Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Hamingjan er ekki fólgin í því að gera það sem þú hefur ánægju af, heldur að hafa ánægju af því sem þú gerir!

Það heldur allur fjöldinn, sem hefur mörgu að sinna,
að hætta sé á ferðum, ef breytt er gömlum sið,
að gæfa heimsins hvíli á verkum sem þeir vinna,
og vonlaust sé um allt - ef þeirra missti við.

 

Þeir hafa hvorki tíma né tök á því að deyja
og treysta ekki á aðra né þeirra háttalag,
en svo fer þó að lokum, að árin bakið beygja
og bægja þeim frá störfum, einn góðan veðurdag.

 

Og fæsta þeirra grunar, sem fellur þyngst að hverfa,
hve fáir leggja á minnið að þeir hafi verið til.
Þeir gleyma, hverjir sáðu, sem uppskeruna erfa,
og æskan hirðir lítið um gömul reikningsskil.

 

Við iðjumannsins starfi tekur annar sama daginn,
og ef hann deyr að kvöldi, tekur næsti maður við.
Lífið yrkir þrotlaust ... en botnar aldrei braginn,
en breytir fyrr en varir um rím og ljóðaklið.

Davíð Stefánsson

 

InLove...stelpan mín 27 ára í dag...á góðum stað og á morgun er stór dagur hjá ömmusyninum...við     ætlum okkur að eigast....og allir sáttir við það!   

 


Ekki mikill kraftur eftir en samt..

Fálma eftir mér
svartar hendur næturvætta
aflíðandi dalur
baðaður grárri birtu
sviplaust andlit á glugga
brostin augu
úr sprungnum berki trjánna
blæðir blæðir.

Sjón

Púsluspilið mikla

Visst styrkleikamerki að þora að sýna mannlega veikleika! Bara ekki allir tilbúnir að taka á móti þessum veikleikum en það verður bara að vera þeirra mál því sá sem er að upplifa erfiðar stundir í sínu  lífi á ekki að þurfa að vera að hugga aðra en sig og sína.   Hvernig á sá sem líður illa að gæta þess sem hann segir í návist annarra og jú gott að lifa með því að aðgát skal höfð í nærveru sálar en er alltaf verið að tala um orð sem eru sögð....en ekki hugsanir.

Fullt af fólki sem hefur sent mér góðar hugsanir þó ég þekki lítil deili á því og þekki ekki út á götu.  Þetta er samkennd sem er gott að finna frá fólki sem veit í hvaða sporum maður er og hvað er í gangi þó ekkert sé sagt.  Ættingjar oft erfiðastir, hvað er með þetta hetjutal og þar með búið.   Skil bara alls ekki þegar sagt er um mig að ég sé hetja, hetja að þola þetta? Þola þá hvað? Hetja að ganga í gegnum þetta og gera það sem þarf að gera, hetja að segja hlutina eins og þeir eru en ekki pakka þeim inn  í fallegar umbúðir.  Hvunndagshetja er annað orð..mér sjálfri finnst gott að vera kallaður kletturinn...af honum kvarnast sem eðlilegt er en hann gerir sitt og eins á hann aðra kletti/hnullunga til að halla sér  að.  Góður klettur finnur sér leið, leið til að lifa af og njóta, finna lausnir sem allir una við og finna pláss til að fá að upplifa hvað það er mikið til í því að allir þurfa einhvern, líka kletturinn og hann getur ekki sinnt sínu ef hann sinnir sér ekki fyrst!

Að vera gunga er annað....ég er kannski bara svona mikil gunga að gera bara allt það sem ég kemst yfir, ætti bara að panta mér flug og flýja allt og alla....skilja við kallinn og erfiða afleggjara þar sem þetta er allt svo gasalega erfitt....hver svo sem metur það!   Það var þá hetjan sem er of mikil gunga að stinga af.....en hér er dásamlegt að vera, get ekki orðið reið út í e-ð sem ég ræð ekki við.  Verð kannski pirruð eins og prinsarnir hér segja enda dugar að segja tel upp á fimm þá að þetta að gerast.  Herskóli kallar prinsinn minn það  og þá segi ég alltaf já einmitt 50 armbeygjur.  Eru bara ekki allflestir að reyna að gera það sem þeir geta...flest geri ég sem skemmtilegt er og hitti margt gott og merkilegt fólk inn á milli.   Eldri ömmusonur..orðin minn en ekki eins og það hafi skipt máli..hann er búinn að vera minn frá því að ég tók hann í fangið sek.gamlan.  Veð eld og brennistein til að honum líði sem best og sé sáttur og mundi ganga ansi langt ef það yrði á einhvern hátt breyting á.  Skrýtið þetta líf... 13 ár síðan við misstum okkar litla/stóra dreng... 18. maí sem við höldum alltaf upp á og nú var ég að fá þær fréttir að 18.  maí er dagurinn sem við verðum formlega skráð fyrir ömmusyninum. 

Fíkilinn minn á hraðbrautinni þessa dagana en við náðum fjölskyldunni saman og frábærar myndir..loksins.  Minn ektakarl farinn að vinna, já já vinna við að mála einhentur og brosir hringinn.  Þreyttur og er farinn að skilja að lífið er dýrmætt og ekki endalaust.  Næsta æxli....það kemur en þá kemur það bara og við ráðum okkar ráðum þá. 

Yngri ömmusonur þroskast og verður æ háðari mynstrinu sem við höfum komið okkur upp hér, hættur að spyrja þegar við erum að fara e-ð...en hvar verð ég þá.  Sárt að heyra en frábært að sjá hvað hann unir sér með okkur og stórum fjölskyldugarði sem er í kringum okkur.   Stefnum á að njóta sumarsins, elta fótbolta út um allt land, lesa bækur, fara á skátanámskeið, fótboltanámskeið og sinna vinum.   Haustið ber e-ð nýtt með sér, afabarn í september sem á að líta fljótt .  Draumur að fá kannski að sofa í svo sem eina öld....en hvar verða þá allir aðrir þegar ég vakna.

InLove...þar til næst


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband