1.8.2010 | 15:34
Horfin í sortann...
Þar sem allir fóru í að gera það sem þeim fannst skemmtilegast þessa helgina þá vorum við ömmusonur rosalega ánægð að fá að dandalast tvö um allan bæ. Týndum ánamaðka fyrir veiðiferð sem hann er að vona að einhver góður vilji fara með sig í, skoðuðum snekkjuna sem var við höfn, horfðum á Grays út í eitt, vöktum fram á nætur en ætluðum að enda á að heimsækja mömmuna, fíkilinn þar sem hún var búin að bjóða okkur í heimsókn á Kotið. Hann tilbúin með fína gogginn sinn sem átti að vera gjöf.
Þar var okkur tjáð að hún hefði yfirgefið staðinn og eitt augnablik stöðvaðist heimurinn, heyrði ekkert og sá ekkert og ömmusonur trítlaði af stað í átt að bílnum. Ég var reyndar búin að láta þetta hvarfla að mér og ræða það við hann en alltaf, alltaf hefur hún látið mig vita svo þessi staða mundi ekki koma upp. Ég settist í aftursætið hjá honum og við grétum saman, ég af hræðslu og ótta en hann var svo búinn að hlakka til að sjá sætu mömmu sína .
Ók beint í næstu dótabúð þar sem við skoðuðum allt og létum okkur dreyma en hann vildi fara heim og hitta vini sína og ....lífið heldur áfram en nú verður reynt að nota stórt strokleður á þennan fíkill. Við eigum okkar tilfinningar líka og verðum að halda utan um þær og hvort annað.
..orkan fer í næstu viku..
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:51 | Facebook
Athugasemdir
Elsku besta Inga María. Sendi þér allar mínar bestu hugsanirog kærleika. Guð gefi þér æðruleysi og styrk til að takast á við erfiðleikana og halda þétt utan um drengina þína og sjálfa þig.
Vilborg D. (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 13:39
Sendi þér knús og allar bestu óskir. Ásta.
Ásta Einarsdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.