Fengum góða skoðun

Já allt eðlilegt miða við aðstæður sagði doksi í morgun.  Í gærkveldi vorum við fullviss um að eitthvað væri að fyrst engin hringing kom en náðum okkur niður og sögðum við hvort annað það gæti þá ekki verið neitt verra en annað sem við höfum gengið í gegnum....og við sváfum vel í nótt.  En gott að fá þessa hringinu í morgun....yes.     Að lifa í svona þriggja mánaða pakka er farið að taka á, sérstaklega þegar einhverjir atburðir eru framundan og ég alltaf til í að gera allt en minn ektakarl á hikinu, vill aldrei neitt og ekki plana neitt. 

En nú sagði minn ektakarl....það er ekki frá því að mér sé létt.   Karlinn sem aldrei vill viðurkenna að hann hafi áhyggjur.

InLove...bara frábært


Hnútur sem vex

060Krummi og karlinn minn eiga sínar stundir og mig grunar nú að þessi fugl fái að heyra meira um hugsanir og ótta sem hljóta að skjótast upp í kollinn á mínum ektakarli.

Vaxandi óþol er að magnast upp hjá mér og ákveðin grunur um að það er ekki allt  í lagi magnast og nú bara verð ég....ég hringi á morgun á bið um myndatöku.   Ég væri bara í afneitun ef ég læt eins og allt sé í besta standi og það er margt sem er að trufla daglegt líf hjá mínum ektakarli og hann var sammála mér um að biðja um myndatöku.  

Yngri ömmusonur á afmæli á morgun og við erum búin að stefna strákunum á deildinni hans hingað í skemmtileg heit og ég tek upp harðstjórataktana svo allt gangi vel fyrir sig.  Ratleikir og þrautir og eitt stykki af fótboltaköku.   066

Heart...en það er eins gott að ég nái í doktorinn.....ses!


Draumórar eða martröð

 

Allflestir kannast nú við það þegar tiltekin líffæri taka af mann völdin og halda manni yfir salerninu og það er eins  og tær og neglur og allt annað þar á milli  reyna að koma þessa leiðina út.   Kárnar stundum gamanið þegar e-ð annað bull vill um leið komast út um neðri endann þannig að ef maður er ekki með tvö salerni hlið við hlið þá flækjast málin, gólfið, baðið eða ruslatunnan.  Það kallast svo algjört þrekvirki að komast upp í rúm á eftir og tilhvers....jú til að gera aftur það sama eftir einhverjar mínútur. 

Nú fyrir helgi var ég í þessum draumi nema hvað að mér var um leið svo kalt að ég gat ekki tjáð mig og allir heimilismenn farnir í skólann og ekki hafði nú minn ektakarl nú mikinn áhuga að sitja yfir svona löguðu. Í einhverju vitrænu ástandi hef ég nú verið því gemsinn minn var fastur við mig upp í rúmi og því þegar karlinn hringdi til að athuga með líðan þá skildi hann ekki orð frá mér og varð víst pínu áhyggjufullur og  hringdi í hjúkkuna góðu í næsta húsi.  Alveg sama þó hún væri í vinnunni, hún átti að fara heim og kíkja á mig en ég gat ekki einu sinni gert mig skiljanlega við hana í síma hvað þá hleypt henni inn. En allt í einu heyrði ég raddir, karlinn e-ð tuðandi og svo þessi rólega rödd sem sagði við verðum bara að kalla á sjúkrabíl.  Ég skjálfandi eins og ég væri nakin í miðju íssbaði, tennurnar á fullu en samt hugurinn var í miðri sögubók með ömmusyninum því þetta var ekki að gerast fyrir mig, klettinn!

Hvenær ertu fædd..heyrði ég einhversstaðar spurt og fannst eins og ég lægi í skotti á bíl, fann olíulykt og hristist upp og niður eftir rússíbanabraut og þá komst það að mér...jæja það er bara verið að flytja mig eitthvert en skjálftinn hélt áfram þannig að ég var nú farinn að efast um að tennurnar mundu þola þetta skrölt.    Næst var það mikill birta og og yfirheyrsla um þessi fyrrgreindu mál sem ég varla gat sagt frá ´vegna fjörsins í tönnunum...og stungur og hjartarit, lungnamyndataka og þess á milli lá ég á hörðum bedda og fjörið á salernið hélt líka áfram.  Þegar leið á kvöld var ég flutt á eftir hæð og viti menn í einangrun sem ég uppgötvaði þegar tveir hjúkrunarfræðingar komu inn til mín með e-ð fyrir vitin, í hönskum og sloppum en með þessi svakalegu brosandi augu þannig að ævintýrið í þeim hluta heilans sem líklega var enn heilt tók því þannig að sögubókin héldi enn þá.

Að þræða nál í æð klæddum hönskum er ekki e-ð sem lærist í skólanum hjá þessum elskum uppgötvaði ég eftir að plástrarnir voru orðnir jafnmargir og mínir afleggjarar og þá loksins tókst það.

Vondi karlinn í sögubókinni vildi meina að ég væri með vonda bakteríu og mig ætti að loka inni og engin mætti hitta mig og allt frá mér var brennt eða soðið.   Váá..hvað næst hugsaði ég og fannst þetta bara eðlilegasta mál í heim...alvön kona á ferð.   Hugurinn var nú fljótur að fara til prinsanna minna...ömmusonurinn sem er með algjöra þráhyggju ef hann veit ekki hvar ég er, prinsinn minn sem átti að fara að keppa á fótboltamóti og mamma gamla alltaf verið á staðnum og raunveruleikinn ýtti draumórunum tilhliðar og ég hringdi í minn ektakarl og bað hann um að láta vera að segja þeim hvar ég væri...bíða aðeins með það.   Þessar mömmu/ömmur halda alltaf best og vilja stjórna hvað sem á dynur, mikill galli! 

Þarna var ég í 3 sólarhringa, starfsfólk kom inn til mín á þriggja tíma fresti en annars horfði ég yfir voginn til að byrja með, ekkert annað hægt að gera vegna slappleika en svo þegar þeim datt í hug að sprauta mig með háskammtasterameðferð þá fór nú fjörið að aukast hjá minni og ekkert meira varð úr svefni.  Þarna er ekki hægt að opna glugga en stórgóð loftræsting í gangi þannig að upplifunin var eins og götuþvottabíll væri að störfum þarna inni hjá þér.  

Karlinn stóð sig vel hér heima enda hafði ég engar áhyggjur af honum þó hálfur sé að getu líkamlega þá gerir hann það sem þarf að gera, öðru sleppir hann.    En að koma heim og fá knús frá þessum prinsum mínum segir mér að kletturinn verði að fara vel með sig , hann þarf að þola nokkrar sóknir enn og standa uppi í langan tíma enn.   Við þurfum öll á því að halda.   Held mig við rólegar sögubækur á næstunni og anda að mér ilmnum af körlunum mínum og þakka fyrir það að geta opnað gluggann.

InLove...næst


Krummi kominn í hús!

hope.jpgFlutt á neðri hæðina..svo nú verð allir gæjarnir með efri fyrir sig!

Þvílíkt sem ég get nú afrekað ein hér heima þegar ég sef ekki...já held að þreytan sé að hverfa og þessi ákveðna kella sé að koma aftur í ljós...hún er þarna, nokkur lög af fitu og hreyfingarleysi en spegilinn lýgur ekki....ég er stórkostleg manneskja.     Þetta sagði ömmusonur við mig þegar ég var að láta einn af hans draumum rætast!

Stórkostleg.....frábært orð!

Ég fékk líka að heyra það þegar ég kom færandi hendi heim....með það sem minn ektakarl hafði dreymt um að eignast í langa tíð...og við allar eðlilegar aðstæður hefði ég aldrei fyrir mína litlu peninga látið rætast en hvað gerir góð eiginkona ekki fyrir sinn ástmögur....en við öll ætluðum reyndar að gefa honum þetta um jólin síðustu en það tókst ekki fyrr en nú.   Uppstoppaður hrafn.....er nú við höfðagaflinn hjá mínum karli....mér hryllir við honum en sælu svipurinn á manninum er ekki eðlilegur....og hann er farinn að tala við krumma!  Gamall vinur þarna kominn?

 Nýjasti prinsinn í hópnum er fæddur og fékk lukkutöluna okkar, fæddist þann 13 sept.  Það réttist aðeins úr mínum ektakarli við það ..og nú þarf að láta sauma Þróttarbúning í xxxxs.

 Allir að gera það gott og Jesú í Norge er þvílíkt að slá í gegn  hjá minni þar úti.   Heyrum lítið í Afríku- búanum....fésið segir bara frá jammi....en e-ð var hún nú búin að kenna mér á skypið þannig að við gætum talað meira saman...en hún er nú bara búin að vera í mánuð....og nei nei ég er ekkert farin að sakna hennar...enda búin að hertaka herbergið hennar.

engin tími til að hanga hér....InLove...ses


venjuleg þreyta eða öfug þreyta....

Hvernig hefur þú það spurði móðir mín mig um daginn.   Ég velti fyrir mér smá stund...hvort ég ætti að leggja á hana svarið en ákvað svo að hlífa henni ekki við það..  

'Eg er bara svo þreytt!

Þreytt var svarið....afhverju ertu þreytt og ég fékk hláturskast því að öllum þá er það ekki hún mútta mín sem skilur andlega þreytu...og ég er ekki að meina það illa að hlæja af henni en málið er að flestir aðrir í kringum mig segja ....já þú átt það svo inni, eða komin tími til að leyfa þér að vera þreytt. Mamma mín alveg yndisleg...ég er bara ekki vön að vera þreytt, er klettur...get allt og geri flest.  Auðvitað er hún smá áhyggjufull yfir hennir dóttlu sinni sem henni finnst vera gera of mikið.   En það eru forréttindi að eiga mömmu....og mín er á sér hillu hjá mér!

Ég fann ágæta grein um þreytu...tengda gigt sem skýrir svolítið hvað þreyta getur verið misskilin.

 1. Innbyggð þreyta

2. Timburmanna"þreyta

3. Skyndileg þreyta

4. Veðurtengd þreyta

5. Örmögnun

6.Hátt uppi" þreyta

7. Þreyta sem kemur í bylgjum

8. Þreyta sem tengist öðrum líkamlegum orsökum

9. Gleymskuþreyta

10. Þreyta sem orsakast af streitu, sorg og kvíða

11. Þreyta sem orsakast af svefnvandamálum   (http://www.gigt.is/lif-og-heilsa/threyta/

Margt þarna sem margir geta mátað sig við en svei mér að frá því....að áður en mín elsta fæddist held ég að ég hafi ekki getað sofið svona eins og ég geri núna.   Sef vel á nóttinni....kem strákunum í skólann og ýti mínum ektakarli út í sínar æfingar....hugsa svo um allt sem ég ætla að gera en læðist upp og byrja á bókin góðu en er komin inn í draumalandið eftir nokkrar mínútur.....og sef fram yfir hádegi.   Bara frábært að geta það....aldrei getað þetta svona áður.    En dagur eitt í tiltekt var í dag og þá var ekkert sofið..og með tiltekt á ég ekki við að taka til eða þrífa...nei tiltekt á mér...hitta fólk, fara í sund, hot joga...og jú aðeins...ég er að koma mér fyrir í herbergi heimasætuna, mála og flytja dót milli herbergja.  

045_1025151.jpgÖmmusynirnir í hæðstu himnum....fengu boð á frumsýningu á Sveppa og það var eins og ég væri með tvo unglinga því spegilinn og gelið í hárið var mikið notað.

Heimasætan hringdi áðan....jól hjá múslima fjölskyldunni hennar og hún hljóp út og keypti sér einn kjól til að vera nú fín eins og öll fjölskyldan en þetta er nýtt fyrir henni því yfirleitt eru engin jól....og þessi jól einkennast víst af miklum mat...og svo meiri mat!

Sjómaðurinn í Færeyjum hringdi líka....kom í land með stóran skurð á fingri sem skipstjórinn varð víst að sauma út á sjó en hann var ánægður því múttan hans góða hafði sent honum pakka og hann var eins og lítill snáði ....einmitt þú mamma sagði hann...týpískt af þér að senda mér nammi kossa. Kissing

Já og eins og þau finni þetta á sér þessir afleggjarar mínir þá hringdi fíkillinn minn líka...lætur vel af sér í Norge en þangað fór ég með hana í síðustu viku á meðferðarheimili sem Jesú í Noregi vildi fá hana inn á og hún er að aðlagast....í landinu þar sem hún fæddist á þjóðhátíðardegi Norðmanna.  Þar sá ég margt...lærði margt og varð líka rosalega stolt...stolt af því að í þetta sinni var það ég sem vorkenndi mér en hún ...dóttlan mín...fíkilinn minn....helt fast utan um mig og sagði mamma..takk fyrir að koma mér hingað.  Tárin láku þegar ég gekk frá húsinu...afhverju veit ég ekki...en hún var að drepa sig hér....er þarna...og ég bara vona að ég sjái hana aftur...en ekki fyrr en eftir svona ár.

Við erum öll að standa okkur, ektakarlinn minn kannski þó mest því hann er farinn að skokka um hverfið, lamaður .  Hann kann gæsina vel, get, ætla og skal!  við táruðumst bæði og hvað með það þó hann hafi yfirkeyrt sig...að geta hlaupið...það vita þeir sem hann þekkja að skiptir hann öllu máli. Næst er það fótbolti....stofnar lið þeirra sem eru lamaðir öðru megin sem hlýtur að þýða að 22 mega vera inni í hvoru liði. ..ef við teljum nothæfa fæturGrin.

En við þessi skrif er ég að uppgötva...afhverju ég er svona þreytt..já mér var stolið í síðustu viku af hluta brúðarmeyja minna og þær koma mér virkilega á óvart...ég sem fæ yfirleitt að skipuleggja.  Þreyta nr. 6 er í gangi núna!

009.jpg

 

Leðja, hverir, kartöfluvinarbrauð, Sóleyjarbúð, og Hafið bláa.   Sá sem á vini er ríkur..sá sem á vini sem leggja á sig að stela fólki, hlæja, gráta og dreypa á hvítvíni er forríkur.

Hlakka til að fara í næstu þjófaferð...og þá verða fleiri með í för að mig grunar en við eigum stefnumót við fugl einn...en meira um það  seinna.

019.jpg












InLove ...ses

Við höfum hamingjuna að láni

Þvílík skemmtun og lán að eiga svona marga að sem vilja það eitt að hlæja með okkur....dansa og hlæja meira.  Við fórum með heitin okkar á ný.og eins og það stendur í góðri bók

005_1020560.jpg

Við gátum með engum móti vitað til hvers

það myndi leiða, en við vissum að við urðum

að gera það.

Minn ektakarl var í essinu sín allan daginn og er enn....og farinn að plana næstu uppákomu enda ekki allir sem eiga svona gott gengi að góðum konum sem vilja allt fyrir manninn gera.

 

021_1020568.jpg

 Rauður dregill fyrir gestina ....afleggjararnir sem á staðnum voru....fengu góða gæslu eftir að mjúkur mjöður fór að renna ofan í gestina en heimasætan mín....Afríkufarinn var með mest allt kvöldið.

 

 

 

 

 

 Það var þreytt kona....ánægð kona....hlæjandi kona sem sofnað við það að hennar ektakarl bað hana vinsamlega að fara að hætta þessu blaðri svo hann gæti sofnað.....brúðkaupsnóttin ágæt ein...Heartog enn meira gaman að vakna þegar ömmusonur (yngri í pössun hjá bestu ömmu sinni) og prinsinn komu með gjafir sem voru flestar þeim töfrum gæddar að þær eyðast....fyrir tvo!   Sæla í fríi hjá okkur hjónakornin.....og það verður svo gaman. Afhverju er allt bara fyrir tvo sagði ömmusonur.....veit fólk ekki að við erum fleiri ...prinsinn fékk hláturskast...þar sem skilningurinn var meiri

InLove...lífið er dásamlegt..


Gaman saman....

017_1018710.jpgLitli öðlingurinn minn stoltur af blómaræktinni í sumar, með nýju klippinguna sína tilbúinn á nýja leikskólann.

  1. Hann var farinn að sárlanga í félaga sem stutt var að hoppa til og þeir voru nokkrir sem smullu strax saman.   Aðlögunin gengur svo vel að hann segir bless við mig áður en við komum að hliðinuTounge.

Járnabrautafílingurinn er notalegur í þetta skiptið, heimasætan að gera sig tilbúna fyrir ársdvöl Afríku, undirbúningur fyrir brúðkaup og forleikur að afmæli...allt á sömu dögunum.   Hér erum við öll að fara að gifta okkur saman eins og strákarnir segja og þeir ætla að segja Já við ömmu sína!

Hlakka svo til....minn ektakarl heimtar fleiri boð því hann kvartar undan tímaleysi því það er svo margt sem hann langar að gera en í þetta sinnið fær hann ekkert að stjórna....nóg ef hann segir já við mig eina ferðina enn og nú skemmtum við okkur saman með bestu vinum og fjölskyldumeðlimum sem komast hér fyrir.

InLove ...næst verðum við öll gift!


Kjarkað hugrekki

víkingurEkki fer ég að leggjast niður og láta erfileikana troða mig undir fótum.

                                                                    (E.G)

 Nú er minn ektakarl að safna orku í lotu tvö....lotu tvö í hjónaböndum en við erum að fara að skella okkur í það að gifta okkur aftur þar sem hjónavígsla nr. 1 var algjörlega svaramönnunum að kenna....afboðuðum alla aðra en gleymdum þeim.  Eftirminnilegur dagur eins og allir dagar en nú ætlum við að hlæja svolítið og fá til okkar fólk sem kann það.   Er ekki talað um að fyrstu árin séu alltaf frekar spennandi...og okkar hafa verið það og viljum að sjálfsögðu halda áfram að upplifa eitthvað nýtt...svo við fáum fyrstu árin kannski aftur enn spennandi í nýju hjónabandi....eða hvað?

 

 

 

 

 

InLove...ses

 

 


Æxlisfrumur sofa, jibbý!

Spennufall....lýsir það sér með doða?

Doktorinn yfirvegaður tjáði okkur að það væri allt óbreytt, engin óeðlilegur frumuvöxtur, bara stórt hol eins og fyrr.   Eins mikið og ég var viss um að fréttirnar yrðu aðrar þá brosti ég bara hringinn og bað hann um að leggja mig inn á geðdeild!   Fyrsta hugsunin var...nú getum við margt...svo kom nú gerum við allt!  Það gerðist sem ég bjóst ekki við.....og váá hvað það gerir tímann framundan skemmtilegan.  Ég og minn ektakarl að leiðast inn í ræktina, heimsækja nýja barnabarnið....vera til og njóta.

Margt sem hefur komið upp á hjá mínum ektakarli sem ekkert getur skýrt og hann jafnvel veit ekki af eða man ekki næsta dag svo ég var um tíma farin að efast um mína geðheilsu.  En við komum okkur saman um að annar læknir mundi fá að skoða þetta falllega höfuð og sjá hvernig tengingarnar eru eiginlega að virka.  

 Nú get ég  líka farið að hlakka  til að heimasætan komi sér til Suður Afríku því þá fá strákarnir nýtt herbergi og í huganum erum við farin að plana það.  Að hlakka er kannski ekki rétta orðið...en hún gerir það sem hugurinn sækir í og það eru ferðalög og nýir vinir og ég ætla mér ekki að hafa tíma til að hafa áhyggjur af henni...hún veit hvar mig er að finna en ég ekki hana ....Suður Afríka er stórt land og mín litla dótla verður þarna að vinna gott mál.

Nýja áhugamálið mitt sem var að reyna að koma upp nokkrum fallegum jurtum upp, fyrst í stofaglugganum en minn ektakarl gerði margar tilraunir við að reyna að drekkja þeim vekja nú loksins aðdáun  heimilismanna en afföllin voru nú það miklar að ég held ég verði að fá mér ráðleggingar frá fagmanni næst...en draumurinn rættist samt að hluta. 170_1016255.jpg Kaffibolli út á palli og horfa á fallegu hljóðu afleggjarana sem heita eftir karlmönnunum í mínu lífi....og nei nei ekki misskilja þetta LoL heita eftir strákunum okkar sem gerir alla umræðu við þessar jurtir virkilega áhugaverðar...og nágrannar, þeir bestu í heimi eru hættir að velta fyrir sér þessu  bulli í mér þarna sitjandi ein út í garði. 

 

 

....InLove vatnstríð í uppsiglingu....

 

 


Vonin er ósköp stillt..en hún er sterk og dugar langt

 

Minningarbanki er það sem við  eigum öll, maturinn hennar mömmu, mömmulykt, hlátursköstin og allar útilegurnar,,og já fótboltamótin.   Ég er rík kona og jafnvel má kalla mig útrásarvíking að því leyti að sumir mínir afleggjara vilja helst halda sig í útlöndunum....hverfa í sífellu í sjálboðatörf eins langt og hægt er að komast, elsti sonur þrair það eitt að læra færeysku og vinnur við sjómennsku þar og ein dóttlan að fara að fjölga sér...fleiri ömmubörn en nú kannski fáum við að vera amma og afi...þau dekra börnin er það ekki....Joyful    Útrás er það ekki?

Prinsunum mínum finnst skemmtilegast að fara og gera e-ð sem er svolítíð skrýtið og hlægilegt og þó minn ektakarl fylgi með þá hristir hann nú oft höfðið yfir uppátækjunum.....hann má barasta gera það.

Hér er það  rauða þemað þegar við fórum út að borða með elsta afleggjaranum í tilefni afmælishennar..30 ári sem gera mig 30  árum yngri er það svoleiðis sem það virkar..,,jú jú!

 

 

116.jpgÖmmusonur í sínu rauða þema.....sætastur eða hvað?
115_1014835.jpg
 
Hér er það yngsti prinsinn sem ætlar sér líka að vera kúreki...ásamt því að verða teiknari og leyfa ömmu sinni að búa í horninu hjá sér

 

123.jpg 

Þrjóskir og ákveðnir menn og mikið talað um hvað þeir séu líkir og ég má nú hlæja inn í mér af þeirri líkingu þar sem erfðagenin þeirra liggja að ég held ekki mikið samanWink...að ég held!

117_1014837.jpgPrinsinn minn vill held vinna við það að vera jólasveinn, knúsar alla þá sem þykja vænt um hann og lætur alla virkilega vita hvað hann metur þá.   Er ekki til níska í þessum dreng og ekki heldur það að spara...en hann kann að njóta sín...!l

 

 

 

akurey.jpg Í góðri bók sem mjög svo góð vinkona gaf mér stendur:

Þrátt fyrir allt, getur fegurð í einhverri mynd bægt skuggunum frá þungum huga okkar.

 

Þessir flottu gæjar gera meira en margt annað til að fá okkur til að hugsa um tilgang lífsins... njóta og þiggja.

 

 

 

 

InLove..þar til næst


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband