12.6.2009 | 09:47
Er í skýjunum....um að gera að njóta
Heimasætan dúxar..já verð að monta mig og er að gera svo flotta hluti út í Indlandi og ég hvet ykkur að lesa bloggið hennar um starfið hennar þar. http://readssociety.blogspot.com/
Meðan sumir sigla sig í kaf þá er þessi stelpa að gera flotta hluti!
þar til næst...
26.5.2009 | 15:57
Indland fær að njóta.
Eina ferðin enn kyssi ég heimasætuna, brjálæðinginn minn og kveð og segi henni að fara varlega. Prófatörn lokið hjá henni og það er ekki að spyrja að hún stóð sig stórkostlega. Nú á að skoða Indland og vinna þar á heimili fyrir geðfatlaða og kynnast fólki sem hefur þessi sömu áhugamál og hún, skoða, ferðast og upplifa nýja hluti . Kalkútta verður heimili hennar næstu mánuði en hún stefnir á það að halda áfram námi í haust þannig að hún kemur aftur heim
Afleiðingar kóngulóarbitsins sem hún varð fyrir í síðustu ferð, Víetnam, er enn að angra hana en hún segist vona að hitinn þarna úti virki vel á húðina...verst að ég geti ekki troðið mér ofaní þennan risabakpoka sem hún fer með bara til að fá að bera á hana öðru hvoru krem sem á að stilla kláðann.
Frábært að geta líka farið út og lokað þessari hurð á milli sín og systkina sinna sem oft geta verið henni erfið, tvíburabróðir hennar og já fíkillinn eiga mjög svo erfitt með að skilja það hvað hún geti verið að eyða tímanum í lærdóm og hvað þá þessi ferðalög.
7.5.2009 | 11:15
Kyrrstaða
5.5.2009 | 23:30
Óskageislar
Það getur verið svo gaman að gera það sem lengi hefur verið í óskapokanum og þannig losað um þröngar hömlur þess að það er hægt að gera, framkvæma það sem sumir vilja en aðrir ekki... það er hægt að vera sammála um að vera ósammála.
Um síðustu helgi þá skellti ég mér til Akureyrar með prinsunum, einn stór draumur í dós! Við leituðum mikið af piparkökuhúsinu sem ömmusonur var viss um að væri í skóginum. Prinsinn minn fékk að vera hestamaður í einn dag.. á Dalvík og tók á móti miklum fróðleik um umhirðu hesta...en þar var góð vinkona sem tók að sér frábært verk fyrir hungraða drengi. Töldum tröppurnar nokkrum sinnum upp að kirkjunni til að vera viss...ömmusonur gafst upp á miðri leið!
Brynjuís á dag kemur skapinum...
Við semsagt fylltum á geislabúrið og höldum ótrauð áfram...myndataka á morgun hjá mínum ektakarli
Þolmörk heimilsmanna eru teygð í allar áttir þessa dagana. Heimasætan í prófum og er svo á leið til Indlands eftir tvær vikur, sjómaðurinn aflar vel en vill svo fá að vera heimilismaður hér þó mamma gamla hafi hent honum út nokkrum sinnum og allir sénsar eru uppurnir en múttu gömlu til armæðu.... svona haltu mér slepptu mér samband... þá á þessi yndislegi afleggjari fataskáp hér enn sem hann fær aðgang að undir ströngu eftirliti.
Mikið í gangi hjá fíklinum mínum, sorglegt ferli sem tekur á alla að horfa á en ég er í góðri æfingu við að segja nei og vanda mig vel við það að vera ekki alltaf til staðar. Oft á köflum full vinna að gera þetta!
Andstöðurþrjóskuröskun herjar því á mig á fullum krafti og ég mæti í mína leikfimistíma og hoppa þar upp og niður á pöllum eins og ekkert sé...og það er svo gaman að gefast ekki upp þó löngu gleymdir vöðvar finni til og neiti að fara eftir fyrirmælum.
..þar til næst...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2009 | 21:50
Tíminn og við
Erfitt getur verið að eiga pabba sem er svo oft utan við sig að hann man ekki hvað var sagt við hann fyrr um morguninn eða er að skilja það að lítill karl er bara 10 ára og á ekki að vera að hugsa um mál sem eru langt fyrir utan hans tilfinningarþroska. Prinsinn minn hugsar mikið ...stundum of mikið , skilur mikið en er engan vegin að sætta sig við svona pabba oft á tíðum.. en svo koma góðar stundir þar sem allt þetta óþægilega hverfur í skuggann og lífið er frábært og þá er það drengur með sjálfstraustið í lagi sem skín í gengum allt saman. Í raun og veru er hann löngu búinn að ýta því til hliðar afhverju pabbi hans er svona, þetta er búið að vera til staðar helminginn af hans lífi. Fáranlegt að hugsa tilbaka, hugsa um tímann sem liðinn er og samt er eins og þetta allt hafi gerst í gær. Alltaf er það e-ð sem minnir á, þegar minn ektakarl er sérstaklega illa fyrirkallaður og mikið um höfuðverkaköst...þá koma pínu hnútar og eins það að sjá hann upplifa það að hann sé svo minnislaus. Það er erfitt. Minn ektakarl sem gleymdi aldrei neinu, verri en fíllinn, er núna með litla svarta bók þar sem allt/flest er skrifað niður.
Fyrir löngu síðan las ég tilvitnum sem hljóðaði einhvern vegin svona.....það sem verður að gera er yfirleitt hægt að gera og þetta hef ég margsannað og ætla að halda áfram að sanna það.
þar til næst...
Vinir og fjölskylda | Breytt 25.4.2009 kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.3.2009 | 11:33
Staðreyndir lífsins...njóta
Mð þögninni ávinnst lítið, kannski það að hún gerir okkur veikari fyrir. Alltof oft eða já yfirleitt tala ég mig í gegnum erfileika eða þúfurnar sem verða fyrir mér. Oft er sá sem hlustar alls ekki tilbúin fyrir það sem ég segi og ég tek oft ekkert tillti til þess. Lífið er spurning um val og ákvarðanir og allar ákvarðanir eru réttar þegar við tökum þær en kannski ekki á eftir...þá réttlætir maður oft sínar ákvarðanir og lifir með þeim. En við lifum ekki mörg í konfektkassa en við og við lendir maður þar og þá er um að njóta þess.
Þessa dagana er allt á rólegu nótunum og þá að sjálfsögðu er um að gera að nota tímann og leggjast í flensu, besti tíminn til þess, manneskjan sem aldrei er veik og þá er valinn þessi gæðatími. Of veik til að lesa þá er ég veik segja margir!
Dagarnir fyrir flensu voru skemmtilegir, ömmusonur lærði að baka einn daginn og vandaði sig mikið við að sleikja deigið innan úr skálinni og kremið var tekið með sömu græðginni. Svo var boðið til veislu og það var stoltur ungur maður sem gerði það. Nú er hann líka að verða fullgildur skólastrákur, búið að innrita hann í grunnskólann og helst vil hann nú byrja á morgun enda búinn að hitta skólastjórann á fundi.
Margar góðar minningar á ég um Sædýrasafnið..þar sem pabbi var ansi duglegur að fara með okkur systkinin og svo ég með minar elstu tvær. Um daginn bauð ég múttu minni, örverpinu mínu og ömmusonunum tveimur í Húsdýragarðinn. Ansi hált var úti svo langamman rölti þetta meðfram girðingum..með öryggið á oddanum, þar sem ég var á fullu að leiða tvo litla álfa yfir svellinn en hún var ákveðin og rölti þetta á eftir okkkur. Hvíti refurinn vakti mikla lukku sem og júgrin á einni kúnni sem þurfti risastóran brjósthaldara...svo hún stigi ekki ofan á brjóstið sitt...engin leið að kenna þessum drengjum að þetta væi nú ekki brjóst ...bara spenar .
Þegar heim var komin settist ég niður með heimasætunni og bað að hana að hugleiða hvenær ég ætti eftir að upplifa þetta með henni, dóttur hennar og barnabörnum. Miklar pælingar fyrir unga konu sem er alltaf á leið út í heim...en við urðum sáttar við að það yrði þegar ég yrði svona 83 ára.....já ..þvi ef hún er 22 ára...eignast barn í fyrsta lagi segir hún eftir 8 ár, þá yrði það barn kannski að eiga barn eftir 30 ár, og til þess að barnið þess yrði Húsdýrahæft með langömmu sinni...mér....svona 4 ára....tjí. Mamma mín er bara 72 ára... Algjör forréttindi að eiga mömmu.
þar til næst..
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.2.2009 | 16:44
...dagur vonar
Allt óbreytt...og við fórum dansandi út.
Anda rólega og fara snemma í rúmið með góða bók og alla þessa prinsa í kringum mig sem allir hrjóta í mismunandi styrk....ég mun njóta þess í kvöld
3.2.2009 | 22:44
Hugsanir á floti
Besta ráðið við kvíða er að hafa fólk í kringum sig og sína en varla gat ég dregið elsku frænda minn og frænku með mér upp í rúm og haft þau í millunni eins og prinsarnir tala um. En ég naut þess að fá þau í mat og hugsa þannig um annað en það sem er framundan...sem er ekkert nema ein myndataka og það sem kemur úr henni. PÚFF! Hef aldrei verið svona kvíðin og engan til að halla mér að...aðrir þurfa að halla sér að mér og ég verð áfram að vera sterki kletturinn. Hafði mig í það að fara í leikfimi í gær og svei mér ef kella er ekki með taktana enn
Allt annað sett á bið í bili...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2009 | 20:48
bland í pokanum!
Ef við erum ekki sætustu bræðurnir...þá má hún amma bara eiga sig. Frábært að fá að hafa þá saman hér og þó allt sé á öðrum endanum, hávaði og rifist um hver á að fá að sofa í millunni þá er þetta nú gæðatími fyrir alla. Ömmusonur eldri átti nú erfitt...og var farinn að dæsa því annar lítill karl fékk lánað ömmuhjarta. "Amma,, fer hann bróðir minn ekki að fara...skrýtið þetta líf..þetta eru bræður og hittast bara alltof sjaldan þannig að það er um að gera að fá það besta út úr því.
Sumir hér tala um að vera fyrstir og aðrir segja histir þegar verið er að meina að allir séu bara þyrstir!
Hef bara ekki skilið það afhverju börn fæðast ekki með túlkara-band á enninu...það mundi nú minnka misskilning...amma ég er fyrstur..já kallinn minn...þú ert alltaf fyrstur..! Æiii amma ég er fffyrstur!
Í ellinni mun ég gefa út bækling fyrir fyrstu ömmubörnin.. gera lífið aðeins léttara fyrir alla og auðvelda ömmum lífið.
Sjómaðurinn minn kom við seint í gærkveldi og kom með þvílíkar kræsingar að mamma gamla..ég...var fram á nótt að gera að, hausa og flaka og planaði um leið næstu matarboð í huganum. Þessi ungi maður vill vel og skilur ekkert í því þegar ég hringi og hef áhyggjur af líðan hans...hann er með mér í liði...við höldum þessu batteríi uppi og eins gott að hann hrynji ekki. Hvert fer ég þá?
Ektakarlinn hefur ekkert að gera...... en samt nóg því það sem ég skrifa á miða fyrir hann á morgnana vinnst nú ekki og hef ég lúmskt gaman af.. því ekki vantar viljann en dagurinn líður og hann er á fullu að hitta aðra kalla sem eins er ástatt með.
Hann er samt fastur í hjólförum kvíða og er á biðstofunni í huganum, bíða eftir einhverju sem kannski verður og hvað með það þó að það verði. Við förum öll í sömu átt og held að það séu fáir sem fá að ráða för! Myndataka eftir tvær vikur og ég rassskelli minn mann ef allt er í hæga gangi ...sem það verður...og fer fram á það að hann fái einhverja hjálp...og nú er ég bara að hugsa um að ég haldi þessari litlu geðheilsu sem ég tel að ég haldi enn. Samt alltaf einhverjar góðar og skemmtilegar uppákomur hér. Barnaverndarfólkið..mafían..nefndin er búin að gefa grænt ljós á okkur, við megum semsagt fara að ala upp ömmuson, okkur er treyst til þess og gæðastimpill komin á okkur. Nú loksins getum við þetta, erum búin að fá átta tlraunir og ættum að vera komin með þekkinguna og reynsluna. Hvað erum margir sem geta sagt það að þeir hafi réttindin og þeim sé ..at last..TREYST!
..eitt hjarta fyrir hvern afleggjara.
Þar til næst...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.1.2009 | 21:13
tvö þúsund og níu...?
Nýtt ár kemur með e-r spennandi verkefni...ekki ætla ég að efast um það...
Ef ég ætti val þá mundi ég vilja skjóta voninni hátt á loft og held ekkert hugsa um annað. Heilsan ekki góð hjá mörgum hér og ég geng á marga veggi í leit að einhverju til að styðja mig...en það kemur dagur á morgun og svo annar eftir það..en ég gafst upp á því að láta sem allt væri í lagi..á ekki nógu stórt teppi til að breiða yfir það allt en allt annað ....er í lagi
Ektakarlinn fær það í afmælisgjöf á morgun að við hin ætlum að fara með hann í bíó..já og leyfum honum að velja...en þar sem Bond karlinn er bannaður litlum drengjum sem eru myrkhræddir þá er von til þess að okkar sjónarmið komist að.
Prinsinn á svo tíu ára afmæli eftir nokkra daga...og viðræður eru strax hafnar um það hvort hann megi bjóða öllum bekknum eður ei....ég hef vinninginn hér...býð upp á ratleik sem endar með óvæntum leynigesti sem íslenska þjóðinn dáir...en þar til er gaman að eiga þessar rökfærslur við ungan pilt!
Gleðilegt ár
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)