Urð og grjót..upp í mót!

klettaklifurAllt gott að frétta af litla ferðalangnum mínum í Hanoi...segir hún sjálf.  Blá og marin eftir ferð sem átti að vera fær fyrir fatlaða brjálæðinga en um stund hélt hún víst að hún væri upphafið að nýju Róbinson Krúsó ævintýri. Þetta er mynd af einu bjarginu sem hún varð að komast yfir en slóðin að blogginu hennar er hér til hliðar. Sætir og huggulegir drengir á hverju strái og og nóg að gera við að  kanna bjórtegundir landans.  HVAÐ HEF ÉG ALIÐ AF MÉR? InLove..skrýmsli hef ég nú kallað þau í nokkurn tíma.   Nei hetjan mín...nóg erum við víst mörg sem vildum vera að gera þetta eða látum okkur dreyma um það. Við eigum að stefna á það að láta sem flesta okkar drauma rætast.

Elsta dóttirinn er líka i þessum gírnum..og sér bara Danaveldi í hillingum..og viti menn..enn á ný er gott fólk farið að styrkja hana til að láta þennan draum sinn rætast.

Hún er sú eina sem hefur einhverjar áhyggjur af því að mútta gamla ljúki ekki við skattaskýrsluna sína....en það að eiga afleggjara í tugatali þýðir ekkert endilega að æviábyrgð á framtalsskilum hafi fylgt þessum krílum inn í þennan heim er það.

Fíklarnir mínir standa sig líka vel í því sem þeir eru að gera...virkilega vel meira að segja en sem betur fer eiga þau kannski ekki mikla samleið í batanum.  Kraftakarlinn minn býr hér hjá mér og fékk herbergi brjálæðingsins og dóttirin fékk íbúð leigða og stundar dagsmeðferð og svo er það Jesú og hans vinir á kvöldin.   Já ólikir einstaklingar en eiga það sameiginlegt að standa sig vel í því sem þau eru að gera.

Ömmustrákur telur niður dagana að fimm ára afmælinu og farinn að plana hverjir fara á Brekalingur gestalistann og veitingar sem hann vill hafa í veislunni...frábæra hugmyndir sem koma frá honum og engin kvíði í gangi þetta árið varðandi of marga gesti.   Við ákváðum það í sameiginlega að hann mundi skipta um leikskóla síðasta árið sitt fyrir skólagöngu þannig að hann mundi kynnast vinum hér í hverfinu og það besta við það að leikskólinn er hér beint á móti....hann mun ná því fljótt að klifra bara yfir girðinguna þegar hann vill komast heim.  Ný reynsla svo í gangi fyrir mig í dag...og minnti mig á leikritið um Línu langsokk því barnaverndinn kom í heimsókn.  Jamm og bara 6 mánuðir síðan þetta mál allt kom til þeirra.  Hún sagðir strákunum það að hún væri að athuga hvort mamma og pabbi, afi og amma hugsuðu ekki vel um alla krakka.  Hmm sagði þá ömmustrákur..en hver athugar þá hvort við hugsum vel um ömmu.  Nú sagði kella eruð þið ekki alltaf svo góðir....hmm nei ekki alltaf ..við ráðumst stundum á hana og höldum henni niðri og kitlum hana sagði minn maður áhyggjufullur á svip.  Upplifunin var mjög skemmtileg af þessum tveimur prökkurum hlæjandi af tilhugsuninni einni saman af mér með þá í kássu ofan á mér í hláturskasti. Semsagt bara skemmtilegir tímar framundan...fjör á öllum vígstöðvum og nóg að gera og líka fullt af hlutum í gangi sem ég þarf að taka frekari ákvarðanir með seinna.    Katarína....sækja um í háskólann!!!

Koss og knúsInLove

Grá þoka...

Friður ríkti þar til síminn hringdi á laugardagsmorgun með þær fréttir að dóttir mín væri fallin og að hún væri búin að skaða sig eina ferðina enn.

Er mjög þakklát yfir að hún eigi góða vini sem sem hafa það að leiðarljósi að halda sambandi við mig sem í þessu tilviki gerði það að verkum að ég var tilbúin þegar hún svo hringdi sjálf.   Erfitt að útskýra það fyrir einum fimm ára að hann sé ekki að fara að lúlla hjá mömmu sinni.  En mér tókst að ýta þessu aðeins til hliðar og fara á kvennafund á Nasa þar sem kvennleg nálgun var umræðuefnið.  Þar fékk ég  sms um það að hún væri komin heim og væri sofnuð upp í rúmi.  Vissi ekki hvort ég ætti að vera fegin eða reið...en saltaði það þar til ég kæmi heim!  Staðan er nú að hún vill komast inn einhversstaðar og þeir á áfangaheimilinu segja að hún haldi íbúðinni ef hún gerir það.  En ekki er nú um auðugan garð að grisja. Hún fór upp á spítala og fer aftur á morgun og talar þá við ráðgjafa þar. Bróðir hennar hringdi líka og var þá búin að frétta um systur sína og vildi vita hvort væri í lagi með hana.  Hvað er að vera í lagi ...spurði ég.  Minn vannmáttur er algjör....þau ráða ferðinni og ég er á hliðarlínunni ef þau þurfa minn stuðning.

Vona að þetta gangi upp á morgun!

Vindar blása á ný

HetjaHeill bunki af hvifilvindum hafa þotið yfir og um hjarta mér undanfarið.  Ef einhver hefði spáð að svona yrði þetta bara um ókominn ár þá hefði mér fundist það ansi langsótt....en þar sem ég er augsýnilega með breiðasta bakið þá er nú gott að hugsa til þess að fyrst það er eitt...afhverju þá bara ekki allt!

Yngsta dóttirinn er aftur farin af stað...nei ekki ólétt..Tounge ..en farin að kanna ókunnug lönd og safna í reynslu bankann!  Nú er það Víetnam...og vinnan felst í að sinna geðfötluðum börnum.  Get ekki sagt að þetta hafi verið gleðitímar.. undirbúningurinn fyrir þessa ferð.. var satt að segja erfiður fyrir okkur báðar.  Áður fyrr pakkaði ég niður, skipulagði, verslaði og þvoði en núna er litli skátinn minn orðin fullorðin svo ég fór bara á efri hæðina og nagaði neglur á meðan hún var með vinkonum að pakka.  Miklur umræður um hvað marga brjósthaldara þyrfti....tjí heyrðist þá í mér...engan þar sem þeir taka pláss ..en nei nei  ég var bara gamaldags!   Hér gekk hún um gólf með þennan svaka bakpoka á bakinu til að athuga það hvort hún nú gæti þetta....og ég í því að hrinda henni fram og tilbaka til að sjá með jafnvægið.  En þetta gat hún þó vinstri hliðin sé meira og minna ónothæf til mikilla verka.  Verður spennandi að heyra í henni þegar hún verður búin að koma sér fyrir og hitta fjöslkylduna sem hýsir hana.

Bróðir hennar..sonur minn ...jafngamall er líka að fara að kanna nýjar slóðir en ekki eins langt í burtu en núna er það Vogur sem verður aðnjótandi nærveru hans.  Stóra systir að koma úr meðferð og þá fer hann inn Shocking   Ömmustrákur farinn að mæta á fótboltaæfingar eins og frændi og það verður sko gaman í kotinu þegar hann fær að sofa hjá múttu sinni um helgina.   Bara kannski ró og friður í nokkra daga...hmmm


Hver veit hvað!


YES

Loksins á ég eitthvað sameiginlegt með þessum snilling..sms - reikningar valda mér alltaf vandræðum þegar kemur að ég þarf að borga þá!
mbl.is Ronaldo með milljón í SMS-sektir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiku börnin hennar Evu...

Sick Kom að því að ömmustrákur varð veikur og þá er nú gott að hafa nokkra fullorðna á heimilinu þannig að það varð bara úllen dúlllen doff...hver á að vera heima hjá honum.   Katarína hefur verið í þvi hlutverki í tvo dag og ég komið svo heim um hádegi....já ekki allir svona heppnir að hafa móðursystur í kippum í kringum sig...en mamma hans á þrjár aðrar systur í næsta húsi sem líka er hægt að hóa í....auka sett af ömmum og öfum og frændur sem fara á taugum að vera nálægt þessum litla dreng.  Hann veit líka alveg hvernig hann getur fælt fólk frá sér..kann réttu orðin til að allir fái nóg og neita að passa eða gera annað skemmtilegt með honum.  Hann er haldin ömmusýki...segir það sjálfur í tíma og ótíma...heldur um leið að hann sé að vinna einhver stig inni hjá mér.InLove   Við erum semsagt tvö þrjósk saman...fáum til skiptis að velja myndband í tækið....Star wars og Hugh Grant...góð skipti segi ég.  

Tilitsemi...

Að skiptast á að tala...er það sem ég er að reyna að kenna nemendum mínum og að oft er gott að hlusta og hugsa um það sem aðrir eru að segja.  Þetta hef ég verið að reyna lengi, meðvitað...fer á kaffihús..afmæli eða fundi með það efst í huga að nú segir ég ekki neitt heldur verði góður hlustandi.  Þetta hefur oft verið mjög skondið að upplifa því að sjá þann sem er alltaf að reyna að ná orðinu hækka sig bara hærra til að ná orðinu.  Ég eins og margir aðrir hef gerst sek um að taka orðið að öðrum án þess að meina illt....bara jú frekja!

Núna minni ég mig stöðugt á að ég þurfi ekki alltaf að segja hvað mér finnst..og það er miklu skemmtilegra að fylgjast með atferli fólks.... þeim sem aldrei ná orðinu og hinum sem verða að ná því!

 

 JÖKULL1


Félagsheimili og fjör

Leiðin til þroska er skemmtileg og alltaf e-ð sem kemur manni á óvart..því er ekki að neita að sumu mundi jú kannski vilja sleppa....en ef þetta allt eykur þroska þýðir það ekki að ég sé ansi þroskuð??   En þetta er svona og ég þarf ekkert að vera að erfiða við að breyta þvi heldur bara halda áfram að reyna að hafa gaman af þessu öllu..og það að hlæja af þessu öllu það er á við besta meðal.

Allt í einu á ég nýtt barn...eða hvað..því elsta dóttirinn skipti út föðurnafni sínu og er núna komin með sama föðurnafn og tvíburarnir í fjölskyldunni.  Ekki allir ánægðir með þá þróun skilst mér en hún kallar allt það fólk bara aula.   Elsti sonurinn kom á hnjánum og bað um húsaskjól á meðan hann reynir enn að koma undir sig fótunum og þá var ég bara ekki tilbúin að taka erfiðar ákvarðanir og er enn með þetta á ís...en hann er að standa sig og hefur lúmskt gaman að að heimilið er orðið eins og áfangaheimili...útivitartími og alles!   Eiginmaðurinn talar um að svenherbergið sé orðið eins og samkomusalur og viti menn...enn er nóg pláss og þar sem hann sofnar snemma þá geta mýsnar farið að leika sér og þá er minn besti í símanum að ráðskast um heimilismenn og þeirra vandamál.  Katarína stóð sig frábærlega við að vera túlkur þegar við vinkonurnar tókum á móti ítölskum og spænskum kennurum  og sýndum þeim land og þjóð.  Hún var líka gerð að heiðursborgara í Padova og henni boðið húsakjól og hjálp við hvað eina. En núna er hún að skipuleggja ferð til Víetnam og það í fjóra mánuði....hjálpi mér !

 Ömmustrákur er kominn með rúmið sitt í hornið hjá ömmu en  skriffinskan hjá Barnavernd og fleirum í kringum svona mál eru leiðinleg..og leiðinlega hluti geri ég helst ekki.   Ef fólk vill hitta mig þá gjöra svo vel að koma til mín því ekki tek ég frí frá kennslu til að sinna svona málum...líklega ekki nógu áhugaverð fyrir ljónynju eins og mig.  Nóg að gera í vinnunni...mikið álag og gæðin minnka með hverri kennslustund sem kennarar bæta á sig.   Er að komast á þá skoðun að leggja allt batteríið niður að byrja að nýju.  Þjónustumiðstöðin í hverfinu sagði já við umsókn minn i um kæra sála...en hvað annað hægt að gera við konu eins og mig  W00t


Margt, mikið og flókið

Ömmustrákur heldu mér alveg við efnið..og passa vel upp á það að eg fari snemma að sofa..InLove með honum sko...og hann í afaplássi!

Við áttum frábært frí...huggustundir með öllum börnunum voru margar,,,og ljúfar. Eldri sonur minn bauð mér að horfa á mynd þar sé ég á v´sit að leika aðahlutverkið... að honum finnst. Freaking friday heitir hún og þið verðið að kíkja á hana ða sjá mig kynbombuna taka mín góðu köst á þá sem ekki hlýða.  Þarna er augsýnilega verið að taka hluta af mínu lífi...og tif taf,,,bíómynd komin útTounge.

Næsta helgi fer í það að fara með köllunum mínum á Manchester leik...og lagt verðu í hann a´föstudag.  Báðir áttu þeir afmæli, annar 45 ára og prinsinn 9 ára þarna úti.   Ömmusonur fer þá til pabba og litla bror en þetta á að erfitt fyrir okkur bæði þvi við höfum aðlagast ansi vel. 

Svo er ég nú alltaf að gera e-ð sem kryddar mitt líf...og eins og er þá eru það félagsstörfin sem heilla..vona að það verði einhver spenna þar í gangi.   Lífið er alveg dásamlegt ef maður tekur einn munnbita í einu.    Gullmolarnir í kringum mig enn fleiri....nú tala ég um nemendur mína..en hjá þeim birtir oft upp hjá þegar ég hitti þá, duglegir nemendur með metnað, áhuga að gera vel og oft á tíðum bráðskemmtilegir

Frétti það líka í dag að spurningarlið skólans hefði unnið í gærkveldi...jam ekki við öðru að búast ...mínir eldri nemendurJoyful

Nóg að gera á morgun....taka svolítið til í óreiðunni en það er visst kerfi á henni...hjá mér þó það sé stillt á random upp í höfði.

knús og hug 


Ekki kveðja árið...þakka fyrir árið!

Afhverju æsa fjölmiðlar sig alltaf upp og telja okkur almúganum trú um nauðsyn þess að kaupa flugelda af björgunarsveitum.  Þetta eiga að vera auglýsingar en eru settar í dulargerfi sem fréttaefni.    Hvað með hávaðan,draslið og alla aðra mengun sem af þessu hlýst.   Málstaðurinn að styðja útkallsveitirnar okkar....og kaupa ekki af svikurunum sem eru að safna fyrir nýjum jeppum í flotann.

Það er ekki langt síðan flugeldar voru framleiddir hér á landi...og eru kannski enn.   Það eru um tuttugu ár síðan stórslys varð í verksmiðju á Akranesi...þar sem fólk dó.  Vitum við e-ð um það hverjir eru það sem framleiða þetta drasl sem við eyðum stórfé í....engin hugsar um það.   Frá þvi að ég man eftir mér..þá hef ég aldrei haft gaman að þessu....fara út og kveðja árið....afhverju árið.....?     Margir í kringum mig segja að ég sé ekki skemmtilegasta manneskjan á þessu kveldi....en svona er ég...ég er ekki sú sem fer út..dúðuð og segi váá´´aaa...við hverju skoti sem karlinn skýtur upp.  Held samt  að ég hafi einhver áhrif þetta árið..og ekkert verður verslað.   Allt í lagi að hugsa svolítið út í þessi mál.  Veðurspáin er ekki góð....svo vonandi!

monkey_smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband