Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Æxlið burt..takk

Draumar og veruleiki...því miður er þetta tvennt ólíkt og sú tilhugsun um að í fyrramálið verði enn á ný gramsað í höfði míns ektakarls minnir mig á ...að þarna er langt á milli.

 

Ekki mikið sem við biðjum um svona daginn fyrir uppskurð, bara taka þetta æxli sem hefur í þetta skiptið hreiðrað um sig nærri höfuðkúpunni en framar en fyrri æxli.  Þetta pirrar e-ð lækninn að hafa ekki getað stoppað þetta rennsli á þessu óféti en við hjónakornin fórum nú tiltölulega rólega í gegnum það að meðtaka þetta einu sinni enn.  En ég neita því ekki að dagarnir hafa verið lengi að líða síðan við fengum þessar fréttir og oft höfum við horfst í augu að kveldi,  dæsandi, þenkjandi og ég held að sú hugsun hafi komið upp hjá okkur báðum..það styttist í þetta!   Við höfum verið dugleg að gera e-ð af okkur, heimsótt vini og ættingja, sundferðir daglega með strákana og í dag tókum við litla garðinn okkar í gegn í sólinni og fórum í Húsdýragarðinn með guttana og svo var það bland í poka í  matinn.  

Hef átt erfitt með að segja þetta sem allir segja um þessa  helgi, gleðilega páska.  Afhverju segjum við þetta...afhverju ekki ..hafðu það gott...eða njóttu þín?   Líklega er þetta sama villan í mér eins og þegar fólk spyr mig hvað ég segi gott.   Ég segi svo margt gott, eða ekki neitt gott og það er nú ekki það sem fólk vill fá að heyra...og afleggjararnir mínir eru löngu hættir að spyrja, líklega nenna ekki að hlusta á dagleg mál hjá múttu sinni.

Gamalkunnugur stingur að gera vart við sig, ónot sem erfitt er að eiga við.

Heart...þetta verður frá eftir sólarhring.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband