Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
28.3.2012 | 23:51
Með lífið að láni
Vildi að ég gæti skrifað e-ð hér inn að viti. En það er allt á hvolfi og hringsnýst svo í þokkabót.
Minn ektakarl greindist enn á ný með æxli og enn, sem betur fer, heldur það sig við sömu slóðir þannig að það er skurðtækt og verður ráðist á það strax eftir páska. Nú eru bara 6 mánuðir síðan hann var skorinn síðast en þá var hann fljótur að jafna sig og við vorum að vonast eftir að það yrði nú lengra í þetta en það er....en við erum að biðja um mikið.
Ef ég að eins vissi hvernig allt færi
Ef ég aðeins gæti lagað allt
Yrði þá allt betra?
Ef ég aðens væri viss um alla hluti
Og allt væri í lagi
Er þá allt betra?
Við tökum á þessu eins og við höfum gert hingað til, ekkert væl og engin uppgjöf!
..þar til næst...hvenær sem það nú verður
Vinir og fjölskylda | Breytt 2.4.2012 kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)