Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Fullt tungl af hr.Krabba

Tikk takk...heyrist oft innra með mér  og ég upplifi það að tíminn sé að renna út.  Hugsa ekkert um hvaða tími en þessi biðstofufílingur um að við séum að bíða eftir einhverju sem er svo ekkert, er frekar leiðinlegur fylgifiskur minn. Að hugsa ekkert of mikið er líka hægt en við lifum í þessu öll og einhver verður að vera upplýstur og virka eins og svampur.  Kann kannski bara ekki að gefast upp enda veit ég ekkert fyrir hverjum ég ætti að gefast upp!

Æxlið úr frekar snotru höfði mín ektakarls var fjarlægt, skorinn á miðvikudegi og kominn heim á föstudegi, ekkert verið að hangsa með svona sjúklinga er eru alltaf að koma aftur og aftur.  Karlinn fór svo að þykjast vinna á mánudegi eins og ekkert væri og hefur aldrei litið betur úr þó ég segi sjálf frá.
 

Þetta æxli var sömugerða og hin, 3.gráðu en í þetta skiptið óx það inn í holinu eftir þau fyrr, sveif þar bara eins og fullt tungl og var með smáörvefi  inn í heilahimnuna ...og það gerði doksan vissan un að þetta væri góðkynja. Ekki hafði hann rétt fyrir sér en nú var ekki í boði að fara í lyfjameðferð og ég ætla ekki einu sinni að hugsa út í það hvort það er gott eða vont.    Minn ektakarl var að minnsta kosti ánægður að þurfa ekki að dæla þeim í sig. Hann hefur nóg að gera og velur eiginlega hverju hann gleymir og hverju hann man...svo lífið er dásamlegt segir hann.   

Lífið er jú gott þegar allir eru frískir og það er það eina sem mig vantar inn í mitt líf, er að allir mínir  séu frískir og  sáttir.

Sleeping..þar til næst

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband