Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

Að tapa fyrir lífinu er ekki ósigur !

Jáháá.. 6 mánuðir og 15 dagar síðan minn Ektakarl tapaði lífinu. Hann vildi ekki tapa en vissi fyrir löngu að það var engin ósigur þegar það gerðist hvað sem hann og ég vorum ósamála um framvindu lífsins. 

Hann vildi fá að kveðja með þeim sem stóðu með honum, skildu að hann yrði minnislaus, ruglaður, þekkti ekki viðkomandi og þeim sem komu við heima og sáu hann eins og varð og tóku honum eins og hann varð vegna sjúkdómsins. Við vissum og höfðum tíma til að átta okkur á hvernig sjúkdómurinn gæti þróast...en um leið gátum við talað um það að okkar nánustu mundu kannski ekki fylgja okkur. Þetta var það sárasta...því eins og okkur þótti vænt um vini og ættingja þá var erfitt að setja þá inn í stöðuna og lika erfitt fyrir þá að skilja að tíminn var lítill og ÉG vildi nota þann tima fyrir minn Ektakarl, börnin okkar dýrmætu og mig sjálfa...þannig að ég lá heilu tímana og horfði á minn karl sofa, lykta af honum, tala við hann, tjá honum ást mína og telja í hann kraft að hvað sem mundi gerast ... þá yrði þetta allt í lagi. Allt í lagi!  

En í dag er þetta í lagi...sorgin er gríðarleg og ég er ferlega góður leikari.

En samt..ég sakna hans meira en sorgin er að segja mér. Erfiðast finnst mér hvað vinir hans.. sakna hans mikið þegar þeir sjá mig..,en það var líka það sem við vorum búin að tala um og það sem er fáránlegt í dag er að ég upplifi að vinir hans sakna hans meira en ég. Ég hafði 10 ár til að undirbúa mig..en minn Ektakarl hafði trú á mér og sumir hlutir sem hann vildi að ég héldi áfram að gera í hans nafni...geri ég.

Góður og gamall vinur hans er að bjóða okkur strákunum ...í sorgarferð eins og við köllum það og við ætlum að fara og upplifa eins og hann mundi vilja að við gerðum..strákarnir hans, stjúpsynir mínir sem eru ekkert nema gæðablóð eins og pabbi þeirra var, sonur okkar sem er algjört  yndi, dekurrófa eins og bræður hans kalla hann og fóstursynirnir tveir. Veit ekki hvernig ég hefði það í dag án þeirra allra. Rík og full af minningum um góðar stundir sem ég vil viðhalda hjá þeim öllum. 

 

embarassedEf það væri eitthvað sem ég vildi að fólk gæti lært af okkar reynslu þá væri það þetta sem allir hafa heyrt...lifðu lífinu í dag, faðmaðu fólkið þitt í dag, eyddu peningunum í dag, hvernig viltu að fólkið minnist þín, talaðu um dauðann,njóttu ástarinnar, njóttu þín.

 

Hver sagði að Lífið yrði létt......no one!

 

!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband