Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
4.11.2009 | 23:07
Farinn að ganga karlinn..
Já við leiddumst í dag eftir ganginum á Grensás...engin hækja og engin stóll Hann segir öllum þarna að kella hans sé það erfið að hann geti bara ekki farið heim enda er það markmiðið hjá mínum manni að koma helst ekki í hjólastólnum heim...ég er víst...
30.10.2009 | 23:21
svarthvíta hetjan
Svarthvíta hetjan mín slekkur á hugsunum. Áfram áfram hvín í kallinum í nýju buxunum það nýjasta er ..að fara aftur á bak á reiðskjótanum og nota þá lömuðu. Hún skal er markmiðið og hún hlýðir. (hún= vinstri löpp)
28.10.2009 | 12:29
Stunur og sársauki
Muna framvegis að taka ekki of mikið að sér....en ef þú gerir það þá verður þú að treysta á að annað fólk geri sitt! Minn ektakarl kom hingað heim og var svo ánægður, hökti út um allt. Kom reyndar að læstu húsi en settist að hjá nágrannanum þar sem ég...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.10.2009 | 23:55
Margt af viti
Tossalistinn var styttur um helling í morgun, tölvan og síminn mikið þarfaþing og ég svo ánægð með árangurinn. Held að það sé rétt að ég er með nokkrar hendur og get gert margt í einu...en leysi reyndar bara eitt vandamál í einu...hitt er bara reddingar....
Vinir og fjölskylda | Breytt 24.10.2009 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2009 | 23:14
Æxlið farið....
Æxlið farið en eitthvað sem Jakop doktor kallar þykkildi , gæti kannski skýrt einhverja truflun á blóðflæði og taugartruflun í kjölfarið á því. Þetta var það sem skurðlæknirinn hélt að gæti komið fram. Gott mál...og nú er það lyfjameðferð sem hefst næsta...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.10.2009 | 23:20
konur í stígvélum...
Veit ekki hvað á að segja um mann sem stendur upp úr hjólastólnum sínum og gengur inn á stofu til skurðlæknisins....kallinum(góða) sem skar of langt og olli þessari lömun sem er að hrjá minn ektakarl Skurðlæknirinn bara svekktur vegna ástandsins á mínum...
20.10.2009 | 22:22
Höfðinginn minn
14. október 2009 Höfðinginn minn Það er ekki að sjá að hér hafi verið opnað þrisvar sinnum ..sama Títanium hliðið tekið út og sett svo aftur eftir að hafa gramsað og leitað af æxlisfrumum. Útkoman var áfram 3.stigs æxlisfrumur og eftir myndatöku í næstu...
15.10.2009 | 00:00
hugs...hugsa..hugsanir í flækju
Er að prófa mig aðeins...finna mig hvar ég vil vera... http://teygjustokk.blogspot.com/ þarf aðeins meiri kennslu...og eins hvað verður um efnið mitt hér?
12.10.2009 | 13:36
einn duglegur
Nú verða framfarirnar myndaðar þannig að hann og við getum minnt okkur að að öll lítil skref skipta máli. þar til næst...
7.10.2009 | 17:32
Ný reynsla eða er hringurinn að lokast?
Þegar þú finnur til..þá finn ég til, svona er þetta líklega með okkur öll og það er erfitt að horfa á ektakarlinn minn og sjá vanlíðan hans yfir ástandinu á sér eins og hann kallar það. Við grínumst með það að það sé eins gott að við erum vön...