Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Prinsadagur framundan

Tek við orkuskotum úr öllum áttum en sumu er ekki hægt að stjórna....það er rok í höfðinu á mér og erfitt að hemja það á einhvern hátt.   Bara rugl að ektakarlinn hafi farið í myndatöku í gær þegar við erum ekki alveg tilbúin að heyra neitt....þar sem prinsinn okkar á afmæli á morgun og stefnan sett að leyfa honum að njóta þess.  

Venjan hefur verið frá því að hann fæddist að allir fjölskyldumeðlimir sem búa á heimilinu vakni upp, setji kerti í köku og vekji hann syngjandi og alltaf hlakkar hann jafn mikið til.  Um síðustu helgi var ég að setja saman vikuplan í höfðinu á mér þegar þetta óveður þar skall á....allt fór að rekast á...og prinsinn að byrja að tala um sína tilhlökkun yfir þessu öllu saman.  Alltaf tala ég um að ég vilji ekki að hann eldist.....vil hafa hann lítinn gæja sem vill kúra hjá múttu sinni og alltaf lofar hann mér því að það muni ekki breytast.  

En myndatakan ....í gær en við viljum engar fréttir fyrr en á fimmtudag...en þá er líka strákaafmæli ...en ég sendi þá bara út í ratleik og pizzu á eftir.  Mig vantar svona planer...gæja sem skipuleggur fyrir mig fram í tímann og setur niður það sem þarf að gera....   Hvað gerir svo kella, þessi mútta sem á þennan yndislega gaur sem er að verða 11 ára á morgun þegar hann segir oho mamma ég hlakka svooooo til að sjá hvað þið gefið mér í áfmælisgjöf...ég er svo spenntur því það sem mig langaði mest í ( og það var bara tvennt) fékk ég í jólagjöf.   Argasta sarg hljóð heyrðist innan úr höfðinu á mér.....og í hljóði hugsaði ég ...já ég er líka spennt að sjá hvað þessir foreldrar þínir gefa þér...elsku karlinn minn.shellmot_2009.jpg

En við vöknum og læðumst inn til hans með muffins köku..kerti og syngjum þau okkar sem erum hæf til þess og það að þessi elska fái drauminn sinn....já það þarf ekki mikið til þess að gera hann ánægðan ..bara að halda venjunum við og þá er allt í lagi með allt.  Lifum eftir því!

 

Heart..þar til...eftir doksa heimsókn.


Fjölgun í fjölskyldunni...er sekt við því?

Allir tala um að hugsa vel um sig....sem ég efast ekki um að allir hafi nú áhuga á að gera og vakningin er slík í samfélaginu að bók sem gamall vinur skrifaði um að setja súrefnisgrímuna fyrst á þig....svo á aðra á vel við í dag.   En ég fullyrði  að ég hugsa um mig í fyrsta sæti enda er það mitt að meta...ég geri helst bara það sem ég vil gera.....svo það sem er leiðinlegt og síðast það sem ég tel að skipti engu máli en endar á svo á tossalista sem ég þarf að gera...neyðist til að gera!    Það sem ég geri í dag er mitt val....engin sem fær mig til að gera annað.    Ektakarlinn minn er að uppgötva það hægt og hægt að hann á freka  og ákveðna konu og þessi kona vill að vissir hlutir séu gerðir og að hann geti gert þá.   Læknar tala um að hendin á honum sé lömuð en lömuð hendi finnur ekki til en hann er virkilega þjáður og illa verkjastilltur þannig að þessi kella fékk það hlutverk að verða dópdíler....jamm..hann nær ekki halda utan um hvaða lyf hvenær svo hókus pókus.....ég fékk eitt hlutverk í viðbót!  Verð örugglega handrukkari í framhaldinu....saga til næsta bæjar...er það ekki bara?

Annað hlutverk sem ég tók af mér viljug er að yngri ömmusonur er á leiðinni að flytja hingað....já það er pláss...meiri læti og meira um afbrýðissemi...en þetta vil ég enda um algjöran ljúfling að ræða og nú erum við ömmurnar að hjálpast að þangað til hann fær leikskólapláss hér í götunni.   Kannski er þetta leið til að hugsa ekki um herra krabba....en þeir bræður eru ánægðir og prinsinn minn  segir þetta hið besta mál.....fjölskyldan öll tók vel í þetta enda hvaða afsökun höfum við að gera þetta ekki....afi og amma líka í næstu götu sem þessli litli sækir mikið  í.....nóg er að afkomendum...svo hvað er eitt í viðbót.

Hugurinn fær aldrei frí segi ég....minn ektakarl á fullu í endurhæfingu en nú er myndataka á mánudag...varla að ég skilji það að það séu komnir 3 mánuðir síðan aðgerðin var gerð.  Hann er ekkert alltaf glaður minn karl...oft mjög pirraður og erfiður í samskiptum því bæði er það getan og svo minnið sem er að trufla hann.   En ég geri margt til að hafa hann glaðan en það er eins og það sé slökkt á þeirri stöð hjá honum svo mín meðvirkni nær ekki lengra.    Strákarnir okkar fjórir sem allir æfa knattspyrnu með Fjölni láta okkur hafa nóg að gera, mæta á leiki og æfingar, sjómaðurinn í því að fylla kistuna af fiski, fíkilinn komin út og er að koma sér fyrir, heimasæta dúxar og gerir lífið bærilegra hér heima fyrir, hetjan mín er ákveðin að stefna á Eurovision í Osló með mér og systu minni....og stjúpdóttirin stefnir á að koma heim frá Danaveldi til að knúsa pabba sínn og fá fjölskylduna í æð.  Stefnan lengi verið að minnka vinnuna...en e- reynist það erfitt...bæði vegna þess að þar er gaman og svo er vinnan mín bara það flókin að erfitt er minnka það e-ð....hef ekki haft orku í að ýta á það í sífellu.

Okkar fjölskylda, algjör teygjufjölskylda en þetta er okkar veruleiki og vonlaust mál að kalla hana skrýtna.  Gullmolar, prinsar, hetjur eða fíklar.....í góða súpu notum við það sem kemur að notum og er nothæft í ísskápnum...yffirleitt er gaman að lifa....enda er það val mitt.

InLove..óska eftir sterkum orkustraumum fyrir næstu viku...svo margt í gangi þá....þar til næst!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband