaman að gera það sem lengi hefur verið í óskapokanum og þannig losað um þröngar hömlur þess að það er hægt að gera, framkvæma það sem sumir vilja en aðrir ekki... það er hægt að vera sammála um að vera ósammála.
Um síðustu helgi þá skellti ég mér til Akureyrar með prinsunum, einn stór draumur í dós! Við leituðum mikið af piparkökuhúsinu sem ömmusonur var viss um að væri í skóginum. Prinsinn minn fékk að vera hestamaður í einn dag.. á Dalvík og tók á móti miklum fróðleik um umhirðu hesta...en þar var góð vinkona sem tók að sér frábært verk fyrir hungraða drengi. Töldum tröppurnar nokkrum sinnum upp að kirkjunni til að vera viss...ömmusonur gafst upp á miðri leið!
Brynjuís á dag kemur skapinum...
Við semsagt fylltum á geislabúrið og höldum ótrauð áfram...myndataka á morgun hjá mínum ektakarli
Þolmörk heimilsmanna eru teygð í allar áttir þessa dagana. Heimasætan í prófum og er svo á leið til Indlands eftir tvær vikur, sjómaðurinn aflar vel en vill svo fá að vera heimilismaður hér þó mamma gamla hafi hent honum út nokkrum sinnum og allir sénsar eru uppurnir en múttu gömlu til armæðu.... svona haltu mér slepptu mér samband... þá á þessi yndislegi afleggjari fataskáp hér enn sem hann fær aðgang að undir ströngu eftirliti.
Mikið í gangi hjá fíklinum mínum, sorglegt ferli sem tekur á alla að horfa á en ég er í góðri æfingu við að segja nei og vanda mig vel við það að vera ekki alltaf til staðar. Oft á köflum full vinna að gera þetta!
Andstöðurþrjóskuröskun herjar því á mig á fullum krafti og ég mæti í mína leikfimistíma og hoppa þar upp og niður á pöllum eins og ekkert sé...og það er svo gaman að gefast ekki upp þó löngu gleymdir vöðvar finni til og neiti að fara eftir fyrirmælum.
..þar til næst...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)