Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Jesú karlinn

„Mamma" hvað vita strákarnir mínir um Jesú var spurning sem ég fékk frá dótlunni minni í Noregi.

Hmmm um Jesú karlinn var svarið mitt, jú þeir kunna sitt hvað var ég nú viss um, þeir fara með Vertu Guð faðir á næstum hverju kveldi og við förum reglulega í gönguferðir í garðinn stóra hér við hliðina á okkur þar sem miklar vangaveltur  eru um dauðann og hvað hann þýðir.

En ég ákvað samt að athuga kunnáttu drengjanna.   Sá yngsti svaraði spurningunni um Jesú svona...Jesú amma, hvar á hann heima?    Ömmusonur 7ára fékk þessa spurningu seinna um kvöldið og ég treysti nú á það að hann kynni meira um þennan mæta karl.   Jesú hann býr í Betlehem sem er í Grikklandi, nú svaraði ég , er hann þá lifandi?  Það hlýtur að vera svaraði snáðinn minn hann er alltaf í Jesú bróðir besti.   Minn maður með þetta á hreinu!

Ákvað samt að athuga þekkingu prinsins míns þar sem hann á nú að fá kristilega uppfræðslu í skólanum.  Hann vissi um Maríu mömmu hans en pabbann var hann ekki alveg viss um  Guð eða Jósep.  Betlehem kom fram hjá honum og að hann hefði verið krossfestur.  Fyrir hvað spurði ég í sakleysi mínu og fékk bara ...hvernig á ég að vita það?  Prófaði samt áfram, ok ef Jesú væri á lífi í dag hvað væri hann þá gamall, vááá mamma það nennir engin að reikna það út hann er löngu dauður var svarið.  Snarlega kom ég honum því fyrir sjónir að við miðuðum okkar tímatal frá því hvenær Jesú fæddist en það var árið 0 og því væri Jesú 2011 ef hann lifði í dag.   Nú dæsti sonurinn bara og sagði...afhverju hefur enginn kennt okkar það.    Aftur varð ég orðstopp...með þá vissu í kollinu hvar þetta væri í kennslubókinni hans.

Jesú karlinn sem gerir kraftaverk og þá er bara að biðja um það eins og dóttirin segir að ég geri ekki nóg af.....

Halo...kveðjur

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband