Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Ekki grípa alltaf boltann

Fótbolti, sól, vinir og nóg af góðum bókum til að kíkja í...fullkomin blanda á þessu heimili.  Danski afleggjarinn okkar hjóna hefur verið í heimsókn og tíminn hefur liðið svo hratt og yndislegt að sjá hana með pabba sínum og ræða hennar hugleiðingar um veikindin hans og lífið almennt.  Nóg af þúfum hjá mörgum til að stika yfir en eins og ég er alltaf að reyna að koma til skila ...er að áhyggjur hjálpa ekkert til..nema til þess að láta okkur líða illa og því er það val mitt að láta þær ekki komast að....það er mitt verkefni þessa dagana.  Viss afneitun í gangi!vestmannaeyjar_61.jpg

Áhyggjurnar hjá mér eru settar fram í huganum sem fallegt vatn....sem ég svíf yfir og öðru hvoru tylli ég mér niður og ýri ypp vatnið og mynda öldur. Í mörg ár talaði ég um kommóðu...með fullt af skúffum sem ég setti erfið mál í og opnaði svo eftir þörfum.

  Kellingin mín í Indlandi er ekki mikið að segja múttu sinni en hún er komin til Nepal, er að ferðast þar en lendi í einhverju óhappi/slysi sem hún vill ekkert tala um....og ég setti þau mál bara á bólakaf í þetta fallega vatn mitt.  Hún er ekki væntanleg heim fyrr en eftir mánuð   InLove  ..samt var ég svo að vona að hún kæmi fyrr en hún vill ferðast og skoða meira.  Við dettum stundum á sama tíma inn á msn og í dag var hún  komin  með mikinn hita og mikla og sára verki í kviðinn.  Þessi baráttukerling lofaði að vera komin á spítalann í fyrramálið en þarna er hún ein á ferð og á e-ð erfitt með á ákveða forgangsröðina og engan til að ræða við!                                         

 

 Minn ektakarl farin að vinna allan daginn en vinnan hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá honum og þó að þrekið sé ekki alveg komið þá lætur hann sig hafa það.  Við fáum þreyttan en ánægðan karl heim billede_205_885342.jpgsem sér rúmið sitt í hillingum..nema þegar liðið hans er að spila þá er farið snemma á völlinn til að kjafta..og fá fréttir.   Myndataka eftir rúman mánuð og yfirleitt fer vist ferli í gang á heimilinu sem byrjar hjá mínum ektakarli..þungur og lokaður sem hægt og rólega svífur inn á okkur öll...og þá er eitt að gera og vera viðbúin og setja aðgerðarplan í gang sem byggist á því að fá sem flesta í heimsókn eða fara í heimsókn og kjafta þennan þunga niður.

Prinsarnir fórum með mér í afturhvarf til fortíðar ferðalag....þar sem sumar_011.jpghlátursvöðvarnir voru fundnir upp á nýtt en vinkona til margra..margra ára kom með okkur og og við saman rifjuðum upp öll skátalögin og leiki strákunum til mikilla gleði. Dekruðum við á okkur á allan hátt og fundum þennan frábæra veitingastað á suðurlendinu sem við sóttum stíft í.

Ég stunda enn skoppið/ leikfimi, en afleggjararnir kalla það ræktina,  á fullu og núna er það nýtt takmark eftir að einn lítill og sætur sagði við mig..amma þetta er allt laust á þér ..um leið og hann ýtti fingri inn í Tounge þrýstinn en slakan vöðva á upphandlegg.  Vinkonurnar kalla þetta ömmuvöðva þar sem þær þykjast ekki vera með þetta enda ekki ömmur en þá..aha!

 

InLove..þar til næst

       

 


svífandi...glaður

Prinsinn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband