Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
30.9.2009 | 22:11
Æxlið á brott
Æxlið var tekið í gær og vonandi ekkert meira en það. Minn ektakarl vildi ekkert mikið hugsa út í
aukaverkanir, allt á alltaf að vera í lagi. En við erum ekki alltaf svo heppin og í þetta sinnið fór svo að mikil lömunareinkenni koma fram vinstra megin fram í líkamanum. Þar sem þetta er í þriðja skiptið sem hann fer undir hnífinn þá er þetta alltaf það sem ég óttast, ekki minn ektakarl. Öll ævintýri enda ekkert endilega vel en hann er á lífi og það skiptir mig máli en reyndar er ég viss um að þetta endi vel. Lífið er ekki dauflegt á okkar slóðum, nóg að gera og það að stappa stálinu í minn mann núna í kvöld reyndist mér létt verk. Ég bað hann vinsamlega...já ég var vinsamleg.. að líta til baka á okkar ár saman og segja mér hve oft við hefðu getað gefist upp og hve oft sorgirnar hafa skapað hamingjustundir þó það hafi kannski ekki gerst akkúrat á þeim tíma sem við vildum.
Við gefum okkur tíma til að komast yfir þetta, gefum okkur tíma til að sjá hvort þetta hverfi ekki tilbaka sem oft gerist með svona stælta og flotta menn.
Við höfum hamingjuna aðeins að láni....minnum okkur á það.
..þar til næst
22.9.2009 | 23:30
allt að koma
Hittum einn í viðbót doksann í gær....sem hafði aldrei hitt eins ríkt fólk og okkur. Ríkt af börnum...
Hann vildi gera allt fyrir okkur og sagðist vilja veita okkur eina góða ósk.... og fór höndum um lampann.
Óskinn okkar var að minn ektakarl fengi að sofa betur og lengur og að það leiði af sér að ég sofi lika betur. Hann hafði einhverjar meiri áhyggjur af mér....og vildi meina að ég væri varla í ástandi til að vinna. Eins gaman og það er í vinnunnni....og aukavinnunni....já stundum er útidyrnar heima hjá sér ógnandi.
Aðgerðin í næstu viku...og við öll að venjast tilhugsuninni. Full kista af góðum fisk sem góðir vinir fá að njóta um helgina og dekur við okkar á öllum vígstöðvum.
..ses
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2009 | 23:51
Tárinn renna hjá prinsinum....
Erfitt að vera bara 10 ára og þurfa að að hugsa um erfiða hluti...og þá er gott að setja koddann yfir eyrun ..neita að hlusta og tárin renna...en ég vil að hann fái að fylgjast með eins og hann getur miða við aldur og eins vil ég ekki að hann heyri e-ð um aðgerðina annarsstaðar. En hann er frábær...og ég verð að monta mig af þessum dreng sem sýnir hér listir sínar með bekkjarfélögum. Ömmusonur er nú á þeim aldri þar sem allt er bara svart og hvítt....flott afi hjá lækninum að taka þetta bara...þá verður þú kannski ekki svona pirraður lengur
..þar til næst
Vinir og fjölskylda | Breytt 19.9.2009 kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2009 | 20:03
Slípa hnífinn...út með allan aukavöxt!
Ákveðið var að fjarlægja þetta æxli sem vill vera að troðast þarna inn í tóma rúmið, enda kannski ekki vanþörf á þegar það kom í ljós...að þarna var um upprunalega æxlið að ræða sem var fjarlægt fyrir 4 árum að hluta til en við vissum alltaf að það væru leifar eftir vegna þess hve langt það lá inn í miðju heilans og engin áhætta tekin með það þá svo við vissum alltaf af þessum afgöngum. Þarna var um 3.stigs og að hluta 4. stigs æxli og nú er það að vaxa áfram í hjólför fyrra æxlisins...sem er betra mál en ef það væri að fara í hina áttina. Áfram er þetta alltaf að gerjast innan geislasvæðisins sem er líka gott...margt bara gott mál við þetta heilakrabbamein..sem þýðir líka að hægt er að fara inn á sama stað, opna títaníum hlíðið sem er þarna og þræða sig upp í sama farveginn...og burtu með þetta! Fyrir okkur er þetta viss léttir að það er e-ð gert núna því erfitt hefði verið að hugsa um þetta eða ekki hugsa um þetta að næstu myndatöku sem hefði líklega sýnt okkur að þetta hefði stækkað og jafnvel í aðrar áttir...jafnvel og kannski eru orð sem við notum mikið enda mikil von í þeim. Vonin um að hægt sé að ráðast á þetta..vísindunum fleygir fram, ný lyf alltaf að koma fram og tæknin er alltaf að verða betri og betri.
Þetta gerist líklega í næstu viku eða þarnæstu....minn ektakarl getur ekki lengur legið í dvala og látið eins og ekkert sé að...farinn út að hlaupa og koma sér í betra form.
...þar til næst
15.9.2009 | 21:19
ég óska þér gleðinnar...
já það er margt sem hægt er að njóta...og nú er ég engin Pollýanna. Ég barasta elska að gera það sem mér finnst skemmtilegt og gefur mér mikið. Eigingjarna ég!
Ég óska öllum þess að deila gleði með einhverjum sem þykir vænt um þá.....óska þér þess að geta brosað þó það engan veginn passi inn í umræðuna. Yndislegar minningar eru þess virði.
Að láta heillast ...að vera ástfangin af raunveruleikanum....ekki forðast hann!
í kvöld átti ég yndislega stund....dóttir mín hér heima er með enska vinkona sína og ég vildi að hún hitti sem flesta úr fjölskyldunni....hmm já....nærfjölskyldunni. Tveir stjúpsynir, ein dóttir og ensk vinkona, ein tengdadóttir án sonar míns sem var að fara á sjóinn, einn prins sem var mjög upptekinn af Mann...fótboltaleik og hljóp út og inn til að fylgjast með og svo litli ömmusonurinn...ömmumömmusonurinn, Minn ektakarl var hér jú líka en var svo spenntur því vinirnir úr old boys höfðu kallað á hann...og stoltið rauk...út á haf og hann ákvað að mæta. Við erum rík...átta börn....tvo ömmusyni þar sem annar býr hér....tengdabörn sem taka okkur eins og við erum og svo eru það þessu fyrverandi tengdabörn líka. Við erum líka rík af tengdamömmum og pöbbum......já ríkidæmi það er ef við hugsum um börnin okkar og já ég er rík af fyrrverandi eiginmönnum og mæðrum stjúpbarna minna. Sumum finnst þetta skrýtið en hugsum um það.....á
ákveðnum tímapunkti þá þótti okkur mikíð vænt um þetta fólk...og við verðum tengd því......í gengun börnin okkar, barnabörn svo við skulum muna þessar tilfinningar. En OK ég furða mig oft á minni miklu hæfni að láta þetta allt púslast upp.. .en þetta fólk er bara svo gott fólk....enda um hvað annað að velja??
Vinur er sá sem veit allt um þig og metur þig samt mikils......orð sem ég met mikils
Heyri í skurðlækninum á morgun....svo er annar krabbalæknir í næstu viku. Svo gott að hafa e-ð svona smá að gera í hverri viku...það ýtir alvarleikanum frá. Segi samt eitt....allir sem eiga í svona erfileikum...veikindum....krísu...tala um að eiga góða að...fjölskyldan stendur við hlið þeirra....HMMM ..við eigum okkar börn..og erum á fullu við að stappa í það stálinu,....og við sækjum okkur hjálp...í vini og fagmenn. Minn ektakarl er reyndar í alvarlegri afneitun...og mér finnst það í lagi. Ég hugsa um mig,....pínu um hann Forðast fólk okkur vegna vandamála....sem eru ekki vandamál...þetta eru veikindi...en ekki langar mig að taka í hendina á fólki sem mætir á endanum í jarðaför en hefur ekki látið sjá sig eða látið heyrt í sér í ára.....tugi!
...þar til næst,,,,
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2009 | 23:45
Æxlisskömin....skemmda vínberið!
Á heilamynd sáust ....the black holes....tómarúm þar sem fyrri æxli höfðu verið og jú heilavefur líka sem er nú farinn. Skrýtið að það er hægt að missa svona parta...flest allt virkar eðlilega. Þarna er æxli að vaxa...æxli á þriðja stigi líklega, inn í tómarýmið þannig að það þrýstir ekkert á og hann ætti ekki að finna fyrir þessu. Spurning um hvort þetta væri þá ekki líka að vaxa inn á við....var ekki hægt að svara. Þetta er enn innan geislasvæðisins...og þessi læknir vill ekkert gera...sjá til eftir þrjá mánuði en um leið vitum við öll að það eina sem gerist í stöðunni er að þetta vex og í næstu myndatöku verður þetta orðið stærra. Minn ektakarl vill treysta á sinn lækni svo rosalega gott að vera í afneitun ekki verða neitt erfiður en ég vil fá meiri pælingar og hitta annan lækni. Pantaði tíma hjá öðrum í næstu viku...og minn maður er sáttur við það!
...góður dagur í dag...báðir prinsarnir tóku þátt í Grafarvogshlaupi fyrir sinn skóla og unnu gullið.
Þar til næst