1.8.2010 | 15:34
Horfin í sortann...
Þar sem allir fóru í að gera það sem þeim fannst skemmtilegast þessa helgina þá vorum við ömmusonur rosalega ánægð að fá að dandalast tvö um allan bæ. Týndum ánamaðka fyrir veiðiferð sem hann er að vona að einhver góður vilji fara með sig í, skoðuðum snekkjuna sem var við höfn, horfðum á Grays út í eitt, vöktum fram á nætur en ætluðum að enda á að heimsækja mömmuna, fíkilinn þar sem hún var búin að bjóða okkur í heimsókn á Kotið. Hann tilbúin með fína gogginn sinn sem átti að vera gjöf.
Þar var okkur tjáð að hún hefði yfirgefið staðinn og eitt augnablik stöðvaðist heimurinn, heyrði ekkert og sá ekkert og ömmusonur trítlaði af stað í átt að bílnum. Ég var reyndar búin að láta þetta hvarfla að mér og ræða það við hann en alltaf, alltaf hefur hún látið mig vita svo þessi staða mundi ekki koma upp. Ég settist í aftursætið hjá honum og við grétum saman, ég af hræðslu og ótta en hann var svo búinn að hlakka til að sjá sætu mömmu sína .
Ók beint í næstu dótabúð þar sem við skoðuðum allt og létum okkur dreyma en hann vildi fara heim og hitta vini sína og ....lífið heldur áfram en nú verður reynt að nota stórt strokleður á þennan fíkill. Við eigum okkar tilfinningar líka og verðum að halda utan um þær og hvort annað.
..orkan fer í næstu viku..
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.7.2010 | 22:13
þetta er erfitt
Að vonast eftir hagstæðum úrskurði..þegar svo margt bendir til að úrskurðurinn verður ekki okkur í hag.
Þrátt fyrir miklar framfarir í læknavísindum þá getur ein fruma...á stærð við títuprjónshaus breyst í vínber að stærð,semsagt milljón krabbameinsfruma á ferð. Þekkingarskortur veldur vanmætti og eigingirnin í að halda í það sem manni þykir vænt um...fyllir manni sorg og vanlíðan sem er svo kannski óþarfi...en þetta EF er alltaf stórt.
Þulur á við...ekki gefast upp og haltu í vonina eru orð sem eiga ekki við þegar við erum þarna í stöðunni. Ég gefst ekki upp....en rautt ljós er rautt og þegar þar er grænt þá heldur þú áfram...þetta er einfalt. Minn ektakarl veit ekki hvað það er að vorkenna sér. þá fer hann vel með það en hann sá kjarkmesti sem ég hef þekkt...hann var alltaf að...og er er enn að. Misminnugur en hvað með það...minn ektakarl og minn prins á hvítum hesti enn að.
Minn karl kominn á stera þar sem grunur er um bólgur og gott að vera aðeins búin að vinna á þeim áður en að myndatöku kemur. Doktorinn kominn úr fríi og þar sem ég var í hringiðju....hvar er ég og hvað er að gerast þá líður mér betur að vita af honum þarna.
Hver var það sem sagði að þetta ætti að vera létt....meti þetta líf?
...sos...þar til næst
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.7.2010 | 13:22
Hugleiðingar sjómannsins
Sonur minn, sjómaðurinn, sendi mér hér skrif sem vinur hans og velgjörðarmaður skrifaði eftir honum um hvað hefði flogið í gegnum hugann þegar hann var á leið í sjómennsku í Færeyjum. Mig langar að deila þessu og geyma og fékk leyfi þeirra beggja að gera það
Föstudagur:
Var hann virkilega að fara í útlegð til annars lands! Hann sat á flugvellinum og ótal hugsanir flugu um hugann á honum. Hann lét n reika til síðustu mánaða og hvað margt hafði farið úrskeiðis og hvernig í raun lífi hans var háttað. Margt hafði hann til að þakka fyrir en svo sannarlega var hann langt því frá að vera ánægður, ánægður - hvað var það?
Hann heyrði mjóróma rödd í hátalaranum að fluginu yrði enn seinkað, vegna þoku á lendingarstað, enn ein seinkunin. Letilega horfði hann yfir salinn og um leið tékkaði í vasa sína og jú, nóg fyrir einum bjór.
Hann velti fyrir sér hvað hefði í raun farið úrskeiðis. Hvað varð til þess að hann allt í einu þurfti að flytja til annars lands, ævintýra til annars lands - eða hvað? Margt hafði skeð. Didda vinkona hans til margra ára hafði dömpað honum og var kominn með annan. Helvítis tussan! Ferlega var það sárt og í hjartanu hans var stórt sár sem hann var viss um að aldrei myndi gróa, þrátt fyrir að fólk segði; það tekur bara tíma - vertu þolinmóður.
Hann var truflaður í þessum hugrenningum sínum með því að mjóróma röddin í kallkerfi flugstöðvarinnar tilkynnti að því miður yrði ekki af flugi í dag en það væri mæting á morgun og það yrði flogið kl. 07:45 morguninn eftir, mæting kl. 06:45, fuck!.
Félagi hans hafði sent honum skilaboð fyrir nokkrum dögum og sagt að það væri laust pláss á bát sem hann gæti fengið ef hann myndi drífa sig. Hann hefði nú frekar viljað vera á sama bát og vinur hans en hitt var samt betra: að komast burt frá þessu ástandi sem hann var í, skuldunum og einmannaleikanum sem hafði heltekið hann undanfarið. Svo hafði vinur hans hringt og sagt honum að hann væri búinn að koma honum um borð á sínum bát. Það var skárra. Hann hafði kviðið fyrir að vera eini Íslendingurinn um borð. Nýtt land, nýtt skip, ný andlit og vinnubrögð. Jú hann hafði verið spenntur en var ögn rólegri þar sem hann vissi að Freyr vinur hans myndi hjálpa honum í gegnum fyrstu túranna. Hver andskotin myndi gerast núna þegar fluginu yrði aflýst.
Hann hafði ekki átt krónu til að komast þetta en þar sem hann átti bestu mömmu í heimi og fjölskyldu sem vildi honum hið besta höfðu þau smalað saman í flugfar og annan búnað sem hann þurfti til að komast. Mikið var hann þeim þakklátur. Lífið hafði ekki farið silkihönskum um hann eða fjölskyldu hans - langt því frá.
Síminn hringdi. Jú, skipstjórinn hafði ákveðið að bíða sagði Freyr í símann og að hann myndi bíða útá velli og sækja hann og keyra beint til skips en vonaði að þetta myndi ekki klikka í fyrramálið því hann var óviss um hvort að skipstjórinn myndi hafa þolinmæði til að bíða lengur en gott mál ef þetta gengur upp og Freyr hlakkaði til að sjá hann daginn eftir.
Hugurinn var fullur af allskonar hugrenningum þegar hann fór í rúmið en sem betur fer sofnaði hann fljótt.
Morgun.
Helv......vaknaði hann seint og flugið að fara. Honum var skutlað útá völl og sömu ellismellirnir sem biðu með honum í gær voru mættir, furðu hressir. Rúllandi þarna um flugstöðina á hjólastólum eða með hækjur og ábyggilega flestir komnir yfir 100 árinn. Svo átti hann að fljúga með þessu fólki - huh!
Mjóróma röddin frá því í gær tilkynnti að flugið væri á áætlun og lítill tími til að velta hlutunum fyrir sér. Jú hann sá að það var einn farþegi á svipuðum aldri og hann sjálfur en hinir 68 - verð ég svona einn daginn!
Ég er pottþéttur á því að ég verð tekinn í skoðun á vellinum þegar ég kem hugsaði hann. Hann átti sér nefnilega sögu úr vímuefnaheiminum og þeirri sögu yrði ekki svo auðveldlega eytt hugsaði hann. Hvernig skyldi þetta líta út? Hvernig ætli skipið sem hann var að fara á væri? Annars var hann að velta ýmsum hlutum fyrir sér.
Loksins, lentur! Hann beið meðan hjólastólagengið, hækjuflokkurinn og hinir ellismellirnir smá fikruðust út úr vélinni og loksins kom að honum. Það var svo sem auðvitað. Hann var tekinn í tékk. Sem betur fer slapp hann við að beygja sig fram og láta kíkja uppí rassinn á sér en farið var vel yfir farangurinn. Hann var með hasspípuhaus í töskunni sem að tollarinn tók ekki eftir sem betur fer.
Freyr vinur hans beið fyrir utan tollhurðina og tók á móti honum. Þeir heilsuðust með faðmlagi. Ferlega er ég feginn að þú ert loksins komin sagði Freyr. Drífum okkur með farangurinn útí bíl og svo beint á sjóinn. Hvað er þetta langt? spurði hann. Þetta er ca. klukkutími var svariðr og svo voru þeir lagðir af stað. Freyr hafði tekið á leigu bílaleigubíl til að sækja hann svo að báturinn þyrfti ekki að bíða lengi. Hvert smáþorpið af öðru þutu hjá og landslagði var eins og heima á Íslandi. Ferlega var þetta samt líkt því sem allt leit út heima. Fullt af spurningum brunnu á vörum hans. Hann fann að hann var spenntur og pínu kvíðin en samt feginn að vera loksins kominn.
Kannski var þetta einhver tímaskekkja en - samt ekki, fannst honum. Jú hann hafði farið útaf sporinu í heimalandinu en - andskotin - þurfti hann að draga það með sér til þess sem var að gerast núna? Jú, því ekki. Kannski var þetta bara refsing fyrir það sem hann hafði gert, hver veit. Hver veit hver andskotinn var að gerast í lífinu eða bara í alheiminum. Mikið hafði hann spáð í því hvert og hvernig lífið yrði. Myndi hann enda sem götusali eða kóngur? Hvað þurfti að gerast í lífinu til þess að hann yrði hamingjusamur?
Kannski að helvítis hassið hafi gert mig svona? En mér líður alltaf svo vel þegar ég er búinn að reykja hass, hugsaði hann. Þetta er ekki að passa eða þannig.
En hérna sat hann í bíl með Frey og var á leið á sjóinn. Sjóinn! Var það það líf sem hann vildi þ.e.a.s. vera á sjónum og vinna við það? Er lífið svona einfalt? Var hann að flækja þetta eitthvað fyrir sér?
Rosalega vildi hann að svörin lægu á ljósu. Á ljósu? Já ferlega vildi hann að hann myndi vita hvað og hvernig lífið yrði. Hann vissi hvernig lífið hans hefði verið fram að þessum tíma en hvernig myndi það verða. Hver veit? Kannski yrði hann bara vegavinnukarl sem ætti 2.5 börn og myndi búa á 3-ju hæð í blokkaríbúð í Grafarvoginum eða kannski myndi hann gera eitthvað úr lífinu, fara í skóla og gera eitthvað áþreifanlegt. Jú það er eitthvað sem vit er í hugsaði hann en fjandinn, ég nenni því ekki. Það er bara fínt að fara á sjóinn, vera á sjónum í nokkra daga og fjármagna það sem þarf að fjármagna til að gera lífið skemmtilegt. En hvernig er skemmtilegt líf? Hann hugleiddi það meðan þeir Freyr þutu framhjá hverju ,,smáþorpinu" á fætur öðru.
Freyr var að segja honum frá hvað biði hans. Lýsti fyrir honum íbúðinni, umhverfinu, skipinu, þeim mönnum sem hefðu verið um borð í síðasta túr og var að reyna að koma honum inní það umhverfi sem bið hans. VÁ! Er þetta ekki bara einhver bátur, maður vinnur, kemur í land, reykir hass, drekkur, ríður og lætur fara vel um sig? Þurfti að útskýra þetta eitthvað. Freyr heldur áfram að tala um þetta allt og ég velti því fyrir mér hvenær við verðum komnir. Freyr segir mér að að báturinn bíði eftir okkur og það verði farið um leið og við komum. Helvítis vitleysingar að bíða með brottför báts í sólarhring, ég hlýt að vera eitthvað sérstakur. Freyr hafði að vísu sagt honum að skipstjórinn væri sérstaklega hrifinn af Íslendingum og........
En hver veit! Hér er ég kominn og verð að vera tilbúinn til að taka á móti þeim ævintýrum sem bíða mín. Hrollur tilhlökkunar eða kvíða hríslaðist um hann.
--
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.7.2010 | 22:50
mamma, pabbi, börn og fleiri börn
Amma vaknaðu...heyri ég sagt í gegnum draumaheiminn..amma bílarnir eru vaknaðir þannig að klukkan er komin. Ég hristi af mér drauminn og svara guttanum að hann verði að bíða eftir að síminn minn pípi og ýti mér fastar ofan í koddann. Það næsta er að ömmusonur er kominn með símann og segir hátt og skýrt..amma klukkan er átta tuttugu og fjórar...er námskeiðið mitt ekki að byrja? Eins gott að vera í góðri æfingu að vera fljót að koma liðinu úr húsi á morgnana, en þar sem ég ákvað fyrir mörgum árum að vera helst ekki með klukku nærri mér þá er mér nær þegar þessar stundir ..að sofa yfir mig...gerast. Annars er ömmusonurinn sú besta klukka sem til er...hann er alltaf með það á hreinu að dagurinn er byrjaður og þá skiptir ekki máli hvort klukkan sé sex, sjö eða átta.
Önnur hlið á teningnum þegar kemur að svefntíma yngri ömmusonar...hann vill fara seint að sofa...sér engan tilgang í því að sofa og vill svo helst kúra og sofa sem lengst á morgnanna....en hér er engin miskunn.
Nú eru allir á heimilinu í fríi og jarnbrautastöðva tilfinningin kominn aftur upp í hugann, það er alltaf einhver að fara eða koma....stundum allir á staðnum eða ég sit ein upp í sófa með góða bók og það eina sem ég geri á þeim stundum er að setja í vél...og inn í þurrkara.
Heimasætan á fullu í undirbúning á ferð sem hún er að fara til Suður Afríku og verður í níu mánuði í þetta skiptið. Þessi elska fékk styrk til að vinna við sjálfboðavinnu og að sjálfsögðu lætur hún það happ ekki úr hendi renna...en strákarnir flytja í herbergið hennar á meðan og hver veit hvað gerist næst...en þessi elska þarf líklega að sofa með frændum sínum þegar hún kemur aftur og lýkur námi.
Minn ektakarl gerir nú ekkert annað þessa dagana en að brjóta stóla hér og þar og það fara tvennar sögur af ástæðunum..hann er svarthvíta hetjan mín, stendur alltaf upp og fer sínu fram þó margt á móti blási.
Er bún að vera nísk á fjölskylduna mína er hér fáið þið loksins að sjá allan hópinn
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.7.2010 | 21:55
Frið...að fá frið...að njóta friðsins...
Hlátur á að lengja lífið er sagt, brosið fer langt með það en það er merkilegt hvað maður getur stundum hlegið þó að tilfinningin sé að hjartað gráti. Sakna þess samt að geta ekki hlegið meira....það eru rosalega góðar tilfinningar sem fylgja því.
Hér áður fyrr gat ég samsinnt því að ég væri með stórt heimili en í dag þar sem færri heimilismenn eru þá upplifi ég það að ég sé með enn stærra heimili og utanumhald, aldurinn eða álag?
Ömmustrákurinn búinn að upplifa sitt fyrsta fótboltamót og það að geta sofið án ömmu sinnar...og það er virkilegur sigur! Við fórum svo öll og fylgdum prinsinum norður á fótboltamót, minn ektakarl kom með flugi og sá og sigraði því annað eins af kossum og knúsum fékk hann þarna frá fólki sem hann ýmist kannaðist ekkert við eða gamlir og nýjir vinir. Tárin spruttu fram við margvísleg tilefni þarna hjá mér og margar hugsanir spruttu fram.
Annars tekur minn ektakarl einn dag í einu...fótboltaleikir út í eitt en sér held ég ekki fram á bjarta tíma að hafa mig svona mikið heima við næsta árið...ég fer í fríið!!!!!..
Ég verð að hafa mig alla við að finna mér e-ð áhugamál sem til að byrja með verður líkaminn....taka hann í gegn...nudd, hotjoga, leikfimi og sund.
Líðanin ekki alltaf sem best hjá honum , höfuðverkir og óhljóð að gera honum grikk fyrir utan það að lamaði fóturinn er ansi oft að rekast í e-ð og jafnvel gefa sig undan honum. Minnileysi líka að angra hann en þrjóskari karl er varla hægt að eiga og það að koma að honum með sláttuvélina úti og í næsta andartaki taka flugið yfir hana fær mitt hjarta á flug...en alltaf stendur hann upp, blótandi en áfram heldur hann. Ég prófaði það að leggjast niður og reyna að standa upp án máttar vinstra megin en varð að gefast upp.
Myndataka eftir mánuð og staðan er sú að ekkert kemur mér á óvart, þetta eru búið að vera furðulegt ár, ár óeirða í huga og kropp... vonin dugar skammt og einhver lengst inn í mér ákallar á hjálp...en ég og þessi rödd vinnum ekki saman og oft spyr ég hvað getur sökkvandi skip....sokkið oft.
..þar til næst
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2010 | 20:56
Hamingjan er ekki fólgin í því að gera það sem þú hefur ánægju af, heldur að hafa ánægju af því sem þú gerir!
Það heldur allur fjöldinn, sem hefur mörgu að sinna,
að hætta sé á ferðum, ef breytt er gömlum sið,
að gæfa heimsins hvíli á verkum sem þeir vinna,
og vonlaust sé um allt - ef þeirra missti við.
Þeir hafa hvorki tíma né tök á því að deyja
og treysta ekki á aðra né þeirra háttalag,
en svo fer þó að lokum, að árin bakið beygja
og bægja þeim frá störfum, einn góðan veðurdag.
Og fæsta þeirra grunar, sem fellur þyngst að hverfa,
hve fáir leggja á minnið að þeir hafi verið til.
Þeir gleyma, hverjir sáðu, sem uppskeruna erfa,
og æskan hirðir lítið um gömul reikningsskil.
Við iðjumannsins starfi tekur annar sama daginn,
og ef hann deyr að kvöldi, tekur næsti maður við.
Lífið yrkir þrotlaust ... en botnar aldrei braginn,
en breytir fyrr en varir um rím og ljóðaklið.
...stelpan mín 27 ára í dag...á góðum stað og á morgun er stór dagur hjá ömmusyninum...við ætlum okkur að eigast....og allir sáttir við það!
9.5.2010 | 20:53
Ekki mikill kraftur eftir en samt..
svartar hendur næturvætta
aflíðandi dalur
baðaður grárri birtu
sviplaust andlit á glugga
brostin augu
úr sprungnum berki trjánna
blæðir blæðir.
Sjón
7.5.2010 | 22:19
Púsluspilið mikla
Visst styrkleikamerki að þora að sýna mannlega veikleika! Bara ekki allir tilbúnir að taka á móti þessum veikleikum en það verður bara að vera þeirra mál því sá sem er að upplifa erfiðar stundir í sínu lífi á ekki að þurfa að vera að hugga aðra en sig og sína. Hvernig á sá sem líður illa að gæta þess sem hann segir í návist annarra og jú gott að lifa með því að aðgát skal höfð í nærveru sálar en er alltaf verið að tala um orð sem eru sögð....en ekki hugsanir.
Fullt af fólki sem hefur sent mér góðar hugsanir þó ég þekki lítil deili á því og þekki ekki út á götu. Þetta er samkennd sem er gott að finna frá fólki sem veit í hvaða sporum maður er og hvað er í gangi þó ekkert sé sagt. Ættingjar oft erfiðastir, hvað er með þetta hetjutal og þar með búið. Skil bara alls ekki þegar sagt er um mig að ég sé hetja, hetja að þola þetta? Þola þá hvað? Hetja að ganga í gegnum þetta og gera það sem þarf að gera, hetja að segja hlutina eins og þeir eru en ekki pakka þeim inn í fallegar umbúðir. Hvunndagshetja er annað orð..mér sjálfri finnst gott að vera kallaður kletturinn...af honum kvarnast sem eðlilegt er en hann gerir sitt og eins á hann aðra kletti/hnullunga til að halla sér að. Góður klettur finnur sér leið, leið til að lifa af og njóta, finna lausnir sem allir una við og finna pláss til að fá að upplifa hvað það er mikið til í því að allir þurfa einhvern, líka kletturinn og hann getur ekki sinnt sínu ef hann sinnir sér ekki fyrst!
Að vera gunga er annað....ég er kannski bara svona mikil gunga að gera bara allt það sem ég kemst yfir, ætti bara að panta mér flug og flýja allt og alla....skilja við kallinn og erfiða afleggjara þar sem þetta er allt svo gasalega erfitt....hver svo sem metur það! Það var þá hetjan sem er of mikil gunga að stinga af.....en hér er dásamlegt að vera, get ekki orðið reið út í e-ð sem ég ræð ekki við. Verð kannski pirruð eins og prinsarnir hér segja enda dugar að segja tel upp á fimm þá að þetta að gerast. Herskóli kallar prinsinn minn það og þá segi ég alltaf já einmitt 50 armbeygjur. Eru bara ekki allflestir að reyna að gera það sem þeir geta...flest geri ég sem skemmtilegt er og hitti margt gott og merkilegt fólk inn á milli. Eldri ömmusonur..orðin minn en ekki eins og það hafi skipt máli..hann er búinn að vera minn frá því að ég tók hann í fangið sek.gamlan. Veð eld og brennistein til að honum líði sem best og sé sáttur og mundi ganga ansi langt ef það yrði á einhvern hátt breyting á. Skrýtið þetta líf... 13 ár síðan við misstum okkar litla/stóra dreng... 18. maí sem við höldum alltaf upp á og nú var ég að fá þær fréttir að 18. maí er dagurinn sem við verðum formlega skráð fyrir ömmusyninum.
Fíkilinn minn á hraðbrautinni þessa dagana en við náðum fjölskyldunni saman og frábærar myndir..loksins. Minn ektakarl farinn að vinna, já já vinna við að mála einhentur og brosir hringinn. Þreyttur og er farinn að skilja að lífið er dýrmætt og ekki endalaust. Næsta æxli....það kemur en þá kemur það bara og við ráðum okkar ráðum þá.
Yngri ömmusonur þroskast og verður æ háðari mynstrinu sem við höfum komið okkur upp hér, hættur að spyrja þegar við erum að fara e-ð...en hvar verð ég þá. Sárt að heyra en frábært að sjá hvað hann unir sér með okkur og stórum fjölskyldugarði sem er í kringum okkur. Stefnum á að njóta sumarsins, elta fótbolta út um allt land, lesa bækur, fara á skátanámskeið, fótboltanámskeið og sinna vinum. Haustið ber e-ð nýtt með sér, afabarn í september sem á að líta fljótt . Draumur að fá kannski að sofa í svo sem eina öld....en hvar verða þá allir aðrir þegar ég vakna.
...þar til næst
24.3.2010 | 15:31
Hvað sem yfir okkur dynur munu tengsl okkar varðveitast
Hægt og bítandi vinnur maður sig úr örvæntingunni yfir í vonina sem er svo miklu betri staður. Takmarkið er núna að fara í myndatöku með allan hópinn..afleggjarana.. áður en minn ektakarl fer í myndatöku af sínu fallega höfði. Langt síðan við förum haft alla okkar afleggjara á sama staðnum, dóttlan okkar frá Danaveldi að koma...með lítið kríli innvortis og heimasætan ekki stungin af í aðra heimsálfu og viti menn, fíkillinn í góðu standi. Má þá ekki segja að lífið sé bara frábært. Að eiga 4 drengi sem allir eru á fullu í fótboltanum er orðið lífstíll...leikir oft á sömu dögunum og æfingarnar allar í setti...sömu dagana líka. Sá yngsti 4 ára bíður spenntur eftir að byrja og sá elsti man þá tíma þegar hann var með boltann á tánum þó stuttur tími væri. Fjárfesting í Lacy boy stól í Egilshöllinni væri ekki slæm hugmynd þar sem ég get hvílt hug en samt haft augu á ömmustráknum. Prinsinn er farinn að bjarga sér sjálfur og meira en það, ekkert kvapp um að skutla sér, segir bara mamma hafðu ekki áhyggjur ..ég bjarga mér. Suma daga er einsog allar hugsanir um sjúkdóminn séu hraktar í burtu en eitt lítið atvik kemur alltaf öllu af stað aftur...og alltaf er það ég sem er boðberi vondra frétta því oft er það svo að best er að vera í skugganum og taka þátt í þvi sem hentar best og opna ekki augun fyrir því slæma. En ég verð bara þar.
Margt svo skemmtilegt sem ég er að fara að gera, skreppa til Osló með góðu fólki og fara á eina ráðstefnu og jú slaka á, á meðan minn ektakarl rekur búið með hjálp góðra manna. Eins er bekkurinn minn að fara að Reykjum og jú ég hlakka jafn mikið til og þau og aftur reynir á minn mann. Toppurinn á tilverunni er svo að fara með henni elsku múttu minni og systir til Danaveldi þar sem við ætlum að hlæja, skoða og taka Eurovisionið í nefið. Karlinn minn elskulegi segir mig vera að flýja sig...og já ég er að gera það og sýna honum fram á það að hann getur það sem hann vill og ætlar sér.
Myndatakan hjá honum í næstu viku er þarna á bak við allt þetta gaman og ekkert að kvíða svo sem...en lífið er aldrei einfalt og engin veit sína æfi fyrr en... strákarnir láta okkur að minnsta kosti ekki leiðast og það er þreytt fólk sem leggst á koddann sinn á kvöldinn...
Muna bara vertu það sem þig langar að vera, það sem þú átt að vera. Ég skal styðja þig næstum alla leið. Vertu bara eins dugleg/ur í þvi og þú getur.
..þar til næst
14.3.2010 | 23:03
Þriðju lotu að ljúka
Mikið framtak sem fór hér fram í dag...kort í umslögum sum hver, voru lesin, jólakort heita þau víst. Búin að vera gjóa augunum að þessu fjalli þarna í nokkrar viku eða hvað...hvenær voru jólin? Sumt er bara ekki tími til eða hugsun á að gera. Þessi tími fer allur á einn stað...er bara tíminn frá því að minn ektakarl fór síðast í aðgerð og á morgun er það síðasti lyfjaskammturinn. Var alls ekki viss um það hvort lyfin kæmu í hús þar sem minn maður hefur verið ansi slappur síðustu skiptin og þau farið virkilega illa í hann.
Kvíði, spenna, álag, gleði, svo mörgu að sinna en alltaf tími til að gera einmitt það sem ég vil vera að gera en ekkert endilega það sem ég þarf að gera enda kemur það oftast að mér aftur í einhverri annarri mynd þá.
Heimasætan að gera mig ...,já það er hægt..var bara búin að tapa geðheilsunni fyrir, ödipusarduld eða skynjunarmyndir er ekki e-ð sem ég kýs mér að liggja yfir þegar prinsarnir þrír eru sofnaðir...þá vil ég ekki tala og ekki hugsa! Heimasætan er líka sú sem fær mig til að fá hláturskast öðru hvoru...litla stelpan mín sem fer hálfan höttinn í leit að ævintýrum...en veit ekki hvar hlutirnir eru geymdir hér í eldhúsinu. Ekki annað hægt en að hafa gaman að henni...segi alltaf að hún er skýrt dæmi um hvernig fólk getur forgangsraðað eftir áhuga.
Er alveg búin að fatta það afhverju við konur erum ekki að eiga börnin fram á elliheimilisaldur...já er að nálgast hann í reynslu...það getur ekki verið hollt að eiga börn á öllum stigum skólakerfisins og held að einnig að ég sé ekki forrituð fyrir þetta allt saman að minnsta kosti er þetta allt farið að ruglast svolítið fyrir mér. Oft á tíðum velti ég því nefnilega hver er á hvaða stigi...þó að aldursmunurinn er mikill þá er þörfin fyrir eða á mig...enn til staðar.
Höndin er óspart notuð sem...talaðu við hendina þegar ég er yfirfull af vitneskju um ekki neitt og er að hlaða upp...takk reynið síðar!