Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
1.8.2010 | 15:34
Horfin í sortann...
Þar sem allir fóru í að gera það sem þeim fannst skemmtilegast þessa helgina þá vorum við ömmusonur rosalega ánægð að fá að dandalast tvö um allan bæ. Týndum ánamaðka fyrir veiðiferð sem hann er að vona að einhver góður vilji fara með sig í, skoðuðum...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.7.2010 | 22:13
þetta er erfitt
Að vonast eftir hagstæðum úrskurði..þegar svo margt bendir til að úrskurðurinn verður ekki okkur í hag. Þrátt fyrir miklar framfarir í læknavísindum þá getur ein fruma...á stærð við títuprjónshaus breyst í vínber að stærð,semsagt milljón krabbameinsfruma...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.7.2010 | 13:22
Hugleiðingar sjómannsins
Sonur minn, sjómaðurinn, sendi mér hér skrif sem vinur hans og velgjörðarmaður skrifaði eftir honum um hvað hefði flogið í gegnum hugann þegar hann var á leið í sjómennsku í Færeyjum. Mig langar að deila þessu og geyma og fékk leyfi þeirra beggja að gera...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.7.2010 | 22:50
mamma, pabbi, börn og fleiri börn
Amma vaknaðu...heyri ég sagt í gegnum draumaheiminn..amma bílarnir eru vaknaðir þannig að klukkan er komin. Ég hristi af mér drauminn og svara guttanum að hann verði að bíða eftir að síminn minn pípi og ýti mér fastar ofan í koddann. Það næsta er að...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.7.2010 | 21:55
Frið...að fá frið...að njóta friðsins...
Hlátur á að lengja lífið er sagt, brosið fer langt með það en það er merkilegt hvað maður getur stundum hlegið þó að tilfinningin sé að hjartað gráti. Sakna þess samt að geta ekki hlegið meira....það eru rosalega góðar tilfinningar sem fylgja því. Hér...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2010 | 20:56
Hamingjan er ekki fólgin í því að gera það sem þú hefur ánægju af, heldur að hafa ánægju af því sem þú gerir!
Það heldur allur fjöldinn, sem hefur mörgu að sinna, að hætta sé á ferðum, ef breytt er gömlum sið, að gæfa heimsins hvíli á verkum sem þeir vinna, og vonlaust sé um allt - ef þeirra missti við. Þeir hafa hvorki tíma né tök á því að deyja og treysta ekki...
9.5.2010 | 20:53
Ekki mikill kraftur eftir en samt..
Fálma eftir mér svartar hendur næturvætta aflíðandi dalur baðaður grárri birtu sviplaust andlit á glugga brostin augu úr sprungnum berki trjánna blæðir blæðir. Sjón
7.5.2010 | 22:19
Púsluspilið mikla
Visst styrkleikamerki að þora að sýna mannlega veikleika! Bara ekki allir tilbúnir að taka á móti þessum veikleikum en það verður bara að vera þeirra mál því sá sem er að upplifa erfiðar stundir í sínu lífi á ekki að þurfa að vera að hugga aðra en sig og...
24.3.2010 | 15:31
Hvað sem yfir okkur dynur munu tengsl okkar varðveitast
Hægt og bítandi vinnur maður sig úr örvæntingunni yfir í vonina sem er svo miklu betri staður. Takmarkið er núna að fara í myndatöku með allan hópinn..afleggjarana.. áður en minn ektakarl fer í myndatöku af sínu fallega höfði. Langt síðan við förum haft...
14.3.2010 | 23:03
Þriðju lotu að ljúka
Mikið framtak sem fór hér fram í dag...kort í umslögum sum hver, voru lesin, jólakort heita þau víst. Búin að vera gjóa augunum að þessu fjalli þarna í nokkrar viku eða hvað...hvenær voru jólin? Sumt er bara ekki tími til eða hugsun á að gera. Þessi tími...