Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Leynistaður hugans

Hvað er leynistaður í ykkar huga.

Minn leynistaður   ...er á stað út á landi og hér áður fyrr keyrði ég þangað með fullan bílinn af börnum og Brunaliðið ómaði alla leiðina.  Nú í seinni tíma, með vaxandi aldri þá er flugleiðin notuð og bara eitt örverpi fær að fljóta með.

     Það sem gerir þennan stað að leyni er að hann fyllir mig orku....án þess að aðrir vita af því.....og sjá það heldur ekkert á mér og oft er það nóg þegar hugurinn er að fyllast af óróa.... þá meira segja nægir að hugsa um staðinn..... það kemur vissri ró á..... af því ég stefni að fara þangað fljótlega..eða kannski ekki!

 Að fara þangað er eins og ég fari yfir í annan heim, lifi jafnvel öðru lífi .  Algjör blekking en góð blekking á meðan á því stendur.

   Annað fólk hefur aldrei skilið hvað ég sé að flækjast þetta,  .........veðurteppist oft sem er bara plús í mínum huga en mikill galli hjá mínum yfirmanni.   Fólk hefur heldur ekki viljað skilja hvað það er mikil sæla að fara yfir í annað umhverfi, skilja karl og bú eftir og sitja ein að góðri vinkonu sem fátt getur haggað við...eyðir tímanum í að hlusta á mitt mál og er sérfræðingur í að láta mig eyða mínum krónum í fallega hluti.   En ég þreyttist seint að segja fólki að það sé eins langt fyrir mig að hitta vini mína þarna og þá að koma hingað.....en oft er það svo að við sem búum í borg óttans.... okkur finnst  sjálfsagt mál fyrir landsbyggðina að kíkja í kaffi!

  Jæja...leynistaðurinn....ef ákvörðun hefur verið tekin að fara á leynisstaðinn..ákvörðun sem þarf að taka í tíma...þá er brunað seint á föstudegi út á flugvöll....og tilfinningin að setjast niður inn í vél með beltið spennt er ólýsanleg.    Járnbrautastöðin sem var í höfðinu á mér....er skilin þarna eftir og ég loka augunum og held í höndina á því örverpi sem var svo heppið að fá að fljóta með...því ég er ekki meiri hetja en svo að flughræðsla gerir æ meira vart við sig.    Rétt fyrir lendingu  á vélin það til að dansa svolítið og sleikir yfirleitt þökin á kaupstaðnum sem stefnt á er og þá er gott að hafa vissan poka í kjöltunni.

Ísafjörður.   Engin tengsl önnur þangað nema góð vinkona og hennar fjölskylda búa þar og yfir tuttugu ár hef ég farið til þeirra, fyrst til Bolungarvíkur, svo  Hnífsdal.... og nú ‚ Ísafjörð.  

Vinkonan dró  mig eitt sinn á skíði þó ég hafi sjaldan stigið á skíði enda endaði sú ferð á því að ég gekk niður fjallið og átti að sekta mig fyrir það að missa skíðið niður.     Kajaka ferð þar sem selir syndu í kringum mig...fjallgöngur, bakstur fram á rauða nótt....og allar sundlaugar á Vestfjörðum hafa verið heimsóttar.   Annað misjafnt en skemmtilegt  segi ég ekki frá því það verður áfram leyni!

Aftur að leynistaðnum...vinkonan þessi býr í blokk á ...og útsýnið yfir bæinn er eins og fallegasta málverk og við stofugluggann þar sem ég get setið tímunum saman og horft á skýin, fjöllin, skipin og bæjarlífið...bæjarlífið beint í æð.    Allan tímann..sem er mestallur  tíminn... sem ég sit þarna er ég á spjallinu við fjölskyldumeðlimi en er eins og ég sé í sápukúlu sjálf og heyri í þeim að utan.  Algjör sæla.... fyllist orku...anda inn ...út.  Upplifi oft að ég hljóti að hafa verið Vestfirðingur í fyrra lífi...

IMG_3717[1]

Leynistaðurinn minn er þessi tilfinning í sápukúlunni  þarna í glugganum á Ísafirði þar sem ég soga orku staðarins  í mig og reyni að láta hana endast fram á næstu heimsókn...

GetLost....

 

 


Þú ert dýrmæt perla...mundu það

 

Verkefnið sem ég fékk á sínum tíma að ala ömmusoninn upp er að ganga vel á flestum sviðum...við erum eins og salt og popp....Tommi og Jenni....getum ekki verið án hvors annars og okkur finnst það gott.   En mitt verkefni er að gera hann sterkari, gera hann sáttari, tilbúinn að takast á við lífið með það sem hann hefur í reynslubankanum og erfðarmenginu.   Kvíði, árátta og alltaf viss um að allir gefist upp á honum hrjáði hann lengi en þetta er allt annar drengur í dag.  Drengur sem veit sínar sterku hliðar, er enn að máta sig við frænda sinn, prinsinn minn, en drengur sem er sáttur og veit að amma gamla er að gera það allra besta fyrir hann, stýra honum í gegnum tilfinningarótið sem hefur svolítið fylgt honum.Vestmannaeyjar (61)

Þegar ég á góðri kvöldstund, síðasta vor, sagði honum frá því að hann ætti annan pabba en þann sem hann var að gráta yfir af söknuði (en sá flutti af landi) þá horfði hann á mig og sagði annan pabba hvernig get ég það.  Amman fór í það að útskýra á sem fallegasta hátt kærustuparið sem á sínum tíma bjó hann til en hann hafi verið svo lítil þegar hinn pabbinn kom inn í spilið og að pabbi hans hafi viljað leyfa honum að vera í friði en alltaf samt hugsað til hans. Eftir smá umræðu var það sem ég fékk frá ömmusyninum..... yes á ég tvo pabba.

Amman fór og náði í albúm þar sem myndir af pabba hans og afa og ömmu voru og hann skoðaði vel.  Eftir nokkra daga kom svo..amma hvað heitir eiginlega þessi alvöru pabbi minn.  Svo þegar Eurovision keppnin var þá laumaði ég því að honum að hann væri hálf pólskur og hann ætti ömmu frá Póllandi þá vildi þessi litli karl kjósa Pólland inn í keppnina.  

Ekkert talaði hann um að vilja hitta þennan pabba sinn en ég spurði hvort hann mundi eftir fólkinu sem kæmi alltaf um jólin og gæfi honum pakka...hann hélt það nú góða fólkið eins og ég kallaði það alltaf.   Kom einu sinni að honum þar sem hann var að máta sig í spegli við myndir af báðum pöbbunum sínum en ég lét eins og ég hefði ekki séð það.   Hann og bróðir  hans eiga sama pabba að nafninu til en ég vildi frekar að hann frétti þetta frá mér en að heyra það kannski frá öðrum og eins hefur prinsinn minn vitað þetta og man eftir pabba nr.1 og ekkert hefur hann sagt.  Þvílíkur öðlingur hann sonur minn!      Það er ríkidæmi að eiga ást frá mörgum og mig langar til að hann upplifi það að það sé fleira fólk sem þykir vænt um hann og hann viti tengslin þar á milli. 

Hann hefur verið mikið að velta því fyrir sér afhverju litli bróðir sinn sé alltaf að fara til ömmu sinnar sem hann reyndar kallar líka ömmu sína og er honum virkilega góð  en hann hefur aldrei viljað fara með og gista hjá henni og sjálfur hefur hann ekki skilið það afhverju hann hefur ekki viljað fara...segir svo alltaf æææi amma það er bara best að vera hjá þér.  

 

Í dag lét ég vera að því að fara með hann til föðurfólksins síns sem ég þekki frá því í hann var minni og eins hafa þau komið hér við um jól og afmæli  og ég ber virkilega virðingu fyrir að hafa virt mína ákvörðun um að rugla ekki í drengnum.  Þarna fékk hann að sjá alla fjölskylduna sína en tilviljum réð að allir voru staddir þar.  Feiminn en samt spenntur hitti hann pabba sinn,systur sínu, frænkur og frænda, ömmu og afa.    Ég sem trúi ekki á tilviljanir en ég gekk að því vísu að faðir hans væri erlendis svo það var algjör plús að upplifa þetta svona i einni ferð.     Þarna vorum við dágóða stund og þegar við kvöddum fékk pabbinn  fast og mikið knús og ömmusonur gekk út með símanr. hjá pabba sínum.   Mitt ömmumömmu hjarta tók kipp við það því ég bjóst nú ekki við að hann vildi gefa mikið af sér...einn sigur í viðbót fyrir þennan unga mann.

Þar sem prinsinn minn fékk að fara með þá var umræðan á heimleiðinni svona..váá Breki þú átt systur, þú átt tvö systkini..já en þetta eru bara hálfsystkini mín svaraði þá ömmusonur....hvað með það sagði prinsinn minn....ég á bara hálfsystkini og þau eru ekkert öðruvísi en heil systkini.  Hjartað í mér....sprakk..af stolti.

 

Hafðu kjark til að vera þú sjálfur í heimi sem reynir að gera þig eins og alla aðra...Renee Looks

InLove...stolt mamma...ammamamma!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband