Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Við höfum hamingjuna að láni

Þvílík skemmtun og lán að eiga svona marga að sem vilja það eitt að hlæja með okkur....dansa og hlæja meira.  Við fórum með heitin okkar á ný.og eins og það stendur í góðri bók

005_1020560.jpg

Við gátum með engum móti vitað til hvers

það myndi leiða, en við vissum að við urðum

að gera það.

Minn ektakarl var í essinu sín allan daginn og er enn....og farinn að plana næstu uppákomu enda ekki allir sem eiga svona gott gengi að góðum konum sem vilja allt fyrir manninn gera.

 

021_1020568.jpg

 Rauður dregill fyrir gestina ....afleggjararnir sem á staðnum voru....fengu góða gæslu eftir að mjúkur mjöður fór að renna ofan í gestina en heimasætan mín....Afríkufarinn var með mest allt kvöldið.

 

 

 

 

 

 Það var þreytt kona....ánægð kona....hlæjandi kona sem sofnað við það að hennar ektakarl bað hana vinsamlega að fara að hætta þessu blaðri svo hann gæti sofnað.....brúðkaupsnóttin ágæt ein...Heartog enn meira gaman að vakna þegar ömmusonur (yngri í pössun hjá bestu ömmu sinni) og prinsinn komu með gjafir sem voru flestar þeim töfrum gæddar að þær eyðast....fyrir tvo!   Sæla í fríi hjá okkur hjónakornin.....og það verður svo gaman. Afhverju er allt bara fyrir tvo sagði ömmusonur.....veit fólk ekki að við erum fleiri ...prinsinn fékk hláturskast...þar sem skilningurinn var meiri

InLove...lífið er dásamlegt..


Gaman saman....

017_1018710.jpgLitli öðlingurinn minn stoltur af blómaræktinni í sumar, með nýju klippinguna sína tilbúinn á nýja leikskólann.

  1. Hann var farinn að sárlanga í félaga sem stutt var að hoppa til og þeir voru nokkrir sem smullu strax saman.   Aðlögunin gengur svo vel að hann segir bless við mig áður en við komum að hliðinuTounge.

Járnabrautafílingurinn er notalegur í þetta skiptið, heimasætan að gera sig tilbúna fyrir ársdvöl Afríku, undirbúningur fyrir brúðkaup og forleikur að afmæli...allt á sömu dögunum.   Hér erum við öll að fara að gifta okkur saman eins og strákarnir segja og þeir ætla að segja Já við ömmu sína!

Hlakka svo til....minn ektakarl heimtar fleiri boð því hann kvartar undan tímaleysi því það er svo margt sem hann langar að gera en í þetta sinnið fær hann ekkert að stjórna....nóg ef hann segir já við mig eina ferðina enn og nú skemmtum við okkur saman með bestu vinum og fjölskyldumeðlimum sem komast hér fyrir.

InLove ...næst verðum við öll gift!


Kjarkað hugrekki

víkingurEkki fer ég að leggjast niður og láta erfileikana troða mig undir fótum.

                                                                    (E.G)

 Nú er minn ektakarl að safna orku í lotu tvö....lotu tvö í hjónaböndum en við erum að fara að skella okkur í það að gifta okkur aftur þar sem hjónavígsla nr. 1 var algjörlega svaramönnunum að kenna....afboðuðum alla aðra en gleymdum þeim.  Eftirminnilegur dagur eins og allir dagar en nú ætlum við að hlæja svolítið og fá til okkar fólk sem kann það.   Er ekki talað um að fyrstu árin séu alltaf frekar spennandi...og okkar hafa verið það og viljum að sjálfsögðu halda áfram að upplifa eitthvað nýtt...svo við fáum fyrstu árin kannski aftur enn spennandi í nýju hjónabandi....eða hvað?

 

 

 

 

 

InLove...ses

 

 


Æxlisfrumur sofa, jibbý!

Spennufall....lýsir það sér með doða?

Doktorinn yfirvegaður tjáði okkur að það væri allt óbreytt, engin óeðlilegur frumuvöxtur, bara stórt hol eins og fyrr.   Eins mikið og ég var viss um að fréttirnar yrðu aðrar þá brosti ég bara hringinn og bað hann um að leggja mig inn á geðdeild!   Fyrsta hugsunin var...nú getum við margt...svo kom nú gerum við allt!  Það gerðist sem ég bjóst ekki við.....og váá hvað það gerir tímann framundan skemmtilegan.  Ég og minn ektakarl að leiðast inn í ræktina, heimsækja nýja barnabarnið....vera til og njóta.

Margt sem hefur komið upp á hjá mínum ektakarli sem ekkert getur skýrt og hann jafnvel veit ekki af eða man ekki næsta dag svo ég var um tíma farin að efast um mína geðheilsu.  En við komum okkur saman um að annar læknir mundi fá að skoða þetta falllega höfuð og sjá hvernig tengingarnar eru eiginlega að virka.  

 Nú get ég  líka farið að hlakka  til að heimasætan komi sér til Suður Afríku því þá fá strákarnir nýtt herbergi og í huganum erum við farin að plana það.  Að hlakka er kannski ekki rétta orðið...en hún gerir það sem hugurinn sækir í og það eru ferðalög og nýir vinir og ég ætla mér ekki að hafa tíma til að hafa áhyggjur af henni...hún veit hvar mig er að finna en ég ekki hana ....Suður Afríka er stórt land og mín litla dótla verður þarna að vinna gott mál.

Nýja áhugamálið mitt sem var að reyna að koma upp nokkrum fallegum jurtum upp, fyrst í stofaglugganum en minn ektakarl gerði margar tilraunir við að reyna að drekkja þeim vekja nú loksins aðdáun  heimilismanna en afföllin voru nú það miklar að ég held ég verði að fá mér ráðleggingar frá fagmanni næst...en draumurinn rættist samt að hluta. 170_1016255.jpg Kaffibolli út á palli og horfa á fallegu hljóðu afleggjarana sem heita eftir karlmönnunum í mínu lífi....og nei nei ekki misskilja þetta LoL heita eftir strákunum okkar sem gerir alla umræðu við þessar jurtir virkilega áhugaverðar...og nágrannar, þeir bestu í heimi eru hættir að velta fyrir sér þessu  bulli í mér þarna sitjandi ein út í garði. 

 

 

....InLove vatnstríð í uppsiglingu....

 

 


Vonin er ósköp stillt..en hún er sterk og dugar langt

 

Minningarbanki er það sem við  eigum öll, maturinn hennar mömmu, mömmulykt, hlátursköstin og allar útilegurnar,,og já fótboltamótin.   Ég er rík kona og jafnvel má kalla mig útrásarvíking að því leyti að sumir mínir afleggjara vilja helst halda sig í útlöndunum....hverfa í sífellu í sjálboðatörf eins langt og hægt er að komast, elsti sonur þrair það eitt að læra færeysku og vinnur við sjómennsku þar og ein dóttlan að fara að fjölga sér...fleiri ömmubörn en nú kannski fáum við að vera amma og afi...þau dekra börnin er það ekki....Joyful    Útrás er það ekki?

Prinsunum mínum finnst skemmtilegast að fara og gera e-ð sem er svolítíð skrýtið og hlægilegt og þó minn ektakarl fylgi með þá hristir hann nú oft höfðið yfir uppátækjunum.....hann má barasta gera það.

Hér er það  rauða þemað þegar við fórum út að borða með elsta afleggjaranum í tilefni afmælishennar..30 ári sem gera mig 30  árum yngri er það svoleiðis sem það virkar..,,jú jú!

 

 

116.jpgÖmmusonur í sínu rauða þema.....sætastur eða hvað?
115_1014835.jpg
 
Hér er það yngsti prinsinn sem ætlar sér líka að vera kúreki...ásamt því að verða teiknari og leyfa ömmu sinni að búa í horninu hjá sér

 

123.jpg 

Þrjóskir og ákveðnir menn og mikið talað um hvað þeir séu líkir og ég má nú hlæja inn í mér af þeirri líkingu þar sem erfðagenin þeirra liggja að ég held ekki mikið samanWink...að ég held!

117_1014837.jpgPrinsinn minn vill held vinna við það að vera jólasveinn, knúsar alla þá sem þykja vænt um hann og lætur alla virkilega vita hvað hann metur þá.   Er ekki til níska í þessum dreng og ekki heldur það að spara...en hann kann að njóta sín...!l

 

 

 

akurey.jpg Í góðri bók sem mjög svo góð vinkona gaf mér stendur:

Þrátt fyrir allt, getur fegurð í einhverri mynd bægt skuggunum frá þungum huga okkar.

 

Þessir flottu gæjar gera meira en margt annað til að fá okkur til að hugsa um tilgang lífsins... njóta og þiggja.

 

 

 

 

InLove..þar til næst


Horfin í sortann...

lifi.jpg

Þar sem allir fóru í að gera það sem þeim fannst skemmtilegast þessa helgina þá vorum við ömmusonur rosalega ánægð að fá að dandalast tvö um allan bæ.  Týndum ánamaðka fyrir veiðiferð sem hann er að vona að einhver góður vilji fara með sig í, skoðuðum snekkjuna sem var við höfn, horfðum á Grays út í eitt, vöktum fram á nætur en ætluðum að enda á að heimsækja mömmuna, fíkilinn þar sem hún var búin að bjóða okkur í heimsókn á Kotið.  Hann tilbúin með fína gogginn sinn sem átti að vera gjöf.

Þar var okkur tjáð að hún hefði yfirgefið staðinn og eitt augnablik stöðvaðist heimurinn, heyrði ekkert  og sá ekkert og ömmusonur trítlaði af stað í átt að bílnum.  Ég var reyndar búin að láta þetta hvarfla að mér og ræða það við hann en alltaf, alltaf hefur hún látið mig vita svo þessi staða mundi ekki koma upp.   Ég settist í aftursætið hjá honum og við grétum saman, ég af hræðslu og ótta en hann var svo búinn að hlakka til að sjá sætu mömmu sína .

Ók beint í næstu dótabúð þar sem við skoðuðum allt og létum okkur dreyma en hann vildi fara heim og hitta vini sína og ....lífið heldur áfram en nú verður reynt að nota stórt strokleður á þennan fíkill.  Við eigum okkar tilfinningar líka og verðum að halda utan um þær og hvort annað.

 

Heart..orkan fer í næstu viku..

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband