10.9.2008 | 20:12
læra meira og meira...
Ég er þessi sem er komin upp í fjórðu tröppu..með allsskyns aðstoðarmenn til að komast á toppinn!
Þarf helst að prófa sem flest og núna er það Verslunarskólinn og mín komin í spænsku þar í fjarnám..með einni góðri frænku og vinkonu sem mun örugglega leiða mig í gegnum þetta og svo á ég alltaf hauk í horni þar sem heimasætan mín er...sem brosir út í annað af uppátæki múttu sinnar. Ekki er það nú svo að ég hafi ekki nóg að gera...en þetta vil ég gera og þá er það nú svo að þá er tíminn yfirleitt nægur. Viðurkenni það alveg að þegar ég skráði mig var ég búin að gleyma viðbótarnámi í KHÍ sem hefst í næstu viku..en það er ekki eins spennandi og að læra spænsku og það er alltaf hægt að hætta...við...er það ekki?
Framtíðarplön prinsins eru líka að búa erlendis..svo þá verð ég að vera tilbúin..vera á hliðarlínunni fyrir hann líka ef hann kýs það.
Fíkillinn enn í meðferð og segist vera trimmstjóri hópsins..hita mannskapinn upp og gera teygjuæfingar. Ein heimsókn leyfð á tímanum og það verður ekki fyrr en eftir rúma viku. Ömmusonur ekki mikið að tala um hana en hann er e-ð ómögulegur eftir þennan tíma..vill ekki sofa í rúminu sínu...dregur dýnu alveg að minni hlið og skríður upp í um leið og hann vaknar! Það er stundum fjör hér um miðjar nætur og alveg synd að minn ektakarl sofi það allt af sér. Prinsinn gengur nefnilega í svefni og ég er í því að elta hann um allt hús og jafnvel þrífa upp eftir hann! eina nóttina var hann kominn inn í eldhús og var þar í róleg heitunum að kasta af sér vatni..bara si svona! Er að hugsa um að setja upp web cam til að allir fái nú að upplifa fjölskylduskemmtunina sem hér fer fram.
Ektakarlinn í góðu standi...lota fimm hefst í næstu viku og hann er alltaf jafn ákveðinn í að þetta sé að renna sitt skeið. Vinnur allan daginn og þó dagarnir séu misjafnir þá finnst okkur báðum tíminn liða alveg fáranlega hratt...þessi meðferð er alveg að vera búinn.
3.9.2008 | 17:51
Taka tvö..
Taka til þýðir ekki bara tiltekt...heldur líka algjöra hreinsun eða tilraun til þess...er á fullu í því
Þegar upp koma vandamál þá sé ég allt í lausnum...en auðvita eru ekki til lausnir við öllu...og sætti mig við þáð held ég...
Ef það er gaman að einhverju þá veit ég líka að leiðinlegu hlutirnir eru þarna líka...bara á bið..en hugsa ekkert endilega um það á þeirri stundu..
Þegar ég bauð prinsinum á námskeið fyrir börn sem eíga foreldra með krabbamein þá horfði hann á mig og sagði...hvað er gaman við það...og hvað ég skildi hann.
Ömmusonur var virkilega erfiður við múttu sína daginn áður en hún fór á Vík...og þegar ég ræddi þessa hegðun við hann þá segir þessi elska...en amma við erum að losna við hana á morgun! Allir mjög upplýstir á þessu heimili ...en í dag héldum við upp á fimm ára skoðun guttans..þykjustu afmæli með köku og pakka....en honum fannst það virkilega áhugasamt að fá sprautu og ljúka þessum verkefnum sem fyrir hann var lagt.
Ektakarlinn á erfiða daga en það sem hann er að gera fyrir okkur en yfirleitt erum við í forgangi er svo mikilsvert að stundum ligg ég við hliðina á honum þegar hann er sofnaður...sem er æ fyrr á kvöldin...og strýk honum um vanga
En svo er svo gaman líka í vinnunni..á þar tuttugu og fjóra einstaklinga sem vilja gera allt fyrir mig...og ég fyrir þau...og það er gaman að vera að fást við það sem kætir, eflir og kennir manni eitthvað nýtt á hverjum degi. Sama að segja um heimasætuna sem er strax kominh á fullt í háskólanámið og tekur það virkilega alvarlega....ég er farin að skríða upp í til hennar til að heyra fréttir og rifja upp gamla tíma ...þegar ég þóttist ætla að verða kæri sáli líka.
Þar til næst..
29.8.2008 | 15:55
Lífið...fer í hring
...Hér eru allir við góða heilsu og jafnvel meira en það. Allt gengið upp sem átti að ganga upp...annað látið liggja á milli hluta. Auðvitað get ég haldið úti bloggi þó að heimasætan sé komin heim og fái fréttir í æð þessa dagana...prófa það að minnsta kosti.
Minn ektakarl alveg þolanlegur þreyttur og slæptur en á fullu í heimilsstörfum þannig að vinkonur eru grænar af öfund. Er að hugsa um að gera hann út, leigja og fá smá pening í vasann. Vinkonurnar halda að ég sé e-ð verri þegar ég segi að stundum fæ ég bara nóg því engin er friðurinn fyrir tuskunum eða ryksugunni. Þetta er hans lækning við pirring og kvíða.
Fíkillinn fékk að gista á meðan beðið er eftir Víkinni...fer á sunnudag...auðvitað erfitt fyrir alla en þetta hefur bara verið gæðatími held ég...en ég tel auðvitað dagana þar til hún fer og allt fer aftur í jafnvægi...ef það er þá til. Sem sagt ekki fallin en það hefði ekkert komið mér á óvart miða við hennar neyslusögu og hún hefur komið ..á óvart þessa dagana. Ömmusonur tekið þessu bara vel og veit að hún er að fara aftur á spítala. Hún leigir bróður sínum íbúðina en hann er í erfiðum málum með sína neyslu og sín mál þó hann stundi vinnu.
Heimasætan...yngsta dóttirin er komin heim frá suður Asíu. Þar sem ég stóð til hliðar við útganginn út á Keflavík og sá þessa elsku koma með bakpoka á bakinu sem bæði dróst eftir gólfinu og var hærri en hún þá var ég viss um að nú væri ég að sjá ofsjónir. Þessi kelling sem varla gat ráðið við pokann áður en hún fór út, datt alltaf aftur fyrir sig og þurfti að hafa hann ansi léttan...kom þarna arkandi í allt of stórum skóm vegna sára á tánum. Kóngulóarbit, sveppasýking, exem og svo spastísk í öllum liðum. En mikið er gott að hún er komin heim..og það fyrsta sem móður hennar gerði var að ýta henni inní sturtuna og heimta allsherjar þvott. Ein alveg viss um að allar pöddur kæmu heim með henni.
Afflegggjarnir mínir vita það nú að um leið og þeir fara út af heimilinu núna ...þetta árið...þá verður ekkert pláss fyrir þá aftur. Bara fara að fljúgja sjálfir án múttu hjálpar. Sonurinn farinn...fíkillinn að fara....og ef heimasætan ætlar að leggja aftur í svona ævintýri þá flytja gömlu hjúin á meðan í einn lítinn, pínulítinn kofa þar sem pláss verður fyrir tvo litla prinsa.
Þar til næst
18.8.2008 | 17:35
Áfram inni
Fíkillinn hringdi inn þær fréttir að alvarlegt kvíðakast ...hefði hertekið hana og ráðgjafar og læknir vildu að hún væri einhverja daga enn. Líðanin ekki góð og ég heyri að margt sem er að trufla hana enn. Gott mál að einhverjir séu til sem vilja ekki henda henni út.
17.8.2008 | 23:22
heilaþvottur óskast
Nú er allt að gerast í mínum haus..ég að fá nóg af öllum heimilismönnun sem alveg nýtt fyrir mig.
Minn ektakarl að byrja fjórðu lotu í lyfjagjöf á morgun og hefur verið einstaklega utan við sig og farinn að loka á allt og alla. Best hefur verið að útiloka það með því að hverfa á brott og þar hefur leynifélagið sem ég og prinsinn erum í verið ansi dugleg að bralla saman. Ömmusonur fór til pabba síns í nokkra dag og við náðum í hann til Grindavíkur í dag en þar er pabbinn og litli ömmusonur nýfluttir og allt að ganga upp hjá þeim.
Fíkilinn minn að koma út á morgun en fer ekki áfram fyrr en eftir tíu daga..langir dagar þeir!
Svo er hetjan mín, brjálæðingurinn að koma frá Víetnam!!! Eins og strákarnir segja þá koma pöddurnar með henni heim og heimta að hún pakki upp úr töskunum út á palli...frekar mikið hræddir við allt sem er með fleiri fætur en fjórar. 'Eg efast nú um að hún komi með einhverja tösku heim þar sem sögurnar af henni segja að hún hafi selt allt sem einhver fengur var í vegna þyngdar við að bera.
Svo það eru einu sinni enn svona litlir hvirfibylir að eiga sér stað ..í mínum kroppi. Held höfði því ég veit að það kemur dagur eftir þennan dag. En gott væri að geta skipt um haus svona eftir veðri og vindi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.8.2008 | 18:09
bara afgangar...
..Ekkert nýtt að gerast í höfðinum á mínum karli. Nýtt í merkingunni óæskilegt!
Þar sem æxlið var eru einhverjar leifar...æxlis eða æða... en hvað sem það er þá skiptir það engu um framhaldið. Doksinn hefði ekkert verið hissa þó annað æxli hefði verið þarna á flæking, sagðist oft hafa upplifað það þó að lyfjameðferð stæði yfir en þetta er sem sagt gott mál og næsta myndataka er í október, eftir síðasta lyfjakúr. Fjórða lota hefst í næstu viku og þreyta svolítið farin að herja á minn mann. Hann er allt of duglegur, leyfir sér ekkert að hvíla en svo öðru hvoru þá segir líkaminn stopp og þá liggur hann í marga tíma. Ég þarf alveg að passa mig að koma ekki fram við hann eins og eitt af börnunum og skipa honum að leggja sig en missi mig stundum þegar hann fer offári í vinnusemi.
Fíkillinn enn inni á Vogi og stefnir á að fara á Vík, þar er reyndar allt fullt eins og allsstaðar en eitthvað á reyna að troða þar inn. Einhverja daga verður hún...hér úti...áður en hún fær þar inn en helst vildi ég nú steypa hana niður eða bara slökkva á henni þann tíma.
þar til næst...
13.8.2008 | 01:50
brostu ...það er ókeypis lækning
Minn ektakarl að fara í myndatöku á morgun...í dag þar sem komið er fram yfir miðnætti..MRI ..og eins og doksi sagði fyrir þremur vikum..allt getur gerst og ekki gera ykkur neinar vonir um að allt sé horfið!
Frábært að tíminn liði bara svona....góðir vinir komu með mat og heilan kút af hvítvíni sem ég drakk nú aðalega og minn karl skreið ..hmm... ánægður...upp í rúm um miðnætti.
Hamingjan er ekkert til að spauga með...njótum þess!
11.8.2008 | 17:34
skellihlátur
Það er svo gott að hlæja og fylla á orkubrunninn. Skellihlátur minnir mig á heimasætuna mína í Víetnam sem veit ekki neitt verra en að lenda í hláturköstum með mér, á milli kviðanna heyrðist í henni stopp mamma.. stopp sem vakti annað kast hjá mér og við enduðum báðar hálfgrátand...en hlæjandi. Vöðvar sem við vissum ekki af aumir lengi á eftir. Ef ég hef ekki hlegið lengi...þá er tilfinningin eins og ég ímynda mér að kampavínsflösku liði..hmm..sem hefur verið hrist rækilega en tappinn er fastur svo ég legg mig í líma við að finna e-ð til að hlæja af...sem er nú margt og mikið það er bara að finna það og matreiða það þannig að hægt er að brosa af.
Yfir þessu myndbandi skellihló ég....ein heima...
Að hláturinn lengi lífið það veit ég ekki um því þá hlýtur gráturinn að gera það líka..og allt eru þetta tómar klisjur en gott er að gera bæði í bland.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.8.2008 | 12:43
money..money
Laun forstjóra Landspítala hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2008 | 13:50
flug ...ekki flug..er flug?
Helgi eftir helgi heyrir ég um seinkanir á flugi hjá Express Og mér er farið að objóða. Auðvita verða seinkanir hjá öðrum flugfélögum það skilja allir en getur þetta talist vera innan þess sem er eðlilega mikið?
Þegar hetjan mín fór út þá var ég búin að undirbúa hana um að um seinkanir gætu að orðið á fluginu Fötlun hennar er þess eðlis að það tekur allt frekar langan tíma og aðstoðarmaðurinn þarf að hlaupa til ef breyting verður. Aðstoðarmaðurinn fékk sms um það að þau ættu að mæta klukkan þrjú..hm þrjú hugsaði hann er þá verið að flýta fluginu og fékk nett stress kast. Hringdi í mömmuna..mig..og ég sá það að þrjú..þýddi fimmtán! Hetjan mín náði þessu og um leið nokkrum tímum í svefn sem var jú jákvætt en verður mjög spastísk og stíf þegar ferðaplön breyttast svona.
Heimferðin var enn þá meira ævintýri...flugið átti að vera 21.30 en þau fengu að vita að það yrði seinkun til 03:00 um nóttina. Hér heima á textavarpinu var þessu flugi nú bara þurrkað út og á Kastrup.dk var því canselled! Þetta voru þau búin að heyra um og ákváðu að redda sér hótelplássi...treystu sem sagt að þetta yrði í lagi þegar þau mættu morgunin eftir.
Ekkert númer er hægt að ná í hér á Íslandinu varðandi Express seint á kvöldin..en þau voru með dansk númer sem hringdi alltaf út.. og ég hugsaði jú jú þau redda þessu. Það gerir það nú engin að gamni sínu að drusla manneskju í hjólastól, ferðatöskum í massavís og svo með fullt fangið af brothættum munim merktum danaveldi ..ekki beint fyrir einn mann!
En áður en ég lagði höfuðið á koddann þá ákvað ég að hringja í einn vanan ferðalögum..og svarið var þau verða að fara út á flugvöll til að vita hvenær þau eigi þá flug annars er ósvíst um að þau fái flug..nema greiða fyrir það aftur.
Svo ég hringdi í aðstoðina og skipaði þeim pent að fara út á völl...að ef ég réði einhverju þá væri það þetta. Þau fóru ..og hringdu litlu seinna með þau boð að það væri flogið heim um þrjú!
Keflavíkurflugvöllur er ekki með uppýsingasíma, ekki Express, stelpurnar á 118 orðnar á ástandinur og við kúnnarnir hugsum bara að þetta kemur ekki fyrir mig. Vöknum og veltum þessu fyrir okkur!
Fjöldi farþega Iceland Express bíður í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)