Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Hjólför kvíðans

009_1052887.jpgÞó það sé eins og tíminn sé á einhverri hraðferð þá er það nú óþarfa tillitsleysi að láta strákana eldast líka.  Örverpið mitt tólf ára og það væri bara gott að hafa hann þar.  Þessi drengur er algjör gleðigjafi og dýrlingur en um leið orkubolti sem hugsar  best með bolta á milli fótanna.

Ég ætlaði ekki að ala upp neina unglinga í viðbót...veit ekki hvort mér hefur tekist nógu vel upp í fyrri skipti. Þó ég sé ótrúlega stolt af börnunum mínum, það mega þau  eiga , þau eru þorin, þau gera það sem hugurinn segir þeim og þegar þau standa sig vel þá gera þau það vel! Reyndar líka þegar þau standi sig illa, þá standa þau sig frekar mjög svo illa.

Kletturinn ég er að molna, er búin að vera föst í hjólfari kvíða, sorgar og uppgjafar nú í nokkra daga.  Má eiginlega ekkert hagga bátnum mér en það er svo margt sem er ekki í lagi að þetta ætti nú að fara að venjast. En þessu er aldrei hægt að venjast, sorgin er þarna á bakvið allt og kvíðinn frænka hennar.

Ákvað að þetta gæti ég ekki boðið sjálfri mér upp á og fór í mitt joga og ákvað um leið að faðma karlinn minn oft og lengi en hann er e-ð svo pirraður að geta ekki tekið utan um mig með báðum höndum....en ein hönd er betra en engin hendi.   Svo er alveg vel hægt að una sér við það að ömmusynirnir sækja í það að fá að vera í ömmuplássi svo ég fæ nóg af knúsi þessa dagana.

Futsal fótbolti átti hug okkar í dag þar sem  prinsinn var að keppa á Íslandsmóti og bróðir hans í úrtakshóp í Futsal landsliðinu.  Minn ektakarl fær að vera þar til aðstoðar og þó hann gangi alveg fram af sér í þreytu þá er það ánægður karl sem fer að sofa.  Ömmustrákar hjá pabba sínum en það er frábært fyrir alla að hann sé kominn til landsins, strákarnir með að hafa hann, ég yfir smá hvíld, prinsinn yfir að hafa mig eina og pabbann að geta loksins fundið ró í huga og verið með strákunum sínum.

 

-threyta_1054157.jpg

 

W00t..segjum...það

 

 

 


Furðuverk lífsins, dætur!

Tíminn líður og með ólíkindum að árið 2011 sé komið...árið 2005 þá var ég alveg komið með það að ég og minn ektakarl ættum ekki svo mörg ár eftir saman en hér erum við enn þó margt hafi breyst.   Hann er enn eins og fló á skinni...aldrei kyrr og alltaf að.  Fríið mitt hefur einnig þotið framhjá mér og enn hef ég ekki tekið skápinn, þennan sem alltaf er fullur af drasli en samt ekki drasli.  En ég hef verið að gera marga góða hluti og er tiltölulega sátt við árangurinn. Komin viss ró á heimilið en erfitt hefur það verið fyrir alla að venjast nýju hlutverkum og aðstæður kalla á að allir séu tiltölulega vel upplýstir um gang mála

Skrýtin hugsun að læðast að manni....fimm mánuðir síðan ég faðmaði yngstu dótturina og um 6-7 mánuðir þangað til ég geri það næst.  En ég ætti að þakka fyrir það yfirleitt að geta faðmað hana því ef einhver hefur lifað áhættu líferni þá er það þessi litla hetja. Einnig fjórir mánuðir síðan ég faðmaði fíkilinn minn og ég er alveg sátt við að faðma hana ekki á næstunni því henni líður vel og er að gera góða hluti með sjálfa sig.

Fíkillinn minn fær hér með nýtt nafn á sig í þessum skrifum mínum og verður hér með nefnd Jentan með tilvísan í Noregsdvöl hennar en þar byrjaði hún í skóla nú eftir áramótin sem er á vegum þessara samtaka þar sem hún er í meðferð ef meðferð er hægt að kalla.  Hún fer á samkomur og henni er innrætt að Jesú karlinn lækni allt, höfuðverk og alla innri vanliðan.  Hvað er að okkur hinum að biðja ekki þennan mæta karl um hjálp okkur tilhanda.

Henni líður vel, margt að sýsla þar sem hún er núna og varla að dagurinn nægi til að sinna því þannig að ég held að dagurinn sé e-ð styttri þarna í Norge en hér heima.  Hún vinnur í því að forðast niðurdrepandi hugsanir og fíknina sem sveimar nú þarna í kringum hana.  

Mismunur á hita úti við hjá þeim systrum er nú um 65 gráður, önnur í Afríkunni og hin í Noregi og ekki bara það að það sé hitamunur þá er lífið ansi ólíkt hjá þeim.  Heimasætan í Afríkunni held ég að sé með það markmið að smakka allan innlendan bjór á meðan systir hennar talar við  xxxx......önnur sefur kappklædd en hin brennur á ströndinni.

Hér með lofa ég þessum dætrum mínum að vera duglegri að skrifa hér og segja frá ....öllu saman


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband