Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Óreiða og þá þarf að taka til

Raunveruleikinn er harður og gefur ekkert eftir og þó ég hafi tekið tilveruna í sátt þá er hluti af mér sem verður aldrei sáttur við það hlutverk sem minn ektakarl hefur fengið í lífinu, hvaða líkama minn elsti afleggjari þarf að lifa í, hvaða fötlun heimasætan mín berst við , rokið í höfði elsta sonar og óreiðuna sem fíkillinn minn og synir hennar hafa búið við.  Saman erum við samt ein fjölskylda og reynum að styðja hvort annað.

„Amma ég er  með lausa tönn... amma ég er að vera fullorðin"  sagði yngsti ömmusonurinn við mig.  Tíminn líður hratt og þessi orð hans minntu mig á alla hina afleggjarana sem  höfðu  upplifað einmitt þessa spennu við að missa tönn.   Á orðið nokkuð gott safn tanna sem tannálfurinn hefur sett í skrínið mitt og alltaf er það sami 100 karlinn sem fer undir koddann, engin afsláttur hjá þeim álfi.

Mamma þeirra drengja hefur verið á landinu og það er sterk taug á milli þeirra   þó svo að sá yngri hefur eiginlega ekkert verið með henni og sá eldri grét sárt við hugsunina um að  hún þurfi að fara og var virkilega erfiður við hana, eins og hann vildi láta hana finna fyrir því að þau séu ekki saman í dag.  Hún kom heim og faðmaði mig og alla fjölskylduna og var eins og prinsessan á bauninni hjá öllu góða fólkinu á Kotinu. En hún fann til og og það voru mörg tárin sem féllu þegar hún svaf hér síðustu nóttina hjá mér og ömmusonurinn á milli okkar.  En hún fann að hún átti samastað þarna í Noregi og segir að hún þurfi þetta til að lifa af.

Mikið um fundahöld hjá mér þessa dagana og það var á einum slíkum sem ég fékk símtal þar sem ..sagt var að ömmusonur hefði fengið vildarbarnaferð að eigin vali.   Gleðin og tilhlökkun var einmitt það sem vantaði  og nú getum við látið okkur hlakka til!

Pinch ...þar til næst


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband