18.9.2007 | 17:41
Já hlæja bara meira
Stjörnuspá
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2007 | 18:12
Góðir timar
Bjartir tímar framundan hjá afleggjurunum minum..og kannski kominn tími til. Prinsessan að fara i sina fimmtu ferð til Danaveldis með aðstoð og gott folk sem styrkir hana eina ferðin enn...nóg til af góðu fólki og ekki gefst mín upp þó erfitt sé! Námsmaðurinn er að fara á kostum með unga fólkinu í FB...hálf skammast sín fyrir að skila heimavinnu á réttum tima og furðar sig á hvað unglingar eru latir...hm hún sem var að skríða yfir mörkin. En það er frábært að henni finnst þetta líka gaman og hún skemmtir sér yfir furðulegum kennurum og enn skrýtnari nemendahóp. Dugleg kella !
Kraftakarlinn minn er að ljúka afplánun og kemur heim til mömmu eftir 10 daga....hann hlakkar mest til að fá sér að borða þegar hann vill...ganga í ísskápinn um miðja nótt og fá sér snarl og knúsa múttuna sína oft og lengi. Veit ekki hversu dugleg ég verð að fylla á ísskapinn en hann fær sinn eigin skáp í bílskúrnum sem honum finnst geðveikt.. Systa hans er i Afríkunni..og að lesa bloggið hennar þá fer svona léttur hrollur um mig...en hún er að lika að láta drauma sína rætast...og þroskast bara allvel í gengum þetta. Hún býr þarna hjá eldri konu..í rammgirtu húsi og sjálfboðavinnan átti svo að hefjast eftir helgi.. Litla prinsinn..örverpið og dekurboltinn en það kalla systkini hans hann...skoðar kortabækur á fullu og fylgist grannt með systur sinni. Hann hlakkar lika mikið til að fá bróður sinn heim.. en allt vesenið í kringum hann..hefur prinsinn ekkert verið upptekinn af...en talar samt um að hann voni að bróðir sinn hætti að vera villingur. Stjúpsynirnir eru að gera það gott í fotboltanum en sá eldri er með systur sinni í FB en báðir eru að fara til USA....að versla...svo ég verð að fara að gera óskalista. Svo eru það ömmustrákarnir..knúsararnir mínir...hlaupa alltaf i fangið á mér og gefa mér klemmukoss. Vilja báðir koma til ömmu en prinsinn minn á stundum erfitt með að ná athyglinni..og á erfitt með þetta . Ég fer i námið mitt....veikindaleyfi og alles... eftir 2 vikur og fer að verða tilbúin að hanga svona heima...er að viða að mér bókum og spólum. En get ekki sagt að ég hlakki til.
Knús
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2007 | 17:09
Ekki gleyma múttu
Kellingin sást inni á msn..inu..var það ekki..og systa hennar lét mig vita að stúlkan væri á lifi!!Eins talaði hún svo við föður sinn áðan..talaði hann í kaf..hvaðan sem hún hefur þann hæfileika.Knús
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2007 | 16:36
Hugrakka heimasætan min!
Þarna er hún einhversstaðar litla kellingin mín. Suður Afríka here I come. Hún pakkaði niður á siðustu timunum og minn maður keyrði hana svo út á flugvöll á laugardagsmorgun..en hvar er hún nú. Planið var að fljúgja til London -Madrid -Jóhannesarborg- og komast til Cape town..semsagt í gær..hún er þarna neðst á þessu korti...eins suður og hún kemst. Meðan ég var að farast úr stressi á efri hæðinni þá var hún bara i rólega gírnum og á endanum gafst ég upp og fór niður til að yfirfara handtöskuna hennar. Hafa reglu á óreiðunni! Knúsaði hana svo fast og lengi en vissi að það þýddi ekkert fyrir mig að skutla henni á völlinn..sniff..sniff. Þarna ætlar hún að una sér við sjálfboðavinnu og þá helst að leika trúð...í alvöru. Sagðist ekki vera viss hvenær hún komi komi aftur en líklega fyrir jól Litli bror lét hana lofa sér að fara ekki nálægt ljónum og alls ekki í sjóinn en hann gaf henni bland í poka sem ferðafélaga. Svo nú bíð ég bara eftir að heyra i henni...annað kemst ekki að...en er líklega sest að á góðum kaffibar og ekkert að stressa sig á þvi að múttan hennar vill vita hvort hún sé komin á áfangastað.Ef þetta er ekki hetja.. huggs
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 21:40
Er alltaf hægt að hrósa tilverunni..
Lífið jú heldur áfram en erfitt getur það verið fyrir suma....en ég var að lesa bloggið hennar Þórdísar T og sú kona hefur kraftinn..og látið okkur hin finna til...afhverju má ekki segja að þetta sé óréttlátt. Hræsni að segja að þörf sé á sumum annars staðar þegar þörfin er skýr hérna. Svo er alltaf hægt að loka augunum og hugsa ekkert um þetta en samt hugsa um leið...þetta kemur ekki fyrir mig!
Flest kemur nú samt fyrir mig..og svo sem allt i lagi að prófa sem flest...tilfinning sem minnir á að vera í rússíbana...hvað er næst en samt reyna að hafa stjórn á honum. Oft er það kannski eitthvað pínu sem getur gert allt mjög erfitt...jafnvel hugsunin um það..en reyna samt að vera við stjórn. En ekki get ég stjórnað Kötunni minni sem er á leið til Afriku núna..duglega og hugrakka stelpan mín sem eflist við hverja ferð...en samt valda þessi ferðalög hennar mér smá óróa...en líka stolti. Allir afleggjararnir mínir eru að standa sig svo vel að jafnvel ég gæti ekki gert betur...þau eru efni í heila sögu og þá ekki skáldsögu! Skrifa hana kannski þegar ég þarf að leggja niður störf í einhvern tíma..hmm.
Huggs
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 18:18
Vinna á ný
6.8.2007 | 07:41
Letilíf
Sidustu dagarnir hér hafa verid rólegir fyrir utan jeppasafaríid sem ég fór í...ferd yfir sand og hóla...fara ad reyna ad upplifa aevintýri út í audninni. En tetta var svaka gaman. Allt mjog rólegt hér núna, stuttir gongutúrar, prinsinn faer ad hoppa ad vild í jumping wild...letilíf fyrir utan svefnvandamál hjá mér....enda búin ad lesa allar tudrur sem ég tók med og er farin ad versla..hmm ja ja. En tad lagast tegar ég kem heim..vonandi! Vona ad helgin hafi verid skemmtileg hja ykkur..veit ad bóndi minn hefur verid svakalega duglegur og verdur daudtreyttur tegar vid komum heim . Hlakka til ad hitta ykkur..koss og knús
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.8.2007 kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 08:56
Ljósastaurar..
Ad liggja eins og skata, horfandi upp til himins, slá vid og vid flugur sem voga sér ad setjast á heita fituna, heyra skrýmslin aerslast í sundlauginni, múttu kalla á sig....Inga....komdu og fádu tér bjór med mér--allt medan á medan líkamin tekur vid skammti af D vítamíni og mikil vellídan fer um mann. Er tetta ekki dásamlegt..hmm jú en erfitt verdur tad tegar tid tarna heima trodid ykkur inn í hugsunina og allt kemur upp í hugann. TAd er erfitt.
Hér er samkeppni núna í gangi....á milli veitingastada og kaffihúsa...hver er med snyrtilegasta WC..hlaegid bara..tetta er alvorumál. Amman og prinsinn gefa tessum herbergjum stig...og kappkosta vid ad prófa sem flest. Hingad til er stifgagjofin frá O...sem mútta kom út af í sjokki og annad tar sem prinsinn kom út af og sagdi ..Vá tetta var flott..meira ad segja lyktin..og amman flýtti sér inn á tad til ad sannprófa drenginn..og tad fékk 10.
Get ekki annad en minnst á ljósastaurana hérna...Harry Potter staurana...ef tid horfid á fyrstu myndina sem byrjar á tridi med staurum...tá eru teir hér...og kotturinn líka! Rosalega fallegir staurar sem eiga tad til ad slokkva á sér tegar mútta mín gengur framhjá...okkur hinum til mikillar skemmtunar.
Erum á leid á strondina..aetlum ad kafa adeins og byggja kastala. Knús og kossar til ykkar
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 09:41
kúrekar..jibbíjaí!
Hér vard of heitt í gaer...og mútta mín hélt nú barasta ad hún mundi gefa upp andann..og vard bara undrandi á tad hefdi ekki gerst. Hitamet var víst slegid hér...audvitad tar sem ég er...47 grádur í tessum dýragardi..en tar semmikid...reyndar ofsa rok var tá fann madur kannski ekki eins mikid fyrir tví...en NÓG samt. Já hvad er haegt ad prófa í dýragardi...ad rída cameldýri ..Vi`mútta mín vorum settar á sama dýrid en prinsinn fór á annad fyrir framan okkur med vini sínum..svo eru tessi grey fest saman tannig ad mitt dýr var med hausin ofan í rassinum á tessu fyrur framan....ég lokadi bara augunum tegar dýrird stód upp med tessa miklu tyngd á sér. Vid fórum svo tennan flotta túr upp á fjall...mikid rok og mikid um kúreka oskur. Vid ruggudum fram og aftur á tessu dýri..hálf vorkenndum tví en tad var bara svo gaman ad fara tetta...tó hitinn vaeri svona mikill. En tjíii hvadvid vorum blautar tegar vid fórum af dýrinu,,,,,allir rassblautir...og rykid á okkur. Prinsinum mínum fannst tetta aedi og var núna viss um ad hann hefdi gert eitthvad eins og perúfarinn er ad stunda tar Ég neitad svo ad fara út í gaerkveldi..fórum adeins út í gard àd hitta adra íslendinga sem voru jafn treyttir og vid....nádi svo barasta i pizzur sem vid bordudum á svolunum. Mamma situr tar núna er enn ad jafan sig á tví ad hún er á lifi en hitinn er kki eins mikill í dag..er svona um 28 hér....var hér um 39 í gaer en hitametid var tarna í gardinum tala heimamenn um. Margir af fara heim í dag...og eru víst bara fegnir,,,en eins gott ad vid eigum viku eftir tví margt eigum vid eftir ad gera. Erum búin ad panta okkur torfaeruhjólaferd í vikunni. Vona ad rigninginn hjá ykkur fari nú ad haetta svo tid getid brosad ..en í rigningu tekur madur til og allt annad sem madur hefur trassad í góda vedrinu. koss og knús
P.S NAfnid á litlu systir er frábaert....!
29.7.2007 | 15:26