að flytja saman.

Prinsarnir hér á heimilinu taka upp á mörgu og slóðin oft á eftir þeim út um allt hús..en þeir eru í leik og það má ekki trufla.  En í þetta sinn var eitthvað meira að gerast, hlutir færðust til og sá litli var sendur niður til að ná í þvegil og aftur kom hann niður með e-ð í poka sem sem fór í ruslið.  Já hugsaði ég nú er verið að taka til og það á að koma mér á óvart..og þóttist ekki heyra  neitt.  En hávaðinn jókst og skipunartónn eldri prinsins varð meira áberandi, hans var valdið og nú átti að hlýða.  Kallað var á minn ektakarl því þeir sögust ekki vera nógu sterkir...og upp fór einn af sömu tegund sem hafði kraftana.  Hávaðinn hélt áfram og svei mér ef ég heyrði ekki e-ð brotna og stunur og niðurbælt blót endurkastaðist niður til mín.  Svo koma að því að mér var boðið í veisluna....þessir drengir höfðu semsagt ákveðið það að flytja saman......og þarna voru tvö rúm, hlið við hlið... með þessa yndislegu drengi brosandi allan hringinn...stoltir af ákvörðuninni og ætluðu sko að vera vinir alla tíð.  InLove

Ömmusonur sem hefur ekki sofið meter frá mér undanfarið ár..hefur þroskast... tók þarna þátt í þessari ákvörðun...ætlaði ekki að missa af tækifærinu að vera nálægt stóra frænda sínum.       Enda talaði hann um það næsta morgun að hann hefði nú stækkað mikið um nóttina....að vera svona langt frá mér.           

Prinsinn minn þarna að gefa þvílíkt af sér...sá fram á skemmtilega tíma að hafa einn sem lítur upp til hans og þeir geta þá brallað meira saman með lokaða hurð og er búinn að læra að það er meira gaman að hafa félagsskap!

Ég bíð bara áfram á stoppustöðinni eftir næsta ævintýri!


líf, bros og takkaskór!

Til þeirra sem hafa saknað mín!

Sérhverjum degi

má haga svo

sem væri hann

síðastur allra

og ævin á enda.

Gefi okkuur Guð

í ofanálag einn dag enn,

þá skulum við taka honum

fagnandi.

°             Seneka

 

Ég hugsa oft til ykkar,hvað get ég sagt við ykkur, fáránleg heitin í ruglinu orðin svo mikil að söguþráðurinn er orðin það flókinn  að það er ekki fyrir neinn mann að skilja hann. 

Við erum hér...vildum svo geta sagt e-ð betra en hver var það annars sem sagði okkur að þetta yrði létt..en oft er það samt gaman...og fyrir marga sem ekki skilja það þá er hægt að brosa, hlæja og stunda sína vinnu...því hitt er ekkert betra ...hitt hvað... og hvað með það....fótboltamót hjá prinsinum á morgun og hann vaknar spenntur til að kíkja hvað Stúfur hefur skilð eftir sig.  

Guðmóðir hans ...(þetta hlutverk InLove.....er þarft í dag)....fór með hann í bæjarferð..og ekki nein von um að hann uppljóstri um hvað fór fram og ég má sko ekki kíkja í pokann. ...en þessir heimalningar mínir, ömmusonur, heimasæta og prinsinn fóru öll  í heimsreisu....og við skötuhjú gátum farið af bæ......og tekið út kærustupar sem endilega vilja vera par...mín lærði þar að koníak er ekkert svo slæmtHeart

Takk fyrir góðar hugsanir...

Þar til næstInLove


Spara kraftinn segir þjálfarinn

024Hér er ömmusonur að teygja á ...áður en átökin hefjast!

025..Nú fer að koma að honum...og spenningurinn leynir sér ekki.  60 metra spretthlaup og langstökk var framundan

032Hér er hann á fullri ferð í 400 metra hlaupi og varð fjórði í sínum riðli.  Þjálfarinn var búin að leggja línurnar með að spara kraftinn fyrri hringinn og minn maður mundi það og gaf svo allt í seinni hringinnInLove

036Stoltur ungur maður með sitt á hreinu.InLove


hvað er það með vonina

Von...hvað er von..von um e-ð...betra eða von um að allt verði betra..von um að þetta óþægilega hverfi og von um að maður geti gleymt..von um morgundag.

Hver dagur býður upp á svo margt skemmtilegt..annað ekki  og margt af því kemur upp í hendurnar á manni en annað hefur maður val um.  Að læra að meta hið smáa...er líka e- sem læðist að manni og með tímanum eru það þessir litlu hlutir sem gera allt. 

Ónot í  maga og að hafa e-ð á tilfinningunni..e-ð sem erfitt er að festa hendur á en svo kemur það...í gær hringdi síminn.. og dapurleg rödd segir ... mamma mín ég er fallin.. en ég er komin inn á Vog.  Já einmitt segi ég eins og þetta hafi akkúrat verið það sem ég beið eftir.  Eftir klukkutíma hringir síminn aftur og nú er það grátandi rödd....mamma mín..ég get þetta ekki..ég get þetta ekki. 

Það var aum kerla sem leit á ömmuson sem beið í dyrunum, spenntur eftir að fara á æfingu og ég beit í það súra og hugsaði...assskotin, ég ætla ekki að hugsa ekki um þetta og saman fórum við á æfingu þar sem þessi litli gutti fór að æfa fyrir mót sem er í fyrramálið.  Seinna....eftir margar veltur í rúminu..berjast við að hætta að hugsa þá hringdi síminn aftur og nú sagði flatneskjuleg rödd, hæ mamma mín..vildi bara segja þér að ég er komin út..og er búin að fá minn skammt...ég lagði bara á!

Ég er uppfull af von....þarf ekkert að halda í hana en sumir dagar mega eiga sig og morgundagurinn kemur með sitt.  Sá litli að fara á sitt fyrsta mót og svo stefnum við að fá kökulykt í húsið....InLove

...

 


björg í bú..

monk Að fá eitt svona stykki á eldhúsborðið vakti ekki mikla lukku hjá öllum heimilismönnum en húsmóðirin gerði að greyinu og sá fyrir sér heljarins veislu með vinum og vandamönnum.  Sjómaðurinn dró sem sagt björg í bú en neitar alfarið að læra að flaka eða gera að þessum skepnum....og ekki vill hann leggja sér þetta til munns!

  Sjómennskan hefur kennt honum mikið og ryður hann úr sér fróðleik um skepnur hafsins eins og hann hafi ekki gert neitt annað alla tíð.

Veisla sem sagt framundan...monk 1


skömmin sefur...

skomminMRI mynd segir allt með kyrrum kjörum og við ýtum þessu máli út af dagskrá þá í þrjá mánuði...nóg af öðru skemmtilegu til að sýsla með.  Skammtíma...minnið ekki upp á sitt besta sem gæti verið kostur fyrir marga en ég efast oft um mína geðheilsu.  Minn ektakarl vill oft meina að ég hafi bara aldrei sagt þetta eða gert hitt...og  hann hafi bara ekki átt að ná í soninn þangað.. alveg sama hvað hann hafi skrifað niður í minnisbókina sína!    Þetta ýtir oft undir skemmtilegar umræður yfir borðum hér um hvort foreldrið er nú ruglaðra.  

Fíkillinn minn, dóttir mín hefur átt það erfitt í sinni glímu og við sem áhorfendur erum á línunni þessari sem er örþunn en þolir óumdeilanlega mikið. Ekkert sem við getum gert...ekkert nema faðmað hana og fundið ókyrrðina sem í henni býr og þó faðmlagið sé fast ...svo fast..þá heldur það ekki í hana.   Hún er ekki falinn en asssskoti nálægt því og hún fann að hún var að tapa völdum og bað um hjálp.  Hún er nú ...vonandi á góðum stað sem vinnur með henni í þessari tröppu sem hún var komin í og vonandi að hún komist í þá næstu..hún verður að komast í þá næstu!

InLove....


Birtir til..með snjónum?

Ekki benda á mig!

IMG 0200Um leið og ég tók þessa mynd kallaði ég..hvor ykkar á kærustu og þetta var útkoman.

Hef verið svolítið að spara mig og legið mikið undir feld og útkoman varð sú að þar er ekki skemmtilegt að vera, líkaminn ekki að þola svona mikla hvíld og bara óhollt að setja sjálfan sig á bið!    Minn ektakarl bara tiltölulega hress og nú er það myndataka eftir tvær vikur og síðan á þriggja mánaðar fresti.  Ekkert kemur lengur á óvart og púsluspilið er svo miklu stærra að það tekur ekki einu sinni að vera að plana neitt því af nógu er að taka sem getur truflað allt þannig að við setjum bara annað..hvort annað og eitthvað nýtt á listann yfir það sem við viljum gera...og stefnum þangað.    Litla systir að plata mig með sér til Lon..don og ég held bara að ég láti platast. 

Bara það að hetjan mín eigi rauða mola sem ég er arfa vitlaus í gerir það að verkum að ég er stöðugt að koma við hjá henni...og nú er svo komið að hún fer að fela þá fyrir mér...en hún hefur gaman af og þykist hafa einhver not fyrir mig

IMG 0177

Fréttir af afleggjurum eru þær..að fíkillinn búin með þrjá mánuði og er aðeins farin að fikra sig í mömmuhlutverkið..sjómaðurinn enn á sjó, háskólaneminn á fullu í prófum, hetjan komin með nýja liðveisluSmile, eldri stjúpsonur náði bóklega bílprófinu og sá yngri í U16 úrtakinu, ömmusonur kominn á fullt í boltann, yngri ömmusonur varð þriggja ára og prinsinn kominn á fullt að plana afmæli..sem er ekki fyrr en í janúarInLove

..þar til næst

    


Rétta leiðin

Engar fréttir eru bara góðar fréttir..og orkan hefur farið í það að halda öllu á floti.

Minn kæri frændi lést eftir stutt og erfið veikindi og í hjarta mínu gleðst ég yfir því að það er hægt að fá að deyja...þegar öll reisn er farin og þjáningar orðnar það miklar að viðkomandi er ekki hann sjálfur vegna verkjalyfja. En þarna fór maður sem vildi ekki lifa lífinu upp á aðra kominn...en mikið mun ég sakna hlátursins og brandararana um alla í kringum hannHeart

   Mesta álagið þessa dagana eru aðilar út í bæ sem endilega vilja vera að eyða tíma okkar í að spjalla um allt og alla...vissi bara ekki hvað margar stofnanir byrjuðu á Barna...e-ð fyrr en þessa dagana.  Vona virkilega að öll börn fái þessa athygli sem ömmusonur minn fær og ef okkar mál þurfa svona mikinn tíma....vááá...er það furða þótt við lesum um sorgleg mál sem ekki hafa fengið umfjöllun einhverjar nefndar út í bæ vegna tímaskorts....halló....nefndin var kannski með mig á heilanum!   Nú er ég samt bún að lesa allar reglur og lög um svona mál...en að ég eigi að svara þeirri spurningu á blaði hvaða reynslu ég hafi af barnauppeldi...og var ég þá búin að skila skýrslu um öll mín mál..Smile..þá mun það taka einhverja einstaklinga marga daga að lesa yfir þá reynslusögu!   

picture.jpgMinn kæri ektakarl bara hress...vinnur og þrífur hér á fullu..virkilega kúgaður eigninmaður að

margra mati og margir ekki að skilja það hvað hann hefur gaman að því að þrífa baðherberginWhistling Hann hittir doksann sinn í næstu viku þar sem verður farið yfir framhaldið.... ..einn skammtur eftir og svo myndataka.  Þetta er það nýtt lyf að enn er verið að prófa sig svolítið áfram með það hér á landi en minn maður hefur hitt aðra heilakrappameins..einstaklinga sem eru á allt öðrum skammti en hann...sem gerir hann svolítð órólegan.  

Fíkillinn minn komin úr meðferð..á áfangaheimili og búin að vera dugleg a pakka sínu saman og flytja sitt dót.  Hún setur markið á að vera þarna í hálft ár og taka eitt skref í einu....ekki einn dag..heldur eitt skref!   Ömmusonur ánægður með að  fá að hitta hana oftar og ég er þarna komin með nýtt hlutverk en það er að vera nr.2 þegar mamman er á staðnum.  Geri það fyrir litla karlinn að fá að upplifa það að hafa mömmuna sína sem aðalnúmerið.

Sjómaðurinn er enn á sjó....búnn að koma tvisvar í land og fara aftur...meira en hann hefur gert áður ...og hann er jákvæður..þó sjóveikin hafi verið að gera út af við hannSideways

Ég sjálf er að vinna í tossalistunum mínum þar sem margt skrýtið og skemmtilegt hafði rampað á ...og júlí listinn er búinn og er komin langt með ágúst snepilinn. Hlutir sem skipta máli en samt ekki nógu mklu til að ég leggi allt undir.   Merkilegt hvað ein draumaferð til Ísafjarðar getur truflað mitt daglega líf ...en hún var einmitt á ágúst listanum sem ég er að vinna að....og rættist vonandi núna í vetrafríi skólans.

Þar til næst... 


Á sjó...

Picture 004Allir ansi glaðhlakkalegir á þessari mynd sem var tekin fyrir klukkustund...og jú hvað kætir fólkið svona...stóri drengurinn að fara á sjó!  Ekki það að allir séu svona fegnir að losna við hann heldur það að hann lét svo vel af sér og lék það vel að þetta væri draumastaðan sem það og er í dag.   Hann pakkaði niður...við foreldrarnir en eitt skiptið splæstum í sjógalla en í þetta sinnið var það afmælisgjöf svo tók hann sitt hatt og lagði í hannWoundering

Hvað gerir maður annað en bara að taka þátt...systir hans á fullu í náminu...próf í almennri sálfræði á næstu grösum og ég...estoy estudiando, no disturbar!

Var í staðlotu..eintóm heilaleikfimi þar...um helgina en litli ömmusonur kom líka í heimsókn þannig að nóg var að sýsla fyrir alla.  Þessi kella skellti sér meira að segja í sunnudagsskóla  og rifjaði þar upp gamla slagara...og svo bauð minn ektakarl okkur á Gosa kallinn eftir hádegi.   Systkinahittingur svo hjá múttu þar sem stóri bror mallaði ofan í mannskapinn.  Mamma á svolítið erfitt núna þar sem bróðir hennar er nýgreindur með krabba, liggur upp á deild í sama herbergi og pabbi gerði....Henni finnst líka erfitt að hann heitir sama nafni og minn ektakarl..og báðir að herja sínar orrustur.

Farin að læra aðeins heima en ekki nóg til að heimasætan fyllist stolti af kellunni en hún kennir mér samviskusamlega nokkrar sagnir á dagInLove ...ég verð einhvern tímann góð.

Þar til næst...


eitt skref....og svo annað..

Lífið er eitt undarlegt fyrirbæri....og ef hver manneskja vissi hvað biði þess....er ég ekki viss um að brosið yrði uppi við daglega...en samt þetta er allt mjög broslegt.   Afhverju að græta það sem er að....eða ekki að!  Hver segir að það sem er að...eða ekki telst til eðlilegs hlutar í lifi sérhvers manns sé eitthvað agalegt eða erfitt.  Hver metur það sem er erfitt og það sem er mér erfitt er ekki endilega erfitt fyrir þig.  Ef ég vissi t.d fyrir fram hvað tíma ég hefði til að að framkvæma vissan hlut þá annað hvort gerði ég eitthvað því eða ekki....segir það sig ekkiWhistling    Það eru nokkrir hlutir sem ég á eftir að framkvæma og eru á óskalistanum...og með því að forgangsraða og raða svo aftur upp af þeim lista þá færast þessir hlutir framar en samt standa út af hlutir sem mig langar að gera en samt ekki en tel mig þurfa að gera þá svo ég verði sátt við mig sem manneskju. Eins og í náminuí dag var talað um að ef þú ættir að raða tíu hlutum í níu skúffur þá sér hver maður að í einhverja skúffuna fara tveir hlutir...þetta er það sem er eðlilegt að búast við.

Minn ektakarl bara hress eftir vikuna..ekki mikið um vinnu vegna rigningar en nóg að sýsla fyrir hann og eins að eiga kellu sem er í því að láta vita um fundi með stuttum fyrirvara og að auki að skella sér í nám,,,,eitthvað sem svona ektakarl gleymir í daglegu amstriInLove

Litli prinsinn minn hitti hjúkkuna í skólanum í gær og þau ákváðu að vera leynivinir..hún fór yfir það með honum hvað hún vissi og hann fyllti svo í eyðurnar....stolt mamma sem horfði á strákinn velja hvaða leið hentaði honum best... Heart

Fíkillinn enn inni og ekkert enn með það ..hún ætlar að láta þetta ganga og fara svo á Dyngjuna sem er fyrir konur í meðferð..hún er að standa sig.  Ekki það sama að segja með bróður hennar sem er að naga af sér handlegginn af stressi vegna þess að hann er ekki að greiða til af skuld og yfirvofandi handrukka heimsókn að fara með hann.  Hann hefur alla burði til að gera þetta upp það er bara að ákveða hvernig hann vill standa að því.

 Ömmusonur vill enn draga dýnuna að rúmi ömmu sinnar og engin leið að fá hann til að sofa í sínu nýja rúmi....og í myrkrinu heyrist öðru hvoru...amma hvar er hendinn þín...viltu breiða  yfir mig amma. 

Þar til næst....Kissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband